79. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. maí 2008 kl. 14:20.

 

Mætt: Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

 

Formaður lagði fram tillögu að breytingu á dagskrá, að inn komi liður  1.3.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    102. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Staðfest samhljóða.

1.2.    2. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Staðfest samhljóða.

1.3.    31. fundur stjórnar Bláskógaveitu, haldinn 27. maí 2008.

Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    274. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

2.2.    275. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

2.3.    276. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

2.4.    Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf dags. 30. apríl 2008.

 

  1. Erindi frá Landgræðslu ríkisins:

3.1.    Bréf dags. 9. maí 2008; endurnýjun landgræðslugirðingar í Hvítárnesi.

Lagt fram bréf Landgræðslunnar þar sem óskað er eftir heimild til þess að endurnýja landgræðslugirðinguna í Hvítárnesi.  Jafnframt er óskað eftir því að breyta um girðingarstæði á kafla norður undir Svartá, til þess að fá betra girðingarstæði.

Byggðaráð leggur til að heimild verði gefin til endurnýjunar á umræddri girðingu og jafnframt heimild til þess að færa hana til á umræddum kafla norður undir Svartá.  Byggðaráð fagnar því jafnframt að girðing norðan við þetta svæði verði hreinsuð upp og fjarlægð.

3.2.    Bréf dags. 15. maí 2008; Landgræðsla við Hvítárvatn.

Lagt fram bréf Landgræðslunnar þar sem hún, með tilvísun til samnings milli Biskupstungnahrepps og Landgræðslunnar dags. 14. júlí 1983, afhendir til eigenda, og þeirra sem hafa óbein eignarréttindi þar, landsvæði sem verið hefur afgirt til uppgræðslu.  Vísað er til 12. gr. laga um landgræðslu um skil á landi sem hefur verið tekið til uppgræðslu með samningi.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir varðandi ofangreint, en bendir á að afar brýnt sé að girðing um umrætt landsvæði verði fjarlægð, og fellst á tímasetningu Landgræðslunnar, þ.e. sumarið 2009.

Byggðaráð vill nota tækifærið og þakka Landgræðslunni fyrir gott samstarf við þetta verkefni.

 

 

  1. Skipulagsmál:

4.1.    Tillaga að skiptingu athafnalóðar nr. 1 í Vegholti, Reykholti.

Byggðaráð fellst á fyrirliggjandi tillögu að skiptingu á athafnalóðinni Vegholt 1, Reykholti. Jafnframt leggur byggðaráð til að skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps verði falið að vinna það mál áfram þannig að umrædd skipulagsbreyting verði að veruleika.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.    Bréf frá Rannsóknastofu í íþrótta- og heilsufræðum KHÍ, dags. 22. apríl 2008; styrkbeiðni.

Erindinu vísað til sveitarstjórnar.

5.2.    Bréf Þóris Sigurðssonar, dags. 4. maí 2008; uppsögn samnings um skólaakstur.

Byggðaráð leggur til að skólaakstur á akstursleiðum Þóris og Þóreyju verði boðinn út við fyrsta tækifæri.

Byggðaráð vill þakka Þóri Sigurðssyni og Þóreyju Jónasdóttur fyrir gott samstarf á undangengnum árum við skólaakstur hjá sveitarfélaginu.

5.3.    Tölvuskeyti Fræðslunets Suðurlands, dags. 8. maí 2008; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti frá Fræðsluneti Suðurlands þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við útgáfu námsvísis næstu haustannar.

Byggðaráð leggur til að birt verði lógó sveitarfélagsins í námsvísinum og styrki þannig útgáfu hans um kr. 15.000.

5.4.    Bréf Tónsmiðjunnar, dags. 5. maí 2008; beiðni um fjárstuðning.

Lagt fram bréf Tónsmiðjunnar, þar sem óskað er eftir að samningur verði gerður milli Bláskógabyggðar og Tónsmiðjunnar um tónlistarkennslu fyrir allt að 10 nemendur með lögheimili í Bláskógabyggð.

Byggðaráð óskar eftir að Tónsmiðjan veiti upplýsingar um fjölda nemenda (nafnalista) í Tónsmiðjunni sem koma frá Bláskógabyggð, áður en endanleg afstaða verður tekin til erindisins.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.          Bréf FOSS, dags. 6. maí 2008.

6.2.          Bréf Orlofs húsmæðra, dags. 6. maí 2008; ársskýrsla.

6.3.          Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga fyrir árið 2007.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:20.