87. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
þriðjudaginn 20. maí 2008, kl 15:00
í Fjallasal, Aratungu
Mætt voru:
Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson. Einnig var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
- Ársreikningur Bláskógabyggðar 2007 (síðari umræða).
Lagður fram, til síðari umræðu, ársreikningur Bláskógabyggðar, fyrir árið 2007, ásamt sundurliðunum. Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi samstæðu sveitarfélagsins eru:
Rekstrarreikningur:
Rekstrartekjur: 608.500.328
Rekstrargjöld: -553.488.707
Fjármagnsgjöld: -45.800.831
Tekjuskattur: -1.301.873
Rekstrarniðurstaða: 7.908.917
Efnahagsreikningur:
Eignir:
Fastafjármunir: 677.262.267
Veltufjármunir: 78.608.133
Eignir samtals: 755.870.400
Skuldir og eigið fé:
Eiginfjárreikningur: 220.139.817
Langtímaskuldir: 423.834.020
Skammtímaskuldir: 111.896.563
Eigið fé og skuldir samtals: 755.870.400
Samkvæmt yfirliti yfir sjóðstreymi fyrir árið 2007 nemur veltufé frá rekstri 60,6 milljónum króna, sem er 29 milljónum krónum hærra en árið 2006, sem er jákvæður árangur.
Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2007 samþykktur samhljóða og áritaður.
- Lyngdalsheiðarvegur; undirgöng fyrir ríðandi umferð við Kringlumýri.
Vísað til 7. liðar í fundargerð 86. fundar sveitarstjórnar, dags. 6. maí 2008.
Lögð fram gögn frá Vegagerðinni, dags. 19. maí 2008, þar sem fram koma forsendur hönnunar undirganga við Kringlumýri fyrir ríðandi umferð, ásamt teikningum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vill beina því til Vegagerðarinnar að reynt verði að hafa lofthæð og breidd á undirgöngum við Kringlumýri eins mikla og nokkur kostur er. Sveitarstjórn telur að 3 metra rörvídd með þeirri malarfyllingu sem þarf í botninn sé of þröng útfrá öryggis- og umferðarsjónarmiðum. Auðvelt og öruggt gegnumstreymi ríðandi umferðar er afar mikilvægt, þar sem umferð hestamanna er mjög mikil á þessum stað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.