88. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 3. júní 2008, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Sylvía Sigurðardóttir sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar,Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Þórarins Þorfinnssonar, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 1.4.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar.

1.1.       79. fundur byggðaráðs, dags. 27. maí 2008.

Samþykkt samhljóða.

 

1.2.       50. fundur skipulags- og byggingarnefndar, dags. 23. maí 2008.

Varðandi 12. lið fundargerðar þá getur sveitarstjórn fallist á, ef lóð undir umrætt hús verði stækkuð í að lágmarki 5000 m2, að hún verði skilgreind sem frístundahúsasvæði.  Meðferð þessa máls vísað til skipulagsfulltrúa.

Fundargerð að öðru leiti samþykkt samhljóða.

 

1.3.       4. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, dags. 27. maí 2008.

Samþykkt samhljóða.

 

1.4.       Fundargerð 6. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar, dags. 2. júní 2008.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Kosningar:

2.1.       Kosning oddvita og varaoddvita.

Oddviti: Margeir Ingólfsson, Brú.

Varaoddviti:       Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, JPJ og SLE) 3 sátu hjá (DK, KL og SS).

 

2.2.       Byggðaráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn:         Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Efsta-Dal 2.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Jóhannes Sveinbjörnsson Heiðarbæ 1.

Varamenn:        Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.

Kjartan Lárusson, Austurey 1.

Samþykkt samhljóða.

 

2.3.             Kosning fundarritara og vararitara sveitarstjórnar.

Ritari:                 Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri.

Vararitari:          Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri.

Samþykkt samhljóða.

 

2.4.       Yfirkjörstjórn, 3 aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:         Pétur Skarphéðinsson, formaður, Launrétt 3.

Hilmar Einarsson, Torfholti 12.

Þóra Einarsdóttir, Kárastöðum.

Varamenn:        Guðrún Sveinsdóttir, Bjarkarbraut 3.

Sigurður Jónsson, Eyvindartungu.

Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ 2.

Samþykkt samhljóða.

 

2.5.       Undirkjörstjórn Laugardal og Þingvallasveit, 3 aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:         Árni Guðmundsson, formaður, Böðmóðsstöðum.

Helga Jónsdóttir, Austurey 2.

Elsa Pétursdóttir, Útey I.

Varamenn:        Katrín Erla Kjartansdóttir, Háholti 1a.

Þórdís Pálmadóttir, Hrísholti 8.

Margrét Þórarinsdóttir, Efsta-Dal 1.

Samþykkt samhljóða.

 

2.6.       Undirkjörstjórn Biskupstungur, 3 aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:         Gústaf Sæland, formaður, Sólveigarstöðum.

Elínborg Sigurðardóttir, Iðu.

Ólafur Einarsson, Torfastöðum.

Varamenn:        Bjarni Kristinsson, Brautarhóli.

Arnheiður Þórðardóttir, Gýgjarhólskoti.

Kristján Kristjánsson, Bjarkarbraut 12, Reykholti.

Samþykkt samhljóða.

 

2.7.       Aðalfundur SASS, þrír aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:         Margeir Ingólfsson, Brú.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ 1.

Varamenn:        Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.

Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum.

Samþykkt samhljóða.

 

2.8.       Aðalfundur HES, þrír aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:         Margeir Ingólfsson, Brú.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ 1.

Varamenn:        Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.

Kjartan Lárusson, Austurey 1.

Samþykkt samhljóða.

 

2.9.       Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands, 1 aðalmaður og 1 til vara til eins árs:

Aðalmaður:        Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamaður:       Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, JPJ og SLE) 3 sátu hjá (DK, KL og SS).

 

2.10.    Aðalfundur AÞS, 3 aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:         Margeir Ingólfsson, Brú.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Kjartan Lárusson, Austurey 1.

Varamenn:        Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ 1.

Samþykkt samhljóða.

 

2.11.     Aðalfundur EFS, 1 aðalmaður og 1 til vara til eins árs:

Aðalmaður:        Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamaður:       Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, JPJ og SLE) 3 sátu hjá (DK, KL og SS).

 

2.12.     Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, 3 aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:         Margeir Ingólfsson, Brú.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum.

Varamenn:        Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ 1.

Samþykkt samhljóða.

 

2.13.     Fræðslunefnd Bláskógabyggðar, 3 aðalmenn og 3 til vara til þriggja ára:

Aðalmaður:        Margeir Ingólfsson, formaður, Brú.

Varamaður:       Sölvi Arnarsson, Hrísholti 10, Laugarvatni.

Samþykkt samhljóða.

 

2.14.     Menningarmálanefnd Bláskógabyggðar:

Aðalmenn:             Brynjar Sigurgeir Sigurðsson Heiði.

Henríetta Ósk Gunnarsdóttir Kistuholti 23.

Hildur María Hilmarsdóttir, Spóastöðum, verði formaður nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

 

2.15.     Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar:

Aðalmenn:         Jens Pétur Jóhannsson, formaður, Laugarási 1.

Aðal- og varamenn sem skipta sætum í nefndinni:

Aðalmaður:        Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir, Hrosshaga.

Varamaður:       Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Samþykkt samhljóða.

Bókun Drífu:

Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk í síðastliðinni viku þá mun formaður Umhverfisnefndar Bláskógabyggðar hafa sagt sig úr nefndinni fyrir nokkrum mánuðum. Sigurður hefur verið mjög mikill áhugamaður um umhverfismál og vill T-listinn þakka honum störf hans. Umhverfisnefnd hefur undanfarið verið án formanns og ekki fundað mánuðum saman. Umhverfismál eru mjög mikilvægur málaflokkur í sveitarfélaginu, T- lisinn hefur oft haft frumkvæði að umræðu inni í sveitarstjórn en áhuginn fyrir málaflokknum viðist enginn í meirihluta sveitarstjórnar. Vonandi verður breyting þar á eftir kosningar sem nú hafa farið fram.

2.16.     Aðalfund Samband ísl. Sveitarfélaga, 1 varamaður.

Varamaður:       Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2008 (fyrri umræða).

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2008, í ljósi ákvarðana sem teknar voru á 86. fundi sveitarstjórnar, 9. liður.  Þar var tekin ákvörðun um framkvæmdir á vegum Bláskógaveitu og lántöku samfara þeirri framkvæmd.

 

Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir auknum framkvæmdum að upphæð kr 127.485.000 nettó, vegna framkvæmda við kaldavatns- og hitaveitu.  Gert er ráð fyrir lántöku að uppæð kr. 20 milljónir hjá hitaveitu og kr. 97.485.000 hjá kaldavatnsveitu.  Samtals lántaka að upphæð kr. 117.485.000.  Gert er ráð fyrir að umrædd lán verði tekin til 15 ára.

 

Gert er ráð fyrir kr. 10.000.000 framlagi frá Aðalsjóði til kaldavatnsveitu.  Jafnframt er gert ráð fyrir framlagi frá aðalsjóði til veitna að upphæð kr. 50.000.000 yfir í eigið fé kaldavatnsveitu, sem lækkar skuld þeirra við Aðalsjóð samsvarandi.  Þessi fjárframlög eru gerð til þess að bæta eiginfjárstöðu kaldavatnsveitunnar.

 

Endurskoðaðri fjárhagsáætlun vísað til seinni og loka umræðu í sveitarstjórn á næsta fundi hennar.

 

  1.  Endurskoðun gjaldskrár um gatnagerðargjöld í þéttbýli Bláskógabyggðar (fyrri umræða).

Lögð fram gögn varðandi endurskoðun gjaldskrár um gatnagerðargjöld í þéttbýli Bláskógabyggðar. Vísað til seinni umræðu og lokaafgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.  Næsti aukafundur sveitarstjórnar, vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar og gjaldskrár gatnagerðargjalda verður haldinn miðvikudaginn 18. júní 2008 kl. 15:00.

 

  1.        Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Oddviti lagði fram tillögu um að sumarfrí sveitarstjórnar verði í júlí og ágúst en hægt verði þó að boða til fundar í ágúst ef þurfa þykir.  Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður því þriðjudaginn 2. september 2008 kl. 15:00.  Samþykkt samhljóða.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að á meðan sumarleyfi sveitarstjórnar stendur yfir verði byggðaráði falið fullnaðarafgreiðsla skipulags- og byggingarmála sveitarfélagsins og sveitarstjórnarmönnum verði send fundargerð byggðaráðs.

 

  1.      Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012, Höfði.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Höfða. Einnig er lögð fram yfirlýsing frá Höfðahópi, dags. 2. júní 2008.  Í aðalskipulagsbreytingunni felst að skilgreind eru tvö svæði fyrir frístundabyggð, annars vegar um 44 ha svæði nyrst á jörðinni og hins vegar um 100 ha svæði suðvestan við bæinn Höfða. Tillagan var í auglýsingu ásamt tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta svæðisins frá 21. febrúar 2008 til 20. mars með athugasemdafresti til 3. apríl. Þrjár athugasemdir bárust, frá Víglundi Þorsteinssyni og Svövu Theodórsdóttur dags. 31. mars 2008, Fuglavernd dags. 3. apríl 2008 og Tómasi G. Gunnarssyni dags. 1. apríl 2008.

 

Athugasemdir Víglundar og Svövu snúa að mestu að deiliskipulagi svæðisins og liggur nú fyrir endurskoðuð tillaga að deiliskipulaginu þar sem að hluta hefur verið komið hefur verið til móts við athugasemdirnar. Frekari afgreiðslu þessarar athugasemdar er vísað til afgreiðslu deiliskipulagsins.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir, að teknu tilliti til framkominna athugasemda við auglýsta tillögu að aðalskipulagsbreytingu í Höfða, að skerða stærð nyrðra frístundahúsasvæðisins.  Umrædd skerðing tekur til landsvæðisins meðfram Hrosshagavík.  Einungis verði samþykkt frístundahúsasvæði á höfðanum sjálfum, á því svæði sem fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi sem var í auglýsingu frá 21. febrúar 2008 – 20. mars 2008 með athugasemdafresti til 3. apríl 2008.  Þessi breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps, sbr. ofanritað, samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar sbr. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

           

  1.      Innsend bréf og erindi:

7.1.         Tölvuskeyti frá Jóni Snæbjörnssyni, dags. 4. maí 2008; fyrirspurn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps varðandi framlagða  fyrirspurn.

7.2.         Bréf frá Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum KHÍ, dags. 22. apríl 2008.

Tillaga T-listans.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að kosta og útvega fararstjóra þegar farið verður frá Selfossi á Laugarvatn – Gullfoss- Geysi og til baka aftur á Selfoss, vegna alþjóðaráðstefnu sem Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræðum Kennaraháskóla Íslands stendur fyrir.

Bókun og breytingartillaga Þ-listans:

Þar sem engin kostnaðaráætlun fylgdi tillögu T-listans þá leggur Þ-listinn til eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að veita Rannsóknarstofu KHÍ í íþrótta- og heilsufræðum 50 þúsund króna styrk til fararstjórnar og kynningar á Bláskógabyggð.

Breytingartillagan samþykkt samhljóða.

 

7.3.         Bréf frá Silfursteini dags. 29. maí 2008.

Sveitarstjórn þakkar bréfritara fyrir erindið og þeim áhuga á sem hann sýnir varðandi uppbyggingu á Laugarvatni. Áður en tekin er afstaða til erindisins þarf  að liggja fyrir staða áður útgefinna lóðarleigusamninga á umræddu svæði.

 

7.4.        Sigrún Lilja Einarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun.

Ég undirrituð Sigrún Lilja Einarsdóttir biðst lausnar frá starfi mínu sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Bláskógabyggðar til loka kjörtímabils. Einnig biðst ég lausnar frá formennsku í fræðslunefnd, byggðaráði og menningarmálanefnd. Ástæða fyrir brottför minni tengist fjölskylduaðstæðum og búsetubreytingum.

Ég vil þakka sveitarstjórnarmönnum ánægjulegt samstarf það sem af er kjörtímabilinu. Sérstaklega vil ég þakka félögum mínum í Þ-listanum mjög ánægjulega samvinnu sem aldrei hefur borið skugga á. Þetta hefur verið mjög góður skóli og það hefur verið mér heiður og forréttindi að fá að starfa með þessum hópi.

Sveitarstjórn fellst á lausnarbeiðni Sigrúnar, þakkar henni góð störf fyrir hönd sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vetvangi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.