86. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 6. maí 2008, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.  Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn við framlagningu ársreiknings Bláskógabyggðar fyrir árið 2007.

 

Oddviti lagði fram tillögu að breytingu á dagskrá, að liður 5 verði liður 1, færast aðrir liðir til og að inn komi nýr liður 9.  Samþykkt samhljóða.

 

 

 1. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2007 (fyrri umræða).

Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi, er mættur á fundinn til þess að gera grein fyrir vinnu endurskoðenda.

Lagður fram ársreikningur Bláskógabyggðar, fyrir árið 2007, ásamt sundurliðunum.  Einar Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson gerðu grein fyrir ársreikningnum og skýrðu ýmsa liði.  Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi samstæðu sveitarfélagsins eru:

Rekstrarreikningur:

Rekstrartekjur:                                                      608.500.328

Rekstrargjöld:                                                      -553.488.707

Fjármagnsgjöld:                                                    -45.800.831

Tekjuskattur:                                                            -1.301.873

Rekstrarniðurstaða:                                                 7.908.917

 

Efnahagsreikningur:

Eignir:

Fastafjármunir:                                                       677.262.267

Veltufjármunir:                                                          78.608.133

Eignir samtals:                                                      755.870.400

Skuldir og eigið fé:

Eiginfjárreikningur:                                                220.139.817

Langtímaskuldir:                                                    423.834.020

Skammtímaskuldir:                                              111.896.563

Eigið fé og skuldir samtals:                               755.870.400

 

Ársreikningi vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn.

Einar Sveinbjörnsson vék af fundi.

 

 

 1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar:

Fundargerð 78. fundar byggðaráðs, dags. 29. apríl 2008.
Samþykkt samhljóða.

 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

3.1.    Fundargerð fræðslunefndar Bláskógabyggðar, dags. 15. apríl 2008.
Samþykkt samhljóða.

3.2.    Fundur um sameiginlega almannavarnanefnd í Árnessýslu dags. 27. febrúar 2008.
Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

4.1.    108. fundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 22. apríl 2008.

4.2.    104. fundur Skólakrifstofu Suðurlands, dags. 21. apríl 2008.

4.3.    144. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 15. apríl 2008.

 

 1. Breyting á samþykktum Bláskógabyggðar (síðari umræða).

Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingu á samþykktum Bláskógabyggðar:

 1. grein samþykktanna breytist eftirfarandi:
 2. a) grein B-hluta 34. greinar verði:
  Sameiginleg skipulags- og byggingarnefnd uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
  Sameiginleg skipulags- og byggingarnefnd er með Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi. Skipa skal einn aðalmann og annan til vara.
 3. b) grein B-hluta 34. greinar falli niður.
 4. c) Númer töluliða í 34. grein samþykktanna breytast í samræmi við þessar breytingar.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum (MI, ÞÞ,SLE,SS) og þrír sátu hjá (DK, KL og JS)

 

 1. Reiðvegamál; ályktun sveitarstjórnar vegna ályktunar Hestamannafélagsins Loga.

Á undanförnum árum hefur verið töluverð uppbygging á reiðvegum í Bláskógabyggð í samstarfi fjölmargra aðila s.s. Bláskógabyggðar, Vegagerðarinnar, LH og hestamannafélaganna í Bláskógabyggð. Uppbygging reiðvega er mjög mikilvæg til þess að aðskilja umferð ríðandi fólks og annarra vegfarenda og auka þannig öryggi allra í umferðinni.

Reiðvegir eru eingöngu ætlaðir fyrir ríðandi umferð en akstur vélknúinna ökutækja er vaxandi vandamál á þessum vegum. Akstur vélknúinna ökutækja og ríðandi umferð fara alls ekki saman og hefur þetta skapað mikla slysahættu auk þess sem reiðvegirnir eru oft mjög illa farnir eftir aksturinn.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skorar á alla að virða það að reiðvegirnir eru eingöngu ætlaðir ríðandi umferð og hvetur til sameiginlegs átaks til að stöðva akstur vélknúinna ökutækja á þeim.

Sveitarstjórn samþykkir að við allar helstu innkomur á reiðvegi Bláskógabyggðar verði sett upp skilti þar sem akstursbannið er áréttað.

 

 1. Lyngdalsheiðarvegur.

T-listinn leggur fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að undirgöngin sem hönnuð hafa verið undir Lyngdalsheiðarveg, við Kringlumýri, séu of lítil og lág fyrir

       ríðandi umferð og hvetur Vegagerðina til að stækka göngin svo þau nýtist örugglega og veiti það umferðaröryggi sem þeim er ætlað.

Tillögunni frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

 

 

 1. Leikskólar Bláskógabyggðar.

T-listinn leggur fram eftirfarandi tillögu:

Að leikskólar Bláskógabyggðar fái eina yfirstjórn.

Greidd voru atkvæði um tillöguna og tillagan var felld með fjórum atkvæðum (MI, ÞÞ, SLE,SS) og þrír greiddu atkvæði með (JS, DK og KL).

Bókun Þ-listans:

Þ-listinn hafnar framkominni tillögu T-listans og telur slíka skipulagsbreytingu ekki tímabæra. Skv. framkomnu frumvarpi til laga um grunn- og leikskóla er gert ráð fyrir að sveitarfélög hafi heimild til þess að reka leik-, grunn- og tónlistarskóla undir einni sameiginlegri yfirstjórn.

 

 1. Fundargerð veitustjórnar.

    Fundur veitustjórnar, dags. 5. maí 2008.
Í fundargerð veitustjórnar kemur fram að Bláskógaveita hyggst fara í framkvæmdir við kaldavatnsveitu á Laugarvatni, stofnlögn frá Austurhlíð að Laugarási og frá Kjarnholtum að Hrísholti.  Einnig hyggst Bláskógaveita fara í framkvæmdir á Laugarvatni við hitaveitu í tengslum við nýtt íbúðarsvæði á Menntaskólatúni.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að farið verði í þessar framkvæmdir og jafnframt verði gerð breyting á fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 í samræmi við kostnaðaráætlun.

Í 4. og 5. lið fundargerðar er samþykkt af veitustjórn, að óska eftir því við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að fá heimild til lántöku, annars vegar að upphæð kr. 97.485.000 vegna framkvæmda við kaldavatnsveitu og hins vegar kr. 20.000.000 vegna hitaveituframkvæmda. Jafnframt er óskað eftir fjárframlagi úr sveitarsjóði Bláskógabyggðar að upphæð kr. 10.000.000 vegna framkvæmda við kaldavatnsveitu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að heimila Bláskógaveitu umræddar lántökur og gengst sveitarsjóður Bláskógabyggðar til ábyrgðar gagnvart þeim lánum.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að veita kr. 10.000.000 fjárframlagi til framkvæmda við kaldavatnsveitu.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 

 

 1. Innsend bréf og erindi:

10.1.  Bréf UMF Laugdæla, dags. 21. apríl 2008; félagsaðstaða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn sviðsstjóra þjónustu- og   framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar, sem lýtur að núverandi nýtingu húsnæðisins á neðri hæð Dalbrautar 12, og möguleika á að koma til móts við erindi UMFL.

10.2.  Skógræktarfélag Íslands; styrkbeiðni.
Sveitarstjórn sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk.

10.3.  Bréf frá Sólheimum, dags. 25. apríl 2008; styrkbeiðni.
Sveitarstjórn sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk.

10.4.  Bréf Félags- og tryggingamálanefndar Alþingis, dags 22. apríl 2008; umsögn um tillögu til þingsályktunar.
Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu til þingsályktunar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.