85. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 2. desember 2008 kl. 15:00.
Mættir: Margeir Ingólfsson, Þórarinn Þorfinnsson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar, Jóhannes Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
- Fundargerðir til staðfestingar:
1.1. 7. fundur skipulags- og byggingarnefndar, dags. 27. nóvember 2008.
Samþykkt samhljóða.
1.2. 107. Fundur félagsmálanefndar, dags. 4. nóvember 2008.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til kynningar:
2.1. 2. verkfundur gatnagerðar í Reykholti, Bjarkarbraut.
2.2. 758. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2.3. 70. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.
2.4. 3. fundur samtaka minni sveitarfélaga.
2.5. 114. fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands.
2.6. 419. fundur stjórnar SASS.
- Verksamningur um framkvæmdir við hesthúsahverfið á Laugarvatni.
Lagður fram verksamningur um framkvæmdir við hesthúsahverfið á Laugarvatni sem undirritaður var þann 21. nóvember 2008. Alls bárust fjögur tilboð í verkið, auk þess sem einn aðili skilaði inn frávikstilboði. Verksamningur hefur verið gerður við lægstbjóðanda, Hlíðarvélar ehf. að upphæð kr. 1.603.450.
Verksamningurinn var staðfestur samhljóða.
- Innsend bréf og erindi:
4.1. Erindi frá Lögmönnum Suðurlandi þar sem óskað er umsagnar Bláskógabyggðar um skiptingu jarðanna Vatnsleysu 1 og Vatnsleysu 3, Bláskógabyggð.
Byggðaráð gerir enga athugasemd um skiptingu jarðanna og samþykkir gjörninginn fyrir sitt leyti.
4.2. Erindi frá Lögmönnum Suðurlandi þar sem tilkynnt er um skiptingu jarðarinnar Kjarnholt 1.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við skiptingu jarðanna og samþykkir gjörninginn fyrir sitt leyti.
4.3. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 21. nóvember 2008 varðandi deiliskipulag frístundabyggðarinnar Skógarhlíð úr landi Efra-Apavatns, Bláskógabyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessu máli til úrvinnslu hjá skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Jafnframt óskar byggðaráð eftir því að hámarksstærð aukahúsa verði skilgreind í samræmi við fyrri samþykkt skipulagsnefndar, þ.e. að hámarki 30m2, þegar skipulagið verður sent til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
4.4. Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni dags. 18. nóvember 2008 þar sem óskað er eftir frekari fjárstuðningi en Bláskógabyggð leggur til í gegn um Héraðsnefnd.
Byggðaráð Bláskógabyggðar bendir á að allur fjárstyrkur sveitarfélagsins til HSK fari í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga og ekki verði greiddur aukalegur styrkur beint frá sveitarsjóði Bláskógabyggðar.
4.5. Bréf frá Landgræðslu Ríkisins dags. 24. nóvember 2008 þar sem beðið er um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið.
Sveitarsjóður Bláskógabyggðar hefur á undanförnum árum styrkt verkefnið “Bændur græða landið”. Byggðaráð leggur til að sveitarsjóður styrki verkefnið áfram á næsta ári, og vísar erindinu til úrvinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2009.
4.6. Bréf dags. 3. nóvember 2008 frá Hestamannafélaginu Loga, Leikdeild U.M.F. Biskupstungna og Kvenfélagi Biskupstungna þar sem óskað er eftir fjárstyrk á móti húsaleigu í Aratungu.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk að upphæð kr. 200.000 á móti húsaleigu í Aratungu.
4.7. Bréf dags. 5. nóvember 2008 frá Sigurjóni Sæland varðandi framkvæmdir við Bjarkarbraut í Reykholti.
Reynt var að bregðast við þeim umkvörtunum sem fram komu í framlögðu bréfi, í samráði við verktaka. Nú er gatnagerðarverkinu í Bjarkarbraut, Reykholti, að stórum hluta klárað, en ekki hefur t.d. náðst að leggja klæðningu á götuna vegna seinkunar á framkvæmdatíma og veðurfarslegra aðstæðna. Stefnt er að því að ljúka því verki við fyrsta hentugleika.
- Efni til kynningar:
5.1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 21. nóvember 2008 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Skálholti og tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarsvæðis, Bláskógabyggð.
5.2. Bréf frá Meistarafélagi Suðurlands dags. 13. nóvember 2008.
5.3. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 19. nóvember 2008 varðandi endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna slökkvibifreiða og tækjabúnaðar slökkviliða.
5.4. Bréf frá Fjölmenningarsetrinu á Vestfjörðum.
5.5. Bréf frá ÍSÍ Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands dags. 14. nóvember 2008.
5.6. Bréf frá Vottunarstofunni Tún dags. 14. nóvember 2008.
5.7. Minnisblað dags. 14. nóvember 2008 frá VST-Rafteikningu hf.
5.8. Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 13. nóvember 2008.
5.9. Afrit af bréfi skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2008 til JP Lögmanna varðandi Lyngdalsheiðarveg-Framkvæmdarleyfi.
5.10. Afrit af bréfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 7. nóvember 2008 til Veiðimálastofnunnar.
5.11. Bréf frá Ungmennafélagi Íslands dags. 29. nóvember 2008.
5.12. Bréf frá Gigtarráði, dags. 19. nóvember 2008.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.