85. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 8. apríl 2008, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson. Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Oddviti lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýir liðir, 2.2. , 3, 4, 13, lið 15 skipt upp í lið 15 og 16.  Færast aðrir liðir til sem því nemur.  Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Fundargerðir byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.    Fundargerð 77. fundar byggðaráðs, dags. 1. apríl 2008.

Lið 6.1. var vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu, en það var erindi Ásvéla ehf, dags. 7. mars 2008 varðandi útboð á snjómokstri í Bláskógabyggð í október 2007.

Snæbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu liðar 6.1.

Lagt fram drög að svarbréfi vegna erindis Ásvéla ehf.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlögð drög að bréfi og felur sveitarstjóra að senda það.

Kjartan Lárusson lagði fram eftirfarandi bókun:

Kjartan gerir eftirfarandi bókun í sambandi við bréf frá Ásvélum ehf, dags. 6. mars 2008 varðandi útboð á snjómokstri í Bláskógabyggð í okt 2007.  Ég get að sumu leyti tekið undir með bréfritara þegar hann talar um að það er ekki sama hversu afkastamikil tæki eru notuð við snjómokstur. Þannig geti tæki sem er á hærra tímagjaldi verið hagstæðara enda afkastar það meira á tímann. Í athugun minni kemur í ljós að kostnaður við snjómokstur á Laugarvatni í janúar 2008 er rúmlega 15% hærra í ár en í fyrra miðað við mokstursdag. Í fyrra var fast gjald á dag en í ár var unnið á tímagjaldi. Kjartan vill taka fram að snjómokstur í vetur var mjög vel unninn og til fyrirmyndar á öllum þéttbýlisstöðum Bláskógabyggðar.

Fundargerðin staðfest samhljóða að öðru leyti.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.    48. fundur Skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 27. mars 2008.

Afgreiðslu liðar 7 er frestað þar til umsögn og gögn um málið frá skipulagsfulltrúa hefur borist sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

2.2       3. fundur Menningarmálanefndar Bláskógabyggðar dags. 7. apríl 2008

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Viðaukasamningur vegna verksamnings um verkið “Tæming rotþróa” í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð.

Viðaukasamningurinn samþykktur samhljóða.

 

  1. Umsagnir um frumvörp til laga sbr. lið 13.2. í fundargerð 83. fundar sveitarstjórnar:

            4.1.             Frumvarp til skipulagslaga.

Sveitarstjóri lagði fram drög að athugasemdum og skýrði málið.

Sveitarstjórn hafnar alfarið framlögðu frumvarpi til skipulagslaga.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að senda umræddar athugasemdir til nefndarsviðs Alþingis.

4.2.                   Frumvarp til laga um mannvirki.

Sveitarstjóri lagði fram drög að athugsemdum og skýrði málið.

Sveitarstjórn hafnar alfarið framlögðu frumvarpi til mannvirkjalaga.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að senda umræddar athugasemdir til nefndarsviðs Alþingis.

 

  1. Tillaga um að mynda byggðasamlag um embætti Skipulags- og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Lagt fram minnisblað Auðuns Guðjónssonar og Sesselju Árnadóttur endurskoðanda KPMG.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að stofnað verði byggðasamlag um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

 

  1. Breyting á samþykktum Bláskógabyggðar í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá
  2.   mars 2008 þar sem samþykkt var að sameina skipulags- og byggingarnefndina.

          (Fyrri umræða)

Lögð fram tillaga að breytingu á samþykktum Bláskógabyggðar um stjórn og fundarsköp nr. 583/2002.

  1. grein samþykktanna breytist eftirfarandi:
  2. grein B-hluta verði:

Sameiginleg skipulags- og byggingarnefnd uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.  Sameiginleg skipulags- og byggingarnefnd er með Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi.  Skipa skal einn aðalmann og annan til vara.

 

  1. grein B-hluta falli niður.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til annarrar umræðu í sveitarstjórn.

        

  1. Bréf frá starfsfólki Grunnskóla Bláskógabyggðar dags. 11. mars 2008.

Oddviti kynnti ályktun vegna álagsgreiðslna til starfsmanna Grunnskóla Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnar erindinu og bendir á að Launanefnd sveitarfélaga fer með samningsumboð sveitarfélagsins í kjaramálum umræddra starfsmanna. Jafnframt tekur sveitarstjórn undir ályktun Kennarafélags Suðurlands frá 10. mars s.l. þar sem m.a. sveitarstjórnarfólk er hvatt til þess að standa við bakið á Launanefnd sveitarfélaga þannig að ekki verði fórnað því frábæra starfi sem kennarar á Suðurlandi hafa byggt upp undanfarin ár í samvinnu við sveitarfélögin.

           Tillaga sveitarstjórnar að hafna erindinu samþykkt með 6 atkvæðum (MI, SS,SLE, ÞÞ, SÁA, DK) en 1 sat hjá ( KL).

 

  1.  Skipan í vinnuhóps til endurskoðunar og samræmingar aðalskipulaga sveitarfélagsins, þrír aðalmenn og þrír til vara.

Fyrir hönd Þ-lista eru tilnefndir:

Aðalmenn:            Margeir Ingólfsson, formaður vinnuhóps

Sigrún Lilja Einarsdóttir

 

Varamenn:           Þórarinn Þorfinnsson

Jens Pétur Jóhannsson

Fyrir hönd T-lista eru tilnefndir:

Aðalmaður:           Kjartan Lárusson

Varamaður:          Drífa Kristjánsdóttir

 

  1.   Reglugerð Bláskógaveitu ( síðari umræða ).

Lög fram drög að reglugerð fyrir Bláskógaveitu til síðari umræðu. Gerðar hafa verið smávægilegar orðalagsbreytingar á gr. 3 og 23 eftir samráð við iðnaðarráðuneytið.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða framlagða reglugerð og felur oddvita að koma henni til iðnaðarráðuneytisins til staðfestingar.

 

  1. Tillaga verkefnastjórnar sorpsamlaganna á Suðvesturlandi um framtíðarlausnir í úrgangsmálum.

Afgreiðslu tillögunnar var frestað á 75. fundi byggðaráðs, og er vísað í framlögð gögn frá þeim fundi.

Sveitarstjórn samþykkir bókun Sorpstöðvar Suðurlands frá 20. desember 2007 um tillögu verkefnisstjórnar um framtíðarlausn í úrgangsmálum fram til 2020 og tillögur um nýjan samstarfssamning.

 

  1. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 31. mars 2008.

Snæbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Í bréfi umhverfisráðuneytisins er óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um kæru sem ráðuneytinu hefur borist vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 22. febrúar 2008, um að allt að 6 MW virkjun í Brúará, Bláskógabyggð, skuli háð mati á umhverfisáhrifum, sbr. 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Sveitarstjórn vísar til fyrri afgreiðslu sinnar frá 4. desember 2007, 10. lið.

 

  1. Skipan nýrra fulltrúa Þ-lista og T-lista í fræðslunefnd:

Fræðslunefnd:

Elsa Fjóla Þráinsdóttir fulltrúi Þ-listans hefur óskað eftir lausn frá störfum í fræðslunefnd.  Í hennar stað er skipaður Axel Sæland Sveinsson.

Pálmi Hilmarsson fulltrúi T-listans hefur óskað eftri lausn frá störfum í fræðslunefnd. Í hans stað er skipaður Sigurbjörn Árni Arngrímsson.

 

  1. Deiliskipulagstillögur á Laugarvatni.

           Rætt var um deiliskipulag á Laugarvatni.

 

  1. Fundur sveitarstjórnar með íbúum Bláskógabyggðar.

           T-listinn leggur til að haldinn verði sameiginlegur fundur sveitarstjórnar með íbúum Bláskógabyggðar mánudaginn 5. maí n.k.

Greidd voru atkvæði um tillöguna og tillagan var felld með fjórum atkvæðum (MI, ÞÞ, SLE,SS) og þrír greiddu atkvæði með (SÁA, DK og KL).

 

Bókun Þ-lista:

Þ-listinn telur það ekki þjóna neinum tilgangi að standa í karpi við fulltrúa T-listans á opnum fundi. Vilji listarnir ná til íbúa sveitarfélagsins til þess að kynna sín stefnumál og sínar áherslur við rekstur sveitarfélagsins þá telur Þ-listinn rétt að listarnir geri það hvor fyrir sig og á sínum forsendum.

Bókun T-listans:

Á fundi sveitarstjórnar í nóv s.l. lagði T-listinn til að haldinn yrði sameiginlegur fundur sveitarstjórnar með íbúum Bláskógabyggðar í janúar 2008.  Þ-listinn hafnaði tillögunni en samþykkti að ákvörðun um slíkan fund skyldi tekin í febrúar 2008.  Í millitíðinni eða í janúar 2008 hélt Þ-listinn almennan fund Þ-listans með íbúum.  Á þeim fundi hélt sveitarstjóri langan fyrirlestur um fjárhagsáætlun sveitarstjórnar og fleira er snýr að málefnum sveitarfélagsins.  T-listinn undrast það að Þ-listinn skuli líta á sveitarstjórann sem einkastarfsmann sinn með því að halda listafund þar sem Valtýr er látinn koma fram eins og um kjörinn fulltrúa sé að ræða.  Valtýr er ráðinn starfsmaður Bláskógabyggðar en ekki Þ-listans.

 

  1. Upphaf barnakórastarfs Hilmars Arnars Agnarssonar í Biskupstungum kynning og umræða.

Drífa leggur fram bréf sitt til sveitarstjórnar dags. 7. apríl 2008 og afrit af greinum úr Litla-Bergþóri frá árunum 1992-1995 um Barna-og Kammerkór Biskupstungna.  Í bréfi sínu kynnir  Drífa upphaf starfs Barnakórs Biskupstungna.

 

  1. Stuðningur sveitarstjórnar við barna- og kammerkórastarf.

Drífa gerir það að tillögu sinn að sveitarsjóður greiði Barnakór Biskupstungna styrk að upphæð 80.000.- fyrir vinnuframlag Henríettu Óskar Gunnarsdóttur  í veikindafjarveru Hilmars Arnar, fyrir vinnu hennar með Barna-og Kammerkór Biskupstungna við undirbúning á tónleikum kóranna á föstudaginn langa.

Greidd voru atkvæði um tillöguna og tillagan var felld með þrem atkvæðum (MI, ÞÞ,SS) og tveir greiddu atkvæði með ( DK og KL) en tveir sátu hjá ( SÁA og SLE).

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:50.