84. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 4. nóvember 2008 kl. 15:20.

 

Mættir: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi tveir nýir liðir 1.3 og 1.4.  Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       Fundargerð 6. fundar skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 24. október 2008.
Staðfest samhljóða.

1.2.       Fundargerð 106. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 7. október 2008.
Staðfest samhljóða.

1.3.       Fundargerð 9. verkfundar Menntaskólatúns.
Staðfest samhljóða.

1.4.       Fundargerð 1. verkfundar vegna gatnagerðar í Bjarkarbraut, Reykholti.

Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       417. fundur stjórnar SASS.

2.2.       418. fundur stjórnar SASS.

2.3.       279. fundur stjórnar AÞS.

2.4.       112. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.5.       113. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.6.       161. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.7.       Fundargerð aukaaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 16. september 2008.

2.8.       162. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.9.       163. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.10.     108. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.11.     109. fundur stjórnar skólaskrifstofu Suðurlands.

2.12.     8. fundur inntökuráðs Gaulverjaskóla.

2.13.     757. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.14.     229. fundur Launanefndar sveitarfélaga.

 

  1. Tillaga um framkvæmd sorphirðu í Bláskógabyggð ásamt greinargerð.

Halldór Karl Hermannsson, forstöðumaður framkvæmda- og þjónustusviðs, kom inn á fund undir þessum lið dagskrárinnar.

Lögð fram tillaga að sorphirðu Bláskógabyggðar, ásamt greinargerð, sem unnin hefur verið af forstöðumanni þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar.  Umræður urðu um framlagða tillögu og leggur byggðaráð samhljóða til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.  Jafnframt samþykkir byggðaráð að útboðsgögn verði unnin eftir fyrirliggjandi tillögu og að þau verði lögð fyrir sveitarstjórn á næsta fundi til samþykktar.  Halldór Karl vék af fundi.

 

 

  1. Tillaga að aðalskipulagi Grímsnes og Grafnings 2008-2020.

Lagt fram bréf frá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 13. október 2008, þar sem kynnt er tillaga að aðalskipulagi Grímsnes og Grafnings 2008 – 2020, sbr. 17. gr. 2. mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu að aðalskipulagi Grímsnes og Grafnings 2008 – 2020.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.       Tilboð Jóns Karls Snorrasonar; loftmyndir af þéttbýliskjörnum Bláskógabyggðar.

Lagt fram tilboð Jóns Karls Snorrasonar, þar sem loftmyndir af þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins eru boðnar til kaups.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2009.

 

5.2.       Bréf UMFL, dags 1. október 2008; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf U.M.F. Laugdæla, dags. 1. október 2008, þar sem óskað er eftir styrk til félagsins vegna körfuknattleiksliðsins sem vann sig upp í 1. deild karla á síðasta keppnistímabili.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2009.

 

5.3.       Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 21. október 2008; leyfisumsókn v/ veitingastaðar.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 21. október 2008, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Steinku Bjarna ehf. um rekstur veitingastaðar í flokki III í Kaffi Kletti í Reykholti.

Um er að ræða umsókn um leyfi fyrir sambærilegan rekstur og verið hefur í Kaffi Kletti á undanförnum árum, þ.e. veitingahús í flokki III með opnunar- og veitingartíma til kl. 01:00 alla daga, þó til kl. 03:00 aðfaranótt laugardags og sunnudags auk almenns frídags.

Staðsetning Kaffi Kletts er á svæði sem er m.a. skipulagt fyrir verslun og þjónustu í Reykholti, og fellur því þessi starfsemi að gildandi skipulagi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar leggur því til að Sýslumaðurinn á Selfossi veiti umsækjanda leyfi til reksturs veitingastaðar í Kaffi Kletti í Reykholti, Bláskógabyggð.

 

5.4.       Beiðni um stofnun lóðar úr landi Brattholts.

Lögð fram beiðni um stofnun lóðar úr landi Brattholts ásamt stofnskjali og afstöðumynd.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við stofnun umræddrar lóðar.

 

5.5.       Erindi Arnar Ólafssonar, móttekið 27. október 2008; styrkur v/barnagæslu.

Lagt fram bréf Arnar Ólafssonar og Margrétar Elínar Egilsdóttur, sem móttekið var þann 27. október 2008.  Í bréfi sínu sækja þau um styrk á móti kostnaði við barnagæslu barns, sem er yngra en 18 mánaða, yfir tímabilið 20. september 2008 til 10. desember 2008.

Með tilvísun í bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 5. febrúar 2008, þar sem samþykkt niðurgreiðsla kostnaðar vegna dagvistargjalda til dagforeldra, er sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.

 

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.       Bréf KSÍ, dags. 24. október 2008.

6.2.       Ársskýrsla félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 2007.

6.3.       Úrskurður úrskurðarnefndar skipulagsmála; stöðuleyfi.

6.4.       Ársreikningur Msj. Biskupstungna 2007

6.5.       Bréf “Dagur íslenskrar tungu” dags. 8. október 2008.

6.6.       Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 17. október 2008; Efra-Apavatn.

6.7.       Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 17. október 2008; Sunnuflatir, Reykjavöllum.

6.8.       Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 20. október 2008; Sóltún.

6.9.       Bréf umhverfisráðuneytisins, dags. 21. október 2008; starfshópur v/utanvegaaksturs.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20.