84. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 27. mars 2008, kl 16:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Lyngdalsheiðarvegar.

Gögn sem lögð eru fram við afgreiðslu erindisins:

  1. a) Umsókn Vegagerðarinnar, dags. 8. október 2007, ásamt afstöðumynd.
  2. b) Afgreiðsla byggðaráðs Bláskógabyggðar dags. 30. október 2007 og staðfesting sveitarstjórnar á afgreiðslu byggðaráðs dags. 14. nóvember 2007.
  3. c) Afgreiðsla skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 18. mars 2008.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Lyngdalsheiðarvegar, sbr. bókun nefndarinnar dags. 18. mars 2008.  Jafnframt felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að sjá um útgáfu framkvæmdaleyfis og úrvinnslu þeirra verkþátta sem því fylgir.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.