83. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 4. mars 2008, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.       Fundargerð 76. fundar byggðaráðs, dags. 26. febrúar 2008.
Á fundi oddvitanefndar 13. feb s.l. samþykkti nefndin að sameina byggingarnefnd og skipulagsnefnd. T- listinn hafnar samþykkt oddvitanefndarinnar enda er allt skipulagsvald fært til oddvitanna með sameiningu nefndanna. T-listinn leggur til að ný sameiginleg nefnd verði skipuð 7-10 fulltrúum.

Greidd voru atkvæði um tillöguna og tillagan var felld með fjórum atkvæðum (MI, ÞÞ, SLE,SS) og þrír greiddu atkvæði með (JS, DK og KL).

 

Drífa leggur til að rekstrarnefnd Aratungu fái tillögu um gjaldskrá fyrir Aratungu til umsagnar og afgreiðslu áður en sveitarstjórn tekur tillögurnar til afgreiðslu.

Greidd voru atkvæði um tillöguna og tillagan var felld með fjórum atkvæðum (MI, ÞÞ, SLE,SS) og þrír greiddu atkvæði með (JS, DK og KL).

 

Bókun Drífu.

Drífa hafnar tillögum sem fyrir liggja um gjaldskrá fyrir afnot Aratungu og gerir alvarlegar athugasemdir ef meirihlutinn samþykkir tillögurnar nú. Samkvæmt eigendasamningi eiga slíkar tillögur að koma frá rekstrarnefnd Aratungu en nefndin hefur hvorki fengi tillögurnar til umsagnar né afgreiðslu.

           

                Bókun Þ- lista.

Þ-listinn vill benda á að Rekstrarnefnd Aratungu hefur verið lögð niður og byggðaráð tekið yfir verkefni nefndarinnar. Byggðaráð hefur fjallað um nýja gjaldskrá Aratungu á fundum sínum 29. janúar 2008 og 26. febrúar 2008 auk þess sem haldinn hefur verið kynningarfundur með fulltrúum Ungmennafélags og Kvenfélags Biskupstungna sem eru meðeigendur sveitarfélagsins að félagsheimilinu Aratungu. Ný gjaldskrá mun ekki hafa nein áhrif á starfsemi þessara félaga svo og annarra félagasamtaka í Bláskógabyggð sem vilja nýta sér aðstöðuna í félagsheimilinu.

 

Bókun Kjartans.

Kjartan ítrekar að byggðaráð sat ekki kynningarfund með fulltrúum Ungmennafélags og Kvenfélags Biskupstungna.

 

Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.       1. fundur Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa, dags. 29. janúar 2008.
Samþykkt samhljóða.

2.2.         4. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar, dags. 21. febrúar 2008.

Drífa bendir á að í bréfi sínu til fræðslunefndar, óskar Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri Barnaskóla Biskupstungna eftir að fá svar við erindi sínu. Ekki kemur fram í fundargerð fræðslunefndar hvernig fræðslunefnd hyggst svara Hilmari Erni. Það virðist ekki hafa verið rætt. Drífa óskar eftir að það verði tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar og niðurstaðan kynnt sveitarstjórn eftir mánuð.

 

Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

3.1.       751. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. febrúar 2008.

3.2.       155. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 19. febrúar 2008.

 

 1. 3ja-ára áætlun Bláskógabyggðar 2009 – 2011 (síðari umræða)

         Sveitarstjóri gerði grein fyrir framlagðri 3ja ára áætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2009 – 2011 og svaraði framkomnum fyrirspurnum.

Helstu lykiltölur áætlunar fyrir samstæðureikning eru í þúsundum króna:

 

                                                           2009                     2010                 2011

Tekjur                                             704.807             732.763             761.454

Gjöld                                               615.815             641.513             664.752

Rekstrarniðurstaða                       55.963               61.668                68.296

Eignir                                              815.727             848.215              889.975

Skuldir                                            495.962             466.782             440.246

Eigið fé                                           319.765             381.433             449.729

Fjárfestingar (nettó)                      40.000                70.000               70.000

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða 3ja ára áætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2009 – 2011.

 

 1. Afskrift útistandandi krafna.

Lagðar fram beiðnir frá sviðstjóra stjórnsýslusviðs Bláskógabyggðar um afskrift á gömlum kröfum sem ekki hefur tekist að innheimta og eru fyrndar.

Um er að ræða kröfur vegna:

Veitinga í Aratungu                                                     kr.           24.400

Uppsveitablaðið                                                           kr.          105.825

Sorphirðugjöld                                                              kr.          154.093

Fasteignagjöld                                                             kr.          969.951

Afréttarhús                                                                    kr.          321.195

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að afskrifa umræddar kröfur.

 

 

 

 1. Samþykktir og gjaldskrár:

6.1.        Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Bláskógabyggð.
Einnig lögð fram staðfesting frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, þar sem staðfest er samþykki eftirlitsins á umræddri samþykkt.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða samþykkt og felur sveitarstjóra að auglýsa hana í B-deild stjórnartíðinda.

6.2.        Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð.
Einnig lögð fram staðfesting frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, þar sem staðfest er samþykki eftirlitsins á umræddri gjaldskrá.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og felur sveitarstjóra að auglýsa hana í B-deild stjórnartíðinda.

 

6.3.        Gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð.
Einnig lögð fram staðfesting frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, þar sem staðfest er samþykki eftirlitsins á umræddri gjaldskrá. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og felur sveitarstjóra að auglýsa hana í B-deild stjórnartíðinda.

 

Bókun T-lista.

T-listinn gerir að tillögu sinni að árleg hreinsun hunda sé innifalin í hundaeftirlitsgjaldi.

Greidd voru atkvæði um tillöguna og tillagan var felld með fjórum atkvæðum (MI, ÞÞ, SLE,SS) og þrír greiddu atkvæði með (JS, DK og KL).

 

Bókun Þ-lista

Þ-listinn bendir á: Verði framkomin tillaga T-listans samþykkt þá leiðir það til hækkunar á gjaldskrá á hundahaldi í Bláskógabyggð þar sem verið væri að breyta forsendum núverandi gjaldskrár. Þ-listinn hafnar því framkominni tillögu T-listans og bendir jafnframt á að einungis er einn mánuður síðan núverandi gjaldskrá var samþykkt samhljóða af sveitarstjórn, þann 5. febrúar sl.

 

Bókun T-lista.

T-lisinn áréttar að á síðasta fundi sveitarstjórnar var tillaga um hreinsun hunda lögð  fram en hafi ekki verið bókuð.  T-listinn sér ekki ástæðu til að breyta gjaldskránni þótt hreinsun hunda sé innifalin.

 

Greidd voru atkvæði um gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð og tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum (MI, ÞÞ, SLE,SS) og þrír sátu hjá (JS, DK og KL).

 

 1. Reglugerð Bláskógaveitu ( fyrri umræða ).

Lögð fram til fyrri umræðu drög að reglugerð fyrir Bláskógaveitu.  Umrædd reglugerð tekur til alls starfssvæðis Bláskógaveitu.  Umræður urðu um framlagða reglugerð og svaraði Margeir framkomnum spurningum.  Reglugerðinni vísað til annarrar umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

 

 1. Trúnaðarmál.

          Fært í trúnaðarmálabók.

 

 1. Samgönguáætlun:

 

Sveitarstjórn fagnar því að Bræðratunguvegur/Hvítárbrú eru komin á útboðsáætlun 2008 og óskar eftir samstarfi við Vegagerðina við undirbúning vegna Reykjavegar.

 

 

 1. Boð til sveitarstjórnar vegna ýmissa atburða.

           Bókun T-lista.

T-listinn minnir á að öll boð um fundi, samkomur, og hátíðir sem send eru oddvita og sveitarstjóra séu áframsend til allra kjörinna fulltrúa sveitarstjórnar.   

 

 1. Tilrauna- og þróunarverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga á grunnskólastarfi.

Drífa óskaði eftir upplýsingum um stöðu á tilraunaverkefninu sem Samband ísl. sveitarfélaga hafði forgöngu um og að fá upplýsingar um samanburð sem gerður var á Grunnskóla Bláskógabyggðar við aðra skóla annarra sveitarfélaga 2007.

 

 1. Umhverfismál; gámasvæðið á Laugarvatni.

 

T- listinn leggur til að sveitarstjórn samþykki að taka á umhverfismálum á Laugarvatni og áhersla verði lögð á gámasvæðið og næsta nágrenni þess.  

Greidd voru atkvæði um tillöguna og tillagan var felld með fjórum atkvæðum (MI, ÞÞ, SLE,SS) og þrír greiddu  atkvæði með (JS, DK og KL).

 

Bókun Þ-lista

Þ-listinn bendir á að á síðasta ári fór af stað átak í umhverfismálum í Bláskógabyggð þar sem m.a. er gert ráð fyrir að tekið verði á gámasvæðinu á Laugarvatni og aðliggjandi svæðum.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

13.1.      Sorpstöð Suðurlands, dags. 26. febrúar 2008;  sameiginlegt útboð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í sameiginlegu útboði á söfnun pappírs og umbúðaúrgangs, að því gefnu að sambærileg þjónusta verði í öllu sveitarfélaginu.  Sviðstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs falið að taka saman upplýsingar sem óskað er eftir, er varðar fjölda tunna / heimila svo og grendargáma og staðstetningu þeirra, og senda umræddar upplýsingar til Sorpstöðvar Suðurlands.

13.2.      Alþingi, dags. 26. febrúar 2008; umsögn um frumvörp til laga.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leita eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa Uppsveita Árnessýslu um framlögð frumvörp.  Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna tillögu að umsögn sem lögð verði fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

 

 1. Efni til kynningar:

14.1      Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um frístundabyggð.

14.2.     Ályktun Umferðaráðs um merkingar vegavinnusvæða.

14.3.     Afrit af bréfi sveitarstjóra til samgönguráðuneytisins vegna kvörtunar Sigurðar Sigurðssonar.

14.4.     Staðardagskrá 21, dags. 25. febrúar 2008.

14.5.     Skipulagsstofnun, dags. 22. febrúar 2008, ákvörðun um matskyldu virkjunar í Brúará.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:25.