83. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 30. september 2008 kl. 15:00.

 

Mættir: Margeir Ingólfsson, Þórarinn Þorfinnsson í fjarveru Snæbjörns Sigurðssonar, Jóhannes Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Margeir Ingólfsson lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi tveir nýir liðir 1.8 og 1.9.  Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 19. september 2008.
Staðfest samhljóða.

1.2.       Fundargerð 1. verkfundur Menntaskólatúns.
Staðfest samhljóða.

1.3.       Fundargerð 2. verkfundur Menntaskólatúns.
Staðfest samhljóða.

1.4.       Fundargerð 3. verkfundur Menntaskólatúns.
Staðfest samhljóða.

1.5.       Fundargerð 4. verkfundur Menntaskólatúns.
Staðfest samhljóða.

1.6.       Fundargerð 8. verkfundur Menntaskólatúns.
Staðfest samhljóða.

1.7.       Fundargerð 105. fundar félagsmálanefndar, dags. 2. september 2008.
Staðfest samhljóða.

1.8.       Fundargerð 31. fundar veitustjórnar Bláskógaveitu, dags. 29. september 2008.
Staðfest samhljóða.

1.9.       Fundargerð 7. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar, dags. 29. sept. 2008.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       107. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.2.       416. fundur stjórnar SASS.

2.3.       278. fundur stjórnar AÞS.

2.4.       160. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.5.       145. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008.

Sveitarstjóri fór yfir stöðu sveitarsjóðs, eins og hún liggja fyrir í dag.  Forsendur lagðar fram til umræðu sem undirbúningur fyrir framlagningu breytingartillögu hjá sveitarstjórn  í næstu viku.

 

  1. Félagsaðstaða á neðri hæð Dalbrautar 12, Laugarvatni.

4.1.        Húsreglur.
Lögð fram drög að húsreglum vegna neðri hæðar Dalbrautar 12 á Laugarvatni.  Um er að ræða félags- og fundaraðstöðu sbr. bókun sveitarstjórnar, liður 10.1 á 86. fundi sveitarstjórar Bláskógabyggðar.  Byggðaráð samþykkir framlagðar tillögur að húsreglum vegna nýtingar og útleigu húsnæðisins.

4.2.        Gjaldskrá.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá og forsendur hennar vegna útleigu á félags- og fundaraðstöðu í neðri hæð Dalbrautar 12.  Byggðaráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá.

4.3.        Samningar vegna nýtingar félagsaðstöðunnar.
Lögð fram drög að samningi við UMFL vegna félags- og fundaraðstöðu að Dalbraut 12, sbr. bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á 86. fundi, lið 10.1.  Byggðaráð samþykkir samhljóða fram lagðan samning og felur sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

Lögð fram drög að samningi við Ann-Helen Odberg vegna útleigu á hluta félagsaðstöðunnar að Dalbraut 12, en hún er að undirbúa stofnun fyrirtækis HÚFA (hreyfing-útivera-fræðsla-afþreying) sem miðar að umsjón og þróun fræðilega og fræðandi skipulagðrar heilsuafþreyingar með áherslu á almenna heilsueflingu, útiveru, vellíðan og bætt lífsgæði. Byggðaráð samþykkir samhljóða fram lagðan samning og felur sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.        Tölvuskeyti frá UMFL, dags. 14. september 2008; viðhafnarrit UMFL.
Lagt fram tölvuskeyti frá UMFL, þar sem boðið er birting auglýsingar eða afmæliskveðju í viðhafnarriti sem gefið er út af tilefni 100 ára afmælis UMFL.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að birta afmæliskveðju frá Bláskógabyggð í viðhafnarriti UMFL.

5.2.        Bréf frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga, dags. 28. ágúst 2008; málefni innflytjenda.
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir umsögn um tillögur að stefnumótun í málefnum innflytjenda.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við framlagðar tillögur.

5.3.         Bréf frá Strætó bs dags. 17. september 2008; nemakort.
Lagt fram bréf frá Strætó bs, þar sem sveitarfélögum á landsbyggðinni er boðið að kaupa nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Byggðaráð Bláskógabyggðar undrast á því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skuli mismuna nemendum sem sækja skóla á höfuðborgarsvæðinu með því að veita þeim ekki gjaldfrjálsan aðgang að Strætó.  Rétt er að benda á, að mörg þeirra sveitarfélaga á landsbyggðinni sem reka strætisvagna bjóða gjaldfrjálsa þjónustu og skiptir þá ekki máli hvar þeir sem þjónustunnar njóta eiga lögheimili.

Stærstu menntastofnanir landsins eru staðsettar í höfuðborginni og draga þannig til sín nemendur af öllu landinu.  Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hagnast gríðarlega á því að unga fólkið skuli stunda þar nám,  bæði fjárhagslega og ekki síður vegna þess mannauðs sem í hópnum er falinn.  Það er hagur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að allar helstu ríkisreknu menntastofnanir landsins skuli vera staðsettar þar og þarf ekki að fjölyrða um þau áhrif sem slíkt hefur bæði á höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina.   Það hlýtur að vera réttmæt ábending að minna á skyldur höfuðborgar gagnvart íbúum landsins sem kristallast í þessu máli.  Byggðaráð beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu að þau endurskoði ákvörðun sína og veiti öllum nemendum landsins, óháð lögheimili, gjaldfrjálsan aðgang að Strætó.

5.4.        Bréf Hafsteins Pálssonar og Jóhönnu K. Guðmundsdóttur, dags. 14. september 2008; umsögn um stofnun lögbýlis.
Lagt fram bréf Hafsteins Pálssonar og Jóhönnu K. Guðmundsdóttur, þar sem óskað er eftir afstöðu til stofnunar nýs lögbýlis.  Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við stofnun lögbýlis úr landi Kjaranstaða, en landstærð lögbýlisins er 225 ha.  Jafnframt liggur frammi jákvæð umsögn Búnaðarsambands Suðurlands.

5.5.        Bréf frá Glóðarseli ehf, dags. 5. september 2008; uppsögn samnings.
Lagt fram bréf Glóðarsels þar sem samningi milli Bláskógabyggðar og Glóðarsels, dags. 15. maí 2006 er sagt upp, skv. ákvæðum samningsins.

5.6.        Bréf Háskólafélags Suðurlands, dags. 5. september 2008; minjavörður Suðurlands.
Lagt fram bréf Háskólafélag Suðurlands, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélaga á Suðurlandi við að koma stöðu minjavarðar í landsfjórðungnum. Með tilvísun til fyrri samþykkta s.s. aðalfundar SASS þá lýsir byggðaráð Bláskógabyggðar yfir eindregnum stuðningi við að staða minjavarðar Suðurlands verði að veruleika og komið á.

5.7.       Bréf Lionsklúbbsins Geysis, dags. 2. september 2008; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf frá Lionsklúbbnum Geysi, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til að standa straum af húsaleigu í Aratungu vegna hagyrðingakvölds, sem haldið verður 18. október 2008.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita Lionsklúbbnum Geysi styrk á móti húsaleigu Aratungu.

5.8.        Bréf ljósmyndaklúbbsins Bliks, móttekið 25. september 2008; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf frá ljósmyndaklúbbnum Blik, þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna uppsetningar á heimasíðu.

Byggðaráð Bláskógabyggðar sér sig ekki fært að verða við erindinu.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.       Bréf Þórðar Skúlasonar, dags. 1. september 2008; kveðjur til sveitarstjórnarmanna.

6.2.       Tilkynning um stofnun félags eigenda frístundalóða/-húsa á efra svæði í landi Fells.

6.3.       Bréf frá SASS, dags. 16. september 2008; þjónusta við innflytjendur.

6.4.       Bréf frá SASS, dags. 16. september 2008; tilkynning um ársþing SASS.

6.5.       Bréf frá dóms- og kirkjumálaráðherra, dags. 9. september 2008; almannavarnir.

6.6.       Bréf frá Brunamálastofnun, dags. 23. september 2008; brunavarnaráætlun.

6.7.       Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands; ársfundur HSu 2008.

6.8.       Bréf frá samgönguráðuneytinu, dags. 22. september 2008;  ársfundur Jöfnunarsjóðs.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45.