80. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 9. júlí 2008 kl. 10:00.

 

Mættir: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður bar upp tillögu um dagskrárbreytingu, að inn komi nýir liðir 1.4, 1.5, 2.5, 2.6, 4.3, 5.10 og 5.11. Samþykkt samhljóða

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       104. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Samþykkt samhljóða.

1.2.       5. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Samþykkt samhljóða.

1.3.       2. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Vegna 12 dagskrárliðar, nýtt íbúðarhús að Kjaranstöðum, þá samþykkir byggðaráð að gefið verði út byggingarleyfi fyrir nýju íbúðarhúsi, þar sem hið nýja hús verður byggt í stað gamals íbúðarhúss sem þar stóð og á sama byggingarreit.
Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.4.       6. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Samþykkt samhljóða.

1.5.       7. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       414. fundur stjórnar SASS.

2.2.       156. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.3.       157. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.4.       105. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.5.       110. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.6.       277. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

 

  1. Skólaakstur hjá Grunnskóla Bláskógabyggðar, Reykholti.

Lagt fram bréf Sigríðar Jóhönnu Guðmundsdóttur, dags. 31. maí 2008, þar sem samningi um skólaakstur, Eystri-Tunguleið, er sagt upp.  Þar sem fyrir lá að samþykkt hafði verið að bjóða út Hlíðaleið og Geysisleið, þá var Eystri-Tunguleið einnig boðin út þegar umrætt bréf lá fyrir.

Lögð fram fundargerð vegna opnunar tilboða í skólaakstur við Grunnskóla Bláskógabyggðar, Reykholti. Boðnar voru út þrjár (3) akstursleiðir, þ.e. Hlíðaleið, Geysisleið og Eystri-Tunguleið.  Alls bárust sex (6) tilboð.

Lægstu tilboð í þessar leiðir voru:

Hlíðaleið:              kr. 188 /km

Geysisleið:                       kr. 230 /km

Eystri-Tunguleið:   kr. 179 /km

Lagt fram bréf frá Snorra Geir Guðjónssyni og Þóreyju Jónasdóttur, dags. 7. júlí 2008, þar sem lýst er yfir að þau falli frá tilboði sínu í allar akstursleiðir.  Tilboð þeirra í Hlíðaleið var lægst kr. 188 /km.  Næsta tilboð í þá leið er þá kr. 210/km.

 

Margeir Ingólfsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

 

Byggðaráð samþykkir samhljóða að ganga til samninga við lægst bjóðendur í þessar þrjár akstursleiðir.

 

  1. Skipulagsmál:

4.1.       Erindi Helga Hálfdánarsonar og Þuríðar Ottesen, lóðarmörk í Vesturbyggð.
Byggðaráð heimilar stækkun lóðarinnar, Vesturbyggð 4, enda verði gatnagerðargjald greitt af umræddri stækkun hennar.  Byggðaráð felur embætti skipulags- og byggingarmála að útfæra stækkunina.

4.2.       Erindi Þingvallanefndar, dags. 21. maí 2008, byggingarskilmálar.
Byggðaráð leggur áherslu á að byggingarskilmálar þjóðgarðsins stangist ekki á við almenna byggingarskilmála sveitarfélagsins.  Þar fyrir utan geti Þingvallanefnd, eins og aðrir umráðendur lands, sett sér þrengri byggingarskilmála.  Jafnframt óskar byggðaráð eftir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps áður en endanleg afgreiðsla verði á erindinu.

4.3.       Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000- 2012, – Sóltún.
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Sóltúns, Biskupstungum.  Í tillögunni felst að 0,5 ha landspilda verði breytt úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði.  Tillaga að deiliskipulagi umræddrar frístundarlóðar liggur fyrir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.       Bréf nefndar um vist- og meðferðarheimili, dags. 8. júní 2008.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til félagsmálanefndar.

5.2.       Bréf Mannvits Verkfræðistofu, dags. 18. júní 2008- móttaka jarðefna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til forstöðumanns Þjónustu- og framkvæmdasviðs.

5.3.       Bréf Golfklúbbsins Dalbúa, dags. 18. júní 2008 – styrkbeiðni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita Golfklúbbnum Dalbúa styrk á móti fasteignagjöldum fyrir árin 2007 og 2008.

5.4.       Erindi FÁS, móttekið 27. maí 2008, – styrkbeiðni.
Byggðaráð sér sig ekki fært að verða við erindinu.

5.5.       Bréf Péturs Þorvaldssonar og Silfursteins ehf, dags. 5. júní 2008, – Kotstún 1 og 3, Laugarvatni.
Byggðaráð samþykkir að fara í endurskoðun á aðal- og deiliskipulagi byggingarsvæðisins sem lóðirnar Kotstún 1 og 3 er staðsettar í, á Laugarvatni, með það að markmiði að umræddar lóðir verði skilgreindar sem þjónustulóðir fyrir verslunar- og skrifstofuhúsnæði, enda liggur hér fyrir beiðni lóðarhafa Kotstún 1 og 3 þess efnis.

5.6.       Tölvuskeyti UMFB, dags. 18. júní 2008, styrkbeiðni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk sem nemur húsaleigu að upphæð kr. 226.290.

5.7.       Bréf Leikdeildar UMFB, dags 10. júní 2008, styrkbeiðni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk sem nemur húsaleigu að upphæð kr. 402.048.

5.8.       Bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 5. júní 2008, kæra.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skipulagsfulltrúa áður en erindinu verður svarað.

5.9.       Bréf Theodórs Marinóssonar, dags. 29. maí 2008, stöðugjald hjólhýsis.
Byggðaráð vill beina þeim tilmælum til bréfritara, að greiðendum opinberra gjalda ber að greiða álögð gjöld þrátt fyrir að viðkomandi ætli að kæra viðkomandi álagningu.  Það breytir í engu réttarstöðu viðkomandi gagnvart hugsanlegri kæru vegna álagðra gjalda.  Ef gjaldtaka reynist óheimil eða óréttmæt ber sveitarstjórn að endurgreiða umrætt gjald.

5.10.     Bréf frá sýslumanninum á Selfossi, – afskriftarbeiðni.
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Selfossi, þar sem fram kemur beiðni um afskrift opinnberra gjalda að upphæð kr. 6.538.261, og þar af vaxtakostnaður að upphæð kr. 3.829.214.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að umræddar kröfur verði afskrifaðar.

5.11.     Úrskurður samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 5/2008, dags. 12. júní 2008.

Lagður fram úrskurður samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 5/2008, Sigurður Sigurðsson og Ásvélar ehf. gegn Bláskógabyggð sem kveðinn var upp 12. júní 2008.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir greinagerð lögmanns vegna fyrirliggjandi úrskurðar.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.       Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 11. júní 2008, húsaleigubætur.

6.2.       Bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 3. júní 2008, menntaþing.

6.3.       Bréf nefndar um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra, dags. 30 maí 2008.

6.4.       Bréf Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags 29. maí 2008, afrit af bréfi.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00.