8. fundur

8. Fundur samgöngunefndar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu 2. desember 2013 kl.
17:00.

Fundargerð

Mættir: Kjartan Lárusson, Kristján Kristjánsson en Guðmundur Böðvarsson boðaði forföll og
einnig varamaður hans.

Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Kristinn J. Gíslason sviðstjóri voru gestir fundarins.

1. Framkvæmdaáætlun við gatnagerð 2014.
Kristinn J. Gíslason lagði fram áætlun um nýframkvæmdir sem liggja til grundvallar
fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar rekstrarárið 2014. Helstu framkvæmdir sem þar koma
fram eru:
Háholt og Torfholt á Laugarvatni 3,0 milljónir króna.
Langholtgata Laugarási 1,2 milljónir króna.
Rými fyrir aðrar framkvæmdir eru 2,5 – 3,0 milljónir króna. Samgöngunefnd lýsir yfir stuðningi
við þessa tillögu um framkvæmdaáætlun.

2. Framkvæmdaáætlun við gatnagerð 2015 – 2017.
Kristni J. Gíslasyni falið að leggja fram endurskoðaða áætlun um nýframkvæmdir sem liggja
til grundvallar fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar rekstrarárið 2015 – 2017.  Stuðst verði við
gildandi áætlun, en kostnaðartölur endurskoðaðar svo og forgangsröðun verkefna. 


3. Samið hefur verið við Vegagerðina um að hægt er að hliðra til snjómokstursdögum í
Bláskógabyggð, á þeim vegum sem eru á mokstursáætlun.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18:30.