87. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 24. febrúar 2009 kl. 15:00.

 

Mættir: Margeir Ingólfsson, Þórarinn Þorfinnsson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar, Jóhannes Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       10. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

 

1.2.       Fundargerð oddvitanefndar, dags. 15. janúar 2009.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       281. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

2.2.       116. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.       1. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu.

2.4.       93. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu.

2.5.       112. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, ásamt gjaldskrá ART.

2.6.       167. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.7.       760. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Reiðvegur með Bræðratunguvegi.

3.1.       Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Loga, dags. 16. febrúar 2009, þar sem óskað er eftir því við sveitarstjórn, að hún beiti sér fyrir því að lagður verði reiðvegur meðfram Bræðratunguvegi sem leggja á að nýrri brú yfir Hvítá.

3.2.       Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Smára, dags. 11. febrúar 2009, þar sem óskað er eftir því við sveitarstjórn Hrunamannahrepps, að hún beiti sér fyrir því að lagður verði reiðvegur meðfram Bræðratunguvegi sem leggja á að nýrri brú yfir Hvítá.

3.3.       Lagt fram samkomulag LH og Vegagerðarinnar um gerð reiðvega, dags. 7. maí 1982.

 

Byggðaráð leggur til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar komi þessum sjónarmiðum og kröfum um lagningu reiðvega með Bræðratunguvegi á framfæri við Vegagerðina.  Jafnframt að Bláskógabyggð beiti sér fyrir því að reiðvegur með nýjum Bræðratunguvegi verði lagður samhliða vegaframkvæmdum.  Það er í samræmi við aðalskipulag Biskupstungna 2000-2012.  Afar mikilvægt er að lagning reiðvegar verði að veruleika á þessum stað, þar sem Hestamannafélagið Logi hefur tekið þátt í uppbyggingu reiðhallar á Flúðum, í samstarfi við Hestamannafélagið Smára.  Góðar samgöngur ríðandi umferðar er ein af forsendum þessa samstarfs hestamannafélaganna, auk þess að gera má ráð fyrir mikilli ríðandi umferð með tilkomu brúarinnar yfir Hvítá.

 

  1. Rekstur tjaldsvæða í Reykholti.

Vísað er til 4. dagskrárliðar fundargerðar byggðaráðs, 27. janúar 2009.

Lögð fram loftmynd af því landsvæði sem áður var nýtt sem tjaldsvæði í Reykholti.  Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu um afmörkun tjaldsvæðisins, u.þ.b. 2,5 ha, og felur sveitarstjóra og forstöðumanni þjónustu- og framkvæmdasviðs að vinna að nauðsynlegum gögnum til þess að hægt verði að auglýsa eftir aðila til að leigja og reka tjaldsvæðið í Reykholti.

 

  1. Umræður um hækkun raforkuverðs og dreifikostnaðar rafmagns.

Byggðaráð Bláskógabyggðar mótmælir þeirri ákvörðun stjórnar RARIK um 15% hækkun verðs fyrir dreifingu og flutning raforku frá og með áramótum.  Jafnframt hefur verið ákveðið að hækka orkuverð um 7 – 14%.  Ákvörðun ríkisins um skerðingu á niðurgreiðslum á dreifingu rafmagns til garðyrkjubænda ásamt umræddum hækkunum valda því að rafmagnskostnaður ylræktenda eykst um 25 – 30%.  Það er því ljóst að umræddar ákvarðanir koma sérstaklega illa niður á rekstri ylræktenda, og setur í raun rekstrarforsendur þeirra í uppnám.  Einnig eykur þessi ákvörðun verulega byrðar þeirra heimila sem ekki hafa aðgang að hitaveitu og nýta raforku til húshitunar.  Byggðaráð hvetur stjórn RARIK og ríkisvaldið til að endurskoða þessar ákvarðanir.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.       Lagt fram bréf Lögmanna Árborgar, dags. 28. janúar 2009, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á útskiptingu lands í Brattholti.
Byggðaráð samþykkir samhljóða umrædda útskiptingu lands fyrir sitt leyti.

 

6.2.       Lagt fram tölvuskeyti frá Veraldarvinum, dags. 11. febrúar 2009, þar sem starfsemi Veraldarvina er kynnt.
Byggðaráð samþykkir að senda forstöðumanni þjónustu- og framkvæmdasviðs framlagt erindi til kynningar.

 

6.3.       Lagt fram tölvuskeyti frá Ólafi Erni Haraldssyni, dags. 16 febrúar 2009, þar sem óskað er eftir því við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að Ferðafélag Íslands fái að kaupa hlut sveitarfélagsins í skálanum á Hlöðuvöllum.  Jafnframt stendur hugur Ferðafélags Íslands til að lagfæra skálaaðstöðuna þar.

Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra ásamt forstöðumanni þjónustu- og framkvæmdasviðs verði falið að ræða við fulltrúa Ferðafélags Íslands og leggja hugmyndir Ferðafélagsins fyrir sveitarstjórn við fyrstu hentugleika.

 

6.4.       Lagt fram bréf Hjálparstarfs kirkjunnar, dags. 17. febrúar 2009, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við mataraðstoð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 9.000.

 

6.5.       Lagt fram tölvuskeyti stjórnar Stekkárreita, dags. 26. janúar 2009, þar sem óskað er eftir fjárstyrk frá sveitarsjóði til að mæta kostnaði við snjómokstur inn á frístundahúsasvæði Stekkárreita.

Byggðaráð bendir á að sveitarfélagið hefur mótað sér ákveðnar vinnureglur varðandi snjómokstur í sveitarfélaginu.  Byggðaráð beinir því til stjórnar Stekkárreita að hafa samband við þjónustu- og framkvæmdasvið Bláskógabyggðar um það sem varðar þjónustu sveitarfélagsins við snjómokstur.  Byggðaráð samþykkir ekki beinar fjárveitingar til einstaka frístundahúsasvæða, enda ekki gert ráð fyrir slíkum fjárveitingum í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

 

6.6.       Lagt fram bréf starfsendurhæfingar Suðurlands, dags. 15. febrúar 2009, þar fram kemur beiðni um stuðning, annað hvort í vinnuframlagi eða fjárstyrk til stofnkostnaðar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir frekari upplýsingum um verkefnið og hvaða hugmyndir eru uppi um stofnkostnað eða verkefni sem Bláskógabyggð gæti komið að, áður en endanleg afstaða verði tekin til erindisins.

 

6.7.       Áskorun frá Kvenfélagi Laugdæla.

Samþykkt samhljóða að vísa þessu erindi til forstöðumanns þjónustu- og framkvæmdasviðs og að erindið verði tekið til skoðunar við gerð framkvæmdaáætlunar.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.       Tölvuskeyti umhverfisnefndar Alþingis, dags. 11. febrúar 2009; fráveitur.

7.2.       Ályktun landsþings KSÍ; íþróttastarf.

7.3.       Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 16. febrúar 2009; fjárhagsáætlanir.

7.4.       Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 10. febrúar 2009; aðalfundarboð.

7.5.       Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. febrúar 2009; landsþing.

7.6.       Bréf Staðardagskrár 21, dags. 12. febrúar 2009; landsráðstefna.

7.7.       Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. janúar 2009; úrgangsmál.

7.8.       Ársskýrsla Björgunarsveitarinnar Ingunnar 2007.

7.9.       Bréf dóms og kirkjumálaráðuneytis, dags. 22. janúar 2009; lögreglusamþykktir.

7.10.     Bréf umhverfisráðuneytisins, dags. 22. janúar 2009; úrskurður v/ virkjunar Brúarár.

7.11.     Bréf Félags tónlistarkennara, dags. 6. janúar 2009; ályktun.

7.12.     Bréf Jöfnunarsjóðs, dags. 6. febrúar 2009; húsaleigubætur.

7.13.     Bréf Sambands sunnlenskra kvenna, dags. 20. janúar 2009; samþykkt frá 46. formannafundi sambandsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.