82. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
fimmtudaginn 5. febrúar 2008, kl 15:00
í Fjallasal, Aratungu
Mætt voru:
Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson. Einnig var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti lagði fram tillögu að breytingu á dagskrá, að inn komi nýr liður 8.2. Samþykkt samhljóða.
Kjartan lagði fram tillögu að breytingu á dagskrá, að inn komi nýr liður 8.3. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir byggðaráðs til staðfestingar:
1.1. Fundargerð 75. fundar byggðaráðs, dags. 29. janúar 2008.
Vegna dagskrárliðar 2.2., 69. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu ásamt afriti af húsaleigusamningi, þá staðfestir sveitarstjórn samhljóða framlagða fundargerð og leigusamning fyrir sitt leyti.
Vegna 5. dagskrárliðar, sem vísað var til afgreiðslu sveitarstjórnar, þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða úthlutanir á eftirfarandi íbúðarlóðum:
Byggingarfélag Laugarvatns ehf (430707-0190)
Traustatún 1, 7, 12 og 14 á Laugarvatni.
Herutún 6 á Laugarvatni.
Kristinn Baldursson (100454-4599) / Hulda G. Ásmundsdóttir (190653-4049)
Traustatún 5 á Laugarvatni.
Sigurður Eiríksson (061156-5189)
Traustatún 3 á Laugarvatni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi úthlutanir á athafnalóðum á Laugarvatni:
Jón Þór Ragnarsson (271249-4549)
Lindarskógur 5a á Laugarvatni.
Jafnframt skilar Jón Þór til baka athafnalóðinni Lindarskógur 9 á Laugarvatni og verður hún auglýst laus til umsóknar.
Byggingarfélag Laugarvatns ehf (430707-0190)
Lindarskógur 5b á Laugarvatni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi úthlutanir á garðyrkjulóðum í Laugarási:
Vernharður Gunnarsson (260451-7319)
Langholtsvegur 2 og 4 í Laugarási.
Vegna 9. dagskrárliðar, samþykkir sveitarstjórn að komi eigandi/umráðamaður hunds með staðfestingu fyrir tryggingu hunds verður veittur 10% afsláttur af gjaldskrá.
Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til staðfestingar:
2.1. 1. fundur Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa, dags. 29. janúar 2008.
Staðfest samhljóða.
2.2. 24. fundur oddvita uppsveita Árnessýslu, dags 30. janúar 2008.
Staðfest samhljóða.
2.3. 45. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, dags 30. janúar 2008.
Vegna 10. dagskrárliðar samþykkir sveitarstjórn að endurskoða skilmála í deiliskipulagi íbúðarhúsahverfis á Menntaskólatúni, Laugarvatni m.t.t. lágmarksstærðar íbúðarhúsa. Sveitarstjórn óskar eftir því við skipulagsnefnd að hún endurskoði nýtingarhlutfall lóða í Túnahverfi og geri tillögu til sveitarstjórnar.
Að öðru leyti er fundargerðin staðfest samhljóða.
- 3ja-ára áætlun Bláskógabyggðar 2009 – 2011 (fyrri umræða)
Sveitarstjóri kynnti framlögð drög að 3ja ára áætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2009 – 2011. Tillögunni vísað til annarrar umræðu.
- Skipulagsmál:
4.1. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012 – Skálholt.
Málinu frestað.
- Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
- Dagvistargjöld leikskóla.
Vísað er til afgreiðslu byggðaráðs á 75. fundi, 7. dagskrárliðar. Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu að gjaldskrá fyrir dagvistargjöld leikskóla, en samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir 14% lækkun á grunngjaldi auk þess að afsláttarflokkar lækka um 100 til 200 %. Breytingin taki gildi frá 1. janúar 2008:
Dagvistargjald:
4 tíma vistun 10.400
5 tíma vistun 13.000
6 tíma vistun 15.600
8 tíma vistun 20.800
9 tíma vistun 23.400
Hressing og fæði:
Hressing morgun / síðdegis 1.235
Fæði hádegi 4.950
Afslættir:
Systkinaafsláttur m/2. barni 50%
Systkinaafsláttur m/3. barni 75%
Námsmannaafsláttur (annað foreldra í námi) 50%
Námsmannaafsláttur (báðir foreldrar í námi) 75%
Einstæðir foreldrar 50%
Öryrkjar (75% eða meira) 50%
Lagt er til að niðurgreiðslur vegna dagvistargjalda til dagmæðra verði kr. 30.000 á mánuði, miðað við heilsdags vistun.
T-listi leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Að við tillögu oddvita bætist 4 klukkustunda á dag gjaldfrjáls leikskóli elsta árgangs eða allt að 50% nýtingahlutfall.
Greidd voru atkvæði um tillöguna og tillagan var felld með fjórum atkvæðum (MI, ÞÞ, SLE,SS) og þrír greiddu með (JS, DK og KL).
Tillaga oddvita lögð fram og samþykkt samhljóða.
- Barnakórastarf Hilmars Arnar Agnarssonar í Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Lagðir fram listar með undirskriftum 187 fullorðinna einstaklinga sem lýsa ánægju sinni og fullum stuðningi við kórastarf Hilmars Arnar Agnarssonar með börnum og fullorðnum og bera fram þá ósk að fá að njóta starfskrafta hans áfram í sveitarfélaginu. Með undirskriftum sínum óska þau eftir því að sveitarstjórn Bláskógabyggðar og skólayfirvöld stuðli áfram að blómlegu barnakórastarfi Hilmars Arnar í Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir því yfir að hún vill áfram leggja sitt af mörkum til að stuðla að blómlegu barnakórastarfi í Grunnskóla Bláskógabyggðar.
- Innsend bréf og erindi:
8.1. Bréf frá Ragnheiði Bragadóttur dags. 30. janúar 2008.
Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um landskipti og lausn úr landbúnaðarrnotum á landspildu úr landi Vatnsleysu 2, Biskupstungum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umrædd landskipti og lausn úr landbúnaðarnotum.
8.2. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 31. janúar 2008; Lyngdalsheiðarvegur.
Óskað er eftir samþykki Bláskógabyggðar vegna framkvæmda við Lyngdalsheiðarveg, á landsvæði sem er í eigu sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að heimila umræddar framkvæmdir á landi í eigu sveitarfélagsins.
8.3. Bréf frá Iðnaðarráðuneyti, dags 20. nóvember 2007; Þriggja fasa rafmagn.
Farið yfir forgangslista vegna þrífösunar rafmagns í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.