86. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. janúar 2009 kl. 15:00.

 

Mættir:, Snæbjörn Sigurðsson formaður, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       9. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.

Staðfest samhljóða.

 

1.2.       1. fundur stjórnar skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.

Staðfest samhljóða.

 

1.3.       8. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Staðfest samhljóða.

 

1.4.       108. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Staðfest samhljóða.

 

1.5.       109. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       280. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

2.2.       28. aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands

2.3.       419. fundur stjórnar SASS.

2.4.       420. fundur stjórnar SASS.

2.5.       421. fundur stjórnar SASS.

2.6.       110. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.7.       111. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.8.       9. fundur inntökuráðs ART-teymis.

2.9.       164. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.10.     165. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.11.     166. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.12.     115. fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.13.     759. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

 1. Skipulagsmál:

3.1.       Hugmyndir að deiliskipulagi við Iðufell í Laugarási.

Lagðar fram hugmyndir að deiliskipulagi við Iðufell / Hótel Hvítá í Laugarási.  Um er að ræða 47 byggingarlóðir, ýmist einbýlis-, tvíbýlis- eða raðhúsalóðir.  Á þessu stigi hefur byggðaráð engar athugasemdir við framkomnar hugmyndir að skipulagi, en nauðsynlegt er að skipulagsskilmálar liggi fyrir við fyrstu hentugleika svo hægt verði að taka endanlega afstöðu til hugmyndarinnar.

 

3.2.       Skipulag frístundabyggðar í Borgarhólum, í landi Skálholts.

Lagt fram bréf frá stjórn Skálholts, þar sem óskað er eftir því að áður framlagðar hugmyndir að breytingu aðalskipulags Biskupstungna í landi Skálholts (Borgarhólar) verði teknar til afgreiðslu. Afgreiðslu breytingartillögu stjórnar Skálholts var frestað hjá sveitarstjórn þann 6. febrúar 2008 að beiðni stjórnar Skálholts.

Jafnframt er lagt fram á fundinum bréf frá Kristni Hauki Skarphéðinssyni, dags. 13. janúar 2009, þar sem óskað er eftir upplýsingum um afgreiðslu og málsmeðferð þessarar breytingartillögu.

 

Þar sem liðinn er það langur tími frá auglýsingu breytingartillögunar og frestur sveitarstjórnar til að svara framkomnum athugasemdum eftir auglýsingu er löngu liðinn, þá verður umrædd tillaga að breytingu aðalskipulagsins að fara að nýju í auglýsingarferil samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.  Skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps falið að hafa samband við málsaðila og setja málið í réttan farveg í takt við þessa afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

3.3.       Deiliskipulag frístundabyggðar í Krossholtsmýri, í landi Austureyjar 2.

Lagt fram tölvuskeyti frá Eiríki Þorlákssyni, dags. 20. janúar 2009, varðandi tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Austureyjar 2, Krossholtsmýri.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skipulagsfulltrúa um málsmeðferð þessa deiliskipulags í ljósi framkominna athugasemda í fram lögðu bréfi.

3.4.       Athugasemd við breytingu aðalskipulags í Reykholti.
Lagt fram tölvuskeyti frá Bjarna Kristinssyni og Oddnýju Jósefsdóttur, dags. 27. nóvember 2008, þar sem gerðar eru athugasemdir við tillögu að breytingu aðalskipulags Reykholts sem búin er að vera í auglýsingu með athugasemdarfrest til 7. júlí 2008.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti umrædda tillögu að breytingu aðalskipulags Reykholts á fundi sínum þann 11. nóvember 2008.

 

 1. Rekstur tjaldsvæða í Reykholti og á Laugarvatni.

Umræða varð um framtíðarhugmyndir um rekstur tjaldsvæðanna á Laugarvatni og í Reykholti. Byggðaráð er sammála um að auglýsa eftir leigutaka fyrir landsvæðið sem nýtt hefur verið undir tjaldsvæði á Laugarvatni.   Hugmyndir um mat á tilboðum mun grundvallast á leiguverði og áætlun rekstraraðila um uppbyggingu aðstöðu.  Nýting landsins verði bundin við rekstur tjaldsvæðis þar. Jafnframt er byggðaráð sammála um að skoða möguleika þess að leigja út landsvæði í Reykholti undir rekstur tjaldsvæðis.  Skoða þarf sértaklega stærð og staðsetningu þess landsvæðis áður en til auglýsingar komi.  Samþykkt að vinna að slíkum hugmyndum fyrir næsta fund byggðaráðs.

 

 1. Bréf frá Félagsþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 20. janúar 2009.

Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók.

 

 1. Mötuneyti Aratungu; tillaga að rekstrarforsendum.

   Halldór Karl Hermannsson mætti á fund undir þessum lið.

Lögð fram tillaga að rekstrarforsendum mötuneytisins í Aratungu sem unnin hefur verið af Halldóri Karli Hermannsyni, sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs.  Halldór Karl gerði grein fyrir tillögunum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða fram lagðar tillögur.

 

 

 

 1. Aðkoma Bláskógabyggðar að vistun barna utan leikskóla.

Jóhannesi og Valtý var falið að vinna að tillögu að samþykkt um greiðslur vegna dagvistunar barna sem hafa skert aðgengi að leikskóla.  Eftirfarandi tillaga var lögð fram:

 

Jóhannesi Sveinbjörnssyni og Valtý Valtýssyni hefur verið falið að vinna að tillögum til byggðaráðs um stuðning við fjölskyldur vegna dagvistunar barna þar sem skert aðgengi að leikskóla er til staðar. Slíkar aðstæður eru fyrir hendi í Þingvallasveit, en miðað við núverandi samgöngur er um mjög langan veg að fara til að koma börnum í dagvist hjá leikskólum sveitarfélagsins.  Þessar aðstæður geta m.a. skert möguleika foreldra til atvinnusóknar.

 

Byggðaráð gerir það að tillögu sinni að fjölskyldur með lögheimili í Þingvallasveit og börn á leikskólaaldri, eins og hann er skilgreindur hjá Leikskólanum Gullkistunni, fái greiddan styrk sem nemur sömu fjárhæð og niðurgreiðsla til dagmæðra.  Samþykktin er þó háð eftirfarandi skilyrðum:

 

 • Að umsækjendur séu með lögheimili í Þingvallasveit.
 • Að dagforeldri sé ekki til staðar í Þingvallasveit með þjónustu í boði.
 • Að viðkomandi foreldri sæki skriflega um styrk til sveitarfélagsins.
 • Hámarks styrkur er sá sami og niðurgreiðsla til dagforeldra.
 • Samþykkt þessi er í gildi þar til nýr Lyngdalsheiðarvegur verður tekinn í notkun, en þá er gert ráð fyrir að hægt sé að sækja þjónustu leikskóla til Laugarvatns.

 

Jóhannes Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson.

 

Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

8.1.       Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 13. janúar 2009; skólavogin.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vera áfram þátttakandi í verkefninu.

8.2.       Bréf Yrkjusjóðs, móttekið 5. desember 2008; kynning.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að senda skólum Bláskógabyggðar fram lagt bréf.

8.3.       Tölvuskeyti frá íþrótta- og tómstundafulltrúa Árborgar, dags. 9. janúar 2009; dreifingu kynningarrits um akademíur í FSu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að greiða kostnað vegna dreifingar kr. 1.632.-

8.4.       Bréf menntamálaráðuneytis, dags. 19. desember 2008; Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita framhaldskólanemendum frían aðgang að sundlauginni í Reykholti vikuna 19. – 26. janúar 2009.

8.5.       Tölvuskeyti frá Skálholtskórnum, dags 13. janúar 2009; styrkbeiðni.
Byggðaráð bendir á að innan fjárhagsáætlunar 2009 er gert ráð fyrir styrk til Skálholtskórsins að upphæð kr. 55 þúsund.

8.6.       Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 4. desember 2008; réttarball í Aratungu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að taka þessu tilboði Björgunarsveitarinnar sem varðar að halda réttaball í Aratungu næsta haust.

8.7.       Beiðni um leiguíbúð í Kistuholti, dags. 20. janúar 2009.
Lagt fram tölvuskeyti þar sem óskað er eftir íbúð til leigu fyrir eldriborgara, GÞ, í Kistuholti, Reykholti.  Ekki er nein íbúð laus til leigu hjá sveitarfélaginu í Kistuholti og þegar er einn umsækjandi á biðlista eftir leiguíbúð í Kistuholti 3-5.  Ekki er því hægt að verða við þessari ósk að svo komnu máli.

8.8.       Tölvuskeyti frá Kvikmyndafyrirtækinu “Mömmu Gógó”, dags 15. janúar 2009; ósk um leyfi til kvikmyndatöku við Gullfoss.
Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við að kvikmyndataka eigi sér stað við Gullfoss, að því tilskyldu að ekki verði nein röskun á aðgengi og öryggi vegfarenda á svæðinu. Jafnframt skal hafa samráð við rekstraraðila á svæðinu.

8.9.       Bréf frá Lögmönnum Suðurlandi, dags. 20. janúar 2009; skipti á jörðinni Austurhlíð.
Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við skipti á jörðinni Austurhlíð, sbr. framlagt bréf, og samþykkir gjörninginn fyrir sitt leyti.

8.10.     Tölvuskeyti Egils Árna Pálssonar, dags. 14. janúar 2009; styrkbeiðni.
Byggðaráð vísar til úthlutunarreglna Bláskógabyggðar um styrkveitingar vegna listnáms. Byggðaráð felur sveitarstjóra að kynna úthlutunarreglurnar fyrir umsækjanda og kalla eftir þeim gögnum sem með þarf, áður en erindið er tekið til afgreiðslu.

 

 1. Efni til kynningar:

9.1.       Bréf SASS, dags. 5. desember 2008; ályktanir ársþings SASS um velferðarmál.

9.2.       Bréf SASS, dags. 5. desember 2008; ályktanir ársþings SASS um umhverfismál.

9.3.       Bréf Ómars G. Jónssonar, móttekið 9. janúar 2009; sögusetur m.m.

9.4.       Bréf ÍSÍ, dags. 5. desember 2008; skýrsla um áhrif ástands efnahagsmála á íþróttahreyfinguna.

9.5.       Bréf ÍSÍ, dags. 1. desember 2008; hvatningar- og átaksverkefni 2009.

9.6.       Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. janúar 2009; vegaskrá.

9.7.       Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytis, dags. 15. desember 2008; fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

9.8.       Heilbrigðisstofnun Suðurlands, dags. 15. janúar 2009; staða í ársbyrjun 2009.

9.9.       Bréf Bændasamtaka Íslands, dags. 16. janúar 2009; bótaréttur við eignarnám.

9.10.     Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytis, dags. 9. janúar 2009; matsteymi.

9.11.     Bréf menntamálaráðuneytis, dags. 1. desember 2008; úttekt á listfræðslu.

9.12.     Bréf verkefnastjórnar sorpsamlaganna, dags. 15. janúar 2009; svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.