82. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. ágúst 2008 kl. 15:00.

 

Mættir: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og  Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 

Formaður lagði fram tillögu að breytingu á dagskrá, að inn komi liður 3.5.  Samþykkt

samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.          Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 22. ágúst 2008.

Samþykkt samhljóða.

1.2.          Fundargerð 8. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 11. júlí 2008.

Samþykkt samhljóða.

1.3.          Fundargerð 9. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 31. júlí 2008.

Samþykkt samhljóða.

1.4.          Fundargerð 10. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 19. ágúst 2008.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

         2.1.          106. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.2.          415. fundur stjórnar SASS.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

3.1.          Bréf  Kvenfélags Biskupstungna; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Kvenfélags Biskupstungna þar sem óskað er eftir fjárstyrk á móti rútukostnaði ferðar félags eldriborgara.  Byggðaráð samþykkir að greiða styrk á móti rútukostnaði.

3.2.          Bréf Andra F. Hilmarssonar; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Andra F. Hilmarssonar, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til greiðslu námskostnaðar í Svíþjóð.

Byggðaráð sér sig ekki fært að verða við þessari beiðni um fjárstyrk.

3.3.          Tölvuskeyti Bryndísar Kristjánsdóttur, dags. 5. ágúst 2008; umsókn um leiguhúsnæði.

Lagt fram tölvuskeyti frá Bryndísi Kristjánsdóttur þar sem sótt er um húsnæði til leigu.  Einnig lagt fram bréf frá félagsþjónustu í uppsveitum Árnessýslu og Flóa. Byggðaráð felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara varðandi mögulegar lausnir í húsnæðismálum hennar.

3.4.          Tölvuskeyti Auðuns Árnasonar dags. 18. ágúst 2008; styrkbeiðni vegna söngnáms Daníels Auðunssonar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að styrkja söngnám Daníels Auðunssonar hjá Söngskólanum í Reykjavík, með tilvísun til samþykktra úthlutunarreglna vegna styrkveitinga til listnáms.  Styrkurinn greiðir að hámarki helming námskostnaðar vegna söngnáms Daníels skólaárið 2008-2009.

3.5.          Bréf Félags eldriborgara í Biskupstungum; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Félgs eldriborgara þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð

  1. 60.000 vegna leiðbeinenda í leikfimi í íþróttahúsinu í Reykholti veturinn

2007 – 2008. Byggðaráð samþykkir að veita Félagi eldriborgara styrk að

upphæð kr. 60.000.

 

  1. Efni til kynningar:

4.1.          Bréf Menntamálaráðuneytisins, dags. 13. ágúst 2008; þjóðgarðurinn Þingvöllum.

4.2.          Bréf Umhverfisráðuneytisins, dags. 14. ágúst 2008; verndun Þingvallavatns.

4.3.          Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. ágúst 2008; Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga 2009.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10.