8. fundur

Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar
8. fundur haldinn í Daltúni heima hjá formanni  kl. 20.00  þriðjudaginn 3.09.2013.

Mætt:  Herdís Friðriksdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Pálmi Hilmarsson

1.  Formaður setti fund og bauð alla velkomna. Helsta sem liggur fyrir fundi er að fara
yfir stöðuna í Kerfilsmálinu. Hvað hefur verið gert í sumar og hvernig er staðan
almennt séð. Sigríður fór yfir það sem hún hafði gert síðan síðast en hún ræddi við
nokkra landeigendur þar sem Kerfillinn er vandamál. Svavar á Gilbrún er með stúlku
af erlendu bergi í vinnu sem hefur verið afar dugleg við að stinga upp kerfil hjá honum
í sumar. Hún ræddi einnig við fólkið á Iðu, þau Guðmund og Elínborgu en þau sögðu
henni að ekki hefði borið á kerfil við Iðu fyrr en  eftir að Vegagerðin byggði upp
veginn, malbikaði sem sagt fyrir rúmum 20 árum eða svo. Mögulega eru fræ að berast
með vegunum þegar kantarnir eru slegnir og þannig dreifist þetta smátt og smátt um
alla sveit. Út frá því sé það skoðun fundarmanna að gera þurfi Vegagerðina ábyrga
fyrir þessu og taka á málinu af einhverri alvöru en ekki bara taka vel í það og svo ekki
meir. Einhver vinna fór þó fram í sumar við Iðu og  Laugarás í sumar af höndum
Veraldarvina en hversu mikið liggur ekki fyrir hjá okkur að svo stöddu.
Mikilvægt er að umhverfisnefndin fylgi málinu eftir og jafnvel með bréfi til
Vegagerðar og einnig sveitarstjórnar. Nota veturinn til að undirbúa aðgerðir næsta vor
og sumar. Bjarni Sveinsson á Helgastöðum hefur eitrað að einhverju leyti í sínu landi
þó við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið og á hann hrós skilið fyrir framtakið.
Mest hefur hann gert af þessu meðfram þjóðveginum neðan við bæinn og þá notað
Roundup eitur.  Það er ljóst að niður allan Skeiðaveg eru nú komnar kerfilsplöntur á
stangli og væri gott að minna umhverfisnefnd þar á  alvarleika málsins svo brugðist
verði við þessu. Staðan á Laugarvatni var rædd og kom fram að fullur vilji er hjá
skólameistara ML til að taka þátt í að komast fyrir kerfilinn þar, enda mest af honum á
ríkislandi. Mikilvægt að ríkið taki á þessu af festu næsta sumar eins og sveitarfélagið
þó það verði kannski ekki með sama hætti enda aðstæður mismunandi. Við þurfum að
halda fundi með Kristni J. Gíslasyni hjá Bláskógabyggð og einnig fulltrúum
Vegagerðarinnar í vetur til að kortleggja aðgerðir  næsta árs við Iðu og í gegnum
Laugarás.

2.  Næsta mál á dagskrá var svo umhverfisþing sem hugmynd var að halda hér í
Sveitarfélaginu og þá með aðilum úr ferðaþjónustunni ofl. sem hagsmuna hafa að gæta
með tilliti til umhverfis og snyrtimennsku. Þurfum  að undirbúa það vel og kynna
okkur stefnur hjá öðrum og þá vinnu sem gerð hefur verið í öðrum sveitarfélögum.

3.  Nokkuð rætt um hvort ekki væri gott að bjóða upp á samskonar lausn á matarleifum
og í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Þar er boðið upp á að bora holur á góðum stað við
hús og setja í þær hólk með loki sem síðan lífrænn úrgangur er settur í. Talsvert rætt í
framhaldi af því hvort mögulegt væri að koma upp almennri moltugerð hjá
sveitarfélaginu.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21.45.   Pálmi Hilmarsson ritaði.
Upplýsingar um þær umhverfisviðurkenningar sem að umhverfisnefnd
Bláskógabyggðar veitti á tímabilinu 2011 – 2013.

Umhverfisviðurkenning 2011. Viðurkenning fyrir snyrtilegasta garðinum í þéttbýli
Fyrsta sæti hlaut garður í Reykholti. Þetta er einstaklega snyrtilegur, líflegur og vel hannaður
garður með fallegri aðkomu. Í garðinum er vel afmarkaður matjurtagarður, og fá mismunandi
runnar og blómplöntur að njóta sín. Athygli vakti að þar fá íslenskar jurtir að njóta sín á
náttúrulegan hátt.
Þetta er garðurinn við Bjarkarbraut 11 og eigendurnir eru Bergþór G. Úlfarsson og Inga Þyri
Kjartansdóttir.
Annað sætið hlaut garður í Laugarási. Vel afmarkaður og einstaklega snyrtilegur garður með
góðu notargildi. Þetta er garðurinn í Kirkjuholti í Laugarási og eigendur eru Benedikt
Skúlason og  Kristín Sigurðardóttir.
Þriðja sæti hlaut garður á Laugarvatni sem er snyrtilegur og vel hannaður með
skemmtilegum útfærslum. Þetta er garðurinn við Hrísholt 2 á Laugarvatni í eigu Halldórs
Benjamínssonar og Sigríðar Mikaelsdóttur.
————————-
2012. Viðurkenning fyrir snyrtilegustu iðnaðarlóðina í Bláskógabyggð.
Fyrsta sæti hlaut garðyrkjubýli í Reykholti. Lóðin er mjög snyrtileg og greinilegt að eigendur
eru mikil snyrtimenni því hvert sem litið er er snyrtimennskan í fyrirrúmi. Þau fengu sérstakt
aukastig fyrir að leggja bílunum á lóðinni í beina línu! Þetta er að sjálfsögðu Garðyrkjustöðin
Kvistar en eigendur eru Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Á. Jensen.
Annað sætið hlaut nýlegur baðstaður á Laugarvatni þar sem falleg hönnun og snyrtileg
aðkoma vekur athygli. Lóðin fékk aukastig fyrir fallega hönnun. Staðurinn er Fontana Spa á
Laugarvatni. Anna G. Sverrisdóttir Framkvæmdastjóri Fontana veitti verðlaununum viðtöku.
Þriðja sæti Þetta er garðyrkjustuöð sem framleiðir lífrænt ræktað grænmeti og kryddjurtir en
þar er ekkert eitur notað til þess að halda illgresi niðri. Staðurinn fékk aukastig fyrir
skemmtileg smáatriði og sniðugar útfærslur. Staðurinn er Engi í Laugarási og eigendur eru
Sigrún Elfa Reynisdóttir og Ingólfur Guðnason.
———————-
2013 Viðurkenning fyrir snyrtilegasta býlið í rekstri
Í fyrsta sæti er býli sem hefur áður hlotið viðurkenningu fyrir snyrtimennsku fyrir nokkrum
árum og það fóru fram umræður hvort rétt væri að verðlauna sama býli aftur. Við ákváðum að
skoða býlin fyrst og taka svo ákvörðun og eftir það var ljóst að á þessum stað var
snyrtimennskan framúrskarandi og aðrir höfðu ekki tærnar þar sem ábúendur þessa staðar
höfðu hælana. Þannig að okkur fannst ekki hægt að ganga framhjá þeim. Enda er
snyrtimennska ekki eitthvað sem gert er einusinni,  heldur er þetta stöðug vinna og það er greinilegt að ábúendur þarna leggja sig alla fram og hafa gert í áraraðir. Þetta er að sjálfsögðu
Vatnsleysa 1-3 sem að hlýtur fyrstu verðlaun. Fyrir fallegt bæjarstæði og samræmi í
húsakosti. Framúrskarandi snyrtimennsku við íbúðarhús og útihús. Þau fengu að auki stig
fyrir snyrtilega klippta runna og fyrir vinnuvélar sem var vel við haldið.
Ábúendur eru:
Vatnsleysa I Guðmundur Sigurðsson,  Sigríður Egilsdóttir og Rúnar Guðmundsson
Vatnsleysa II Bragi Þorsteinsson, Halla Bjarnadóttir og Ingunn Birna Bragadóttir
Vatnsleysa III Sigurður Erlendsson og Jóna Þuríður Ólafsdóttir

Í  öðru sæti er býli sem hlýtur viðurkenningu fyrir fallega aðkomu, stíl og samræmi í
húsakosti. Staðnum er vel við haldið og snyrtilegur.  Þetta er bærinn Fellskot og ábúendur eru
Kristinn Antonsson, María Þórarinsdóttir, Bent Larsen Fróðason, Líney Sigurlaug
Kristinsdóttir
Í þriðja sæti er býli sem hlýtur viðurkenningu fyrir snyrtileika og gott skipulag á fallegum
stað. Þetta er Heiðabær 1 og 3 í Þingvallasveit.  Ábúendur eru Jóhannes Sveinbjörnsson,
Ólöf Björg Einarsdóttir og Steinunn Guðmundsdóttir