81. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 12. ágúst 2008 kl. 15:00.

 

Mættir: Margeir Ingólfsson, formaður í fjarveru Snæbjörns Sigurðssonar, Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar, Jóhannes Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður lagði til breytingu á dagskrá fundarins, að inn komi nýr liður 4 (4.1. og 4.2.) og aðrir liðir færist til sem því nemur.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.          Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 11. júlí 2008.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

         2.1.          89. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu.

2.2.          158. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.3.          159. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

 

  1. Drög að rekstrarþjónustusamningi við TRS.

Drög að rekstrarþjónustusamningi við TRS lagður fram og kynntur.  Um er að ræða þjónustusamning sem tekur meðal annars til daglegs reksturs tölvuupplýsingakerfa sveitarfélagsins og viðhald þeirra, ráðgjöf, afritun og öryggismál og uppfærsla á hugbúnaði.  Fyrir liggur áhugi stjórnenda Grunnskóla Bláskógabyggðar á slíkum samningi, til að tryggja sem best virkni og öryggi í tölvuvinnslu skólans.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að ganga frá eins árs samningi til reynslu og verði þá árangur skoðaður og ákvörðun tekin um framlengingu hans.

 

  1. Niðurstöður útboða vegna framkvæmda í Bláskógabyggð.

4.1.          Niðurstöður útboðs á aðkomu að Grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni.

Tilboð voru opnuð þann 22. júlí 2008 og bárust alls tvö tilboð í verkið:

Lóðaþjónustan ehf.         kr. 22.337.300

Klæðning ehf.                kr. 22.201.000

Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á kr. 14.311.454.

Ákveðið var að hafna báðum tilboðum og fresta um tíma framkvæmdum.  Stefnt verði að því að bjóða verkið aftur út eftir næstu áramót.

 

4.2.                   Niðurstöður útboðs á frágangi og lagningu slitlags á Bjarkarbraut í Reykholti, 1. áfangi.

Tilboð voru opnuð þann 11. ágúst 2008 og bárust alls tvö tilboð í verkið:

Nesey ehf.                     kr. 13.995.000

Klæðning ehf.                kr. 10.205.000

Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á kr. 9.408.500.

Oddvita/sveitarstjóra ásamt sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs falið að vinna að skoðun tilboða og ganga til samninga við verktaka ef allar forsendur standast af hálfu tilboðsgjafa og kröfur verkkaupa gagnvart verkinu og tilboðsgjöfum.  Jafnframt samþykkir byggðaráð að farið verði í viðræður við Vegagerðina um annan áfanga framkvæmda við Bjarkarbraut, Reykholti.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.          Umsókn um íbúð fyrir aldraða, dags. 12. júlí 2008.

Lögð fram umsókn frá Stíg Sæland og Kristínu Jóhannesdóttur Arndal, þar sem sótt er um leiguíbúð fyrir aldraða í Reykholti.  Ekki er nein íbúð laus til ráðstöfunar eins og stendur og ein eldri umsókn fyrirliggjandi í biðstöðu.  Byggðaráð veitir sveitarstjóra heimild til að leigja umsækjendum íbúð fyrir aldraða þegar slík íbúð losnar að því gefnu að umsækjendur uppfylli þau skilyrði sem sett eru til úthlutunar.

 

5.2.          Tölvuskeyti frá BÍKR, dags. 8. júlí 2008.

Lagt fram tölvuskeyti frá BÍKR þar sem óskað er eftir því að núverandi Gjábakkavegur verði m.a. nýttur sem keppnis- og æfingasvæði fyrir akstursíþróttir.  Skv. gildandi aðalskipulagi Laugardalshrepps og Þingvallasveitar er gert ráð fyrir að umræddur vegur verði göngu- og reiðleið eftir að nýr Lyngdalsheiðarvegur verður tekinn í notkun.

Byggðaráð samþykkir að gamli Gjábakkavegurinn eða aðrir aflagðir vegir verði ekki nýttir fyrir annað en það sem aðalskipulag gerir ráð fyrir.

 

5.3.          Bréf umhverfisnefndar Alþingis, dags. 4. júlí 2008; ósk um umsagnir.

Lögð fram drög að nefndarálitum um; frumvarp til skipulagslaga, frumvarp til laga um mannvirki og frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir.

 

Fyrirliggjandi nefndarálit um frumvarp til skipulagslaga tekur einungis að litlu leyti til þeirra athugasemda sem sveitarstjórn Bláskógabyggðar sendi frá sér í apríl s.l.   Kemur fram í nefndarálitinu að þau atriði frumvarpsins sem sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerði athugasemdir við verði að ræða betur og ná meiri sátt um.  Þess vegna sé ekki tekið á þeim þáttum frumvarpsins í þessu áliti.  Byggðaráð, f.h. sveitarstjórnar, vísar til fyrri athugasemda við umrætt frumvarp og er sveitarstjórn jaframt reiðubúin til frekari viðræðna um þau atriði. Byggðaráð vill ítreka afstöðu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, sem send var umhverfisnefnd Alþingis þann 9. apríl 2008, en þær eru það alvarlegar og djúpstæðar að sveitarstjórn Bláskógabyggðar getur ekki annað en hafnað alfarið framkomnu frumvarpi að óbreyttu.

 

Hvað varðar fyrirliggjandi nefndarálit um frumvarp til laga um mannvirki, þá hefur verið komið til móts við athugasemdir sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að verulegu leyti, og lýsir byggðaráð Bláskógabyggðar yfir ánægju sinni með þá afstöðu umhverfisnefndar Alþingis.  Þó er athugasemdum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar við 4. kafla frumvarpsins ekki að fullu svarað.  Þær athugasemdir varða hlutverk Byggingarstofnunar við eftirlit byggingarfulltrúa og þar af leiðandi bein inngrip í stjórnsýslu sveitarfélaga.   Vill byggðaráð Bláskógabyggðar ítreka þessar athugsemdir sínar sem sendar voru umhverfisnefnd Alþingis þann 9. apríl 2008.

 

5.4.          Tölvuskeyti frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála, dags. 9. júlí 2008; endurupptaka úrskurðar í máli nr. 145/2007.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir að óska eftir umsögn embættis byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

 

5.5.          Greinargerð frá FORUM lögmönum, dags. 9. júlí 2008.

Vísað er til liðar 5.11. í fundargerð 80. fundar byggðaráðs dags. 9. júlí 2008, þar sem samþykkt var að óska eftir umsögn lögmanns vegna úrskurðar samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 5/2008.

 

5.6.          Umsögn um lögbýlisskráningu Einiholts 2, Biskupstungum.

Lögð fram beiðni Trausta Kristjánssonar, kt. 170836-7669, og Kristínar Ernu Hólmgeirsdóttur, kt. 100847-4509, um umsögn vegna stofnunar lögbýlis á jörðinni Einiholt 2, Biskupstungum. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við stofnun umrædds lögbýlis.

 

5.7.          Styrkumsókn frá ferðafélagi slökkviliðsmanna.

Byggðaráð leggur til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 50.000 til þessa viðburðar.

 

5.8.          Bréf Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 25. júlí 2008; félagsfundarboð 16. sept. 2008.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við kaup Sorpstöðvar Suðurlands á hlutafé í Förgun ehf svo framarlega að umrædd kaup verði fjármögnuð af Sorpstöð Suðurlands og hafi ekki í för með sér aukin útgjöld frá sveitarfélaginu.

 

5.9.          Tölvuskeyti frá Vin Þorsteinsdóttur 5. ágúst 2008; úrræði við hegðunarvanda.

Byggðaráð sér sig ekki fært að verða við erindinu.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.          Bréf Skipulagsstofnunar dags. 3. júlí 2008.

6.2.          Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 3. júlí 2008; Þingvellir.

6.3.          Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 16. júlí 2008; Kjarnholt 1.

6.4.          Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 8. júlí 2008; niðurfærsla eigin fjár.

6.5.          Bréf Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 15. júlí 2008; áfangaskýrsla um mat á breytingum á nýskipan lögreglu.

6.6.          Kaupsamningur og afsal fyrir bílskúr í Kistuholti 3, Reykholti.

6.7.          Bréf Fiskistofu, dags. 10. júlí 2008.

6.8.          Bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. júlí 2008.

6.9.          Bréf samgönguráðuneytisins / Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 29. júlí 2008; reglur um ráðstöfun aukaframlags til sveitarfélaga 2008.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.