88. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 24. mars 2009 kl. 15:00.

 

Mættir: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi einn nýr liður 8.7.  Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       110. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Staðfest samhljóða.

1.2.       111. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       2. fundur Almannavarna Árnessýslu.

2.2.       117. Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.       147. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.

2.4.       148. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.

2.5.       149. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga ásamt bókun.

2.6.       282. fundur stjórnar AÞS ásamt minnisblaði.

2.7.       113. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.8.       168. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.9.       761. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.10.     Fundargerð XXIII. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.11.     Fundargerð 422. stjórnarfundar SASS.

 

  1. Styrkir til reiðvegaframkvæmda.

3.1.       Hestamannafélagið Logi, reiðvegur um Laugafell.

Á síðasta ári var gert ráð fyrir að styrkja framkvæmd Hestamannafélagsins Loga um lagningu reiðvegar um Laugafell.  Ekki var því verki lokið í tíma vegna fjárhagsáætlunar 2008.  Nú hefur verkinu verið lokið og óskað eftir fjárframlagi frá sveitarsjóði að upphæð kr. 500.000.  Þar sem ekki er gert ráð fyrir þessu fjárframlagi í fjárhagsáætlun 2009, þá leggur byggðaráð til að samþykkt verði að greiða umrætt fjárframlag og gerð verði breyting á fjárhagsáætlun ársins 2009 og fjárframlag bókfært á lykil 10411-9695.

3.2.       Hestamannafélagsið Trausti, reiðvegur í Laugardal.

Á síðasta ári var gert ráð fyrir að styrkja framkvæmd Hestamannafélagsins Trausta um lagningu reiðvegar um Laugardal.  Ekki var því verki lokið í tíma vegna fjárhagsáætlunar 2008. Nú hefur verkinu verið lokið og óskað eftir fjárframlagi frá sveitarsjóði að upphæð kr. 1.000.000. Þar sem ekki er gert ráð fyrir þessu fjárframlagi í fjárhagsáætlun 2009, þá leggur byggðaráð til að samþykkt verði að greiða umrætt fjárframlag og gerð verði breyting á fjárhagsáætlun ársins 2009 og fjárframlag bókfært á lykil 10411-9695.

 

 

  1. Rekstur tjaldsvæða í Reykholti og á Laugarvatni.

Lögð fram tilboð sem borist hafa vegna útleigu á landi til reksturs tjaldsvæða í Reykholti og á Laugarvatni.  Innsend tilboð voru lögð fram á fundinum, en alls bárust tvö tilboð í leigu svæðanna, eitt tilboð í svæðið á Laugarvatni og eitt í svæðið í Reykholti.

Bjóðendur eru:

Laugarvatn Adventure, vegna tjaldsvæðis á Laugarvatni.

Steinunn Bjarnadóttir, vegna tjaldsvæðis í Reykholti.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela forstöðumanni framkvæmda- og þjónustusviðs ásamt sveitarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa.  Stefnt skuli að því að leggja fram samninga við tilboðsgjafa á næsta fundi sveitarstjórnar eða byggðaráðs.

 

  1. Gjaldskrá Aratungu.

Lögð fram gögn um forsendur gjaldskrár útleigu á aðstöðu Aratungu.  Forsendur útreiknings gjaldskrár ræddar.

Byggðaráð Bláskógabyggðar leggur til að gjaldskrá haldist óbreytt en bætt verði inn leiguflokki 9 sem er helgarleiga, en gjaldskráin verði tekin til endurskoðunar næsta haust.

 

  1. Samningar um snjómokstur og hálkuvörn.

Lagðir fram samningar, annars vegar um snjómokstur og hins vegar um hálkuvörn. Um er að ræða verkþætti sem m.a. hafa verið unnir í samvinnu við Vegagerðina undanfarin ár.  Verktaki skv. umræddum samningum er JH vinnuvélar, en hann hefur sinnt þessum verkþáttum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samninga.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

7.1.       Bréf forsætisráðuneytisins, dags. 2. mars 2009; úttekt á vatns- og jarðhitaréttindum.

Lagt fram bréf forsætisráðuneytisins, þar sem kynnt er starf nefndar sem ætlað er að gera úttekt á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins.  Nefndin óskar eftir því að teknar verði saman upplýsingar um alla þá samninga sem taka til framangreindra réttinda og sveitarfélagið hefur átt aðild að.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela oddvita Bláskógabyggðar að gera umrædda samantekt og senda til nefndarinnar.

7.2.       Bréf Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, dags. 21. janúar 2009; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, þar sem óskað er eftir framlagi kr. 58.000 vegna sumar- og helgardvalar fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ.  Einn einstaklingur úr Bláskógabyggð, yngri en 18 ára, dvaldi þar í tvær vikur síðast liðið sumar. Jafnframt er óskað eftir staðfestingu frá sveitarfélaginu um hugsanlega greiðslu framlags árið 2009.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita fjárframlagi kr. 58.000 til verkefnisins og staðfestir jafnframt að komið verði að þessu verkefni árið 2009 með sambærilegum hætti ef þjónusta þessi er nýtt af einstaklingum úr sveitarfélaginu.

7.3.       Bréf HSK, styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá HSK, þar sem óskað er eftir stuðningi við ferðakostnað sambandsins með 240 keppendur á Landsmót UMFÍ á Akureyri dagana 9. – 12. júlí í sumar.  Farið er fram á styrk að upphæð kr. 20.000.

Byggðaráð Bláskógabyggðar sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk, en bendir á styrkgreiðslur til HSK sem greiddar eru í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.       Kostnaðar- og efnahagsyfirlit 2008 fyrir bygginga- og skipulagsfulltrúa.

8.2.       Minnisblað um fund um Vegaskrá, dags. 25. febrúar 2009.

8.3.       Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. mars 2009; forvarnir.

8.4.       Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 11. mars 2009; aðalskipulag Reykholts.

8.5.       Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 13. mars 2009; unglingalandsmót 2011.

8.6.       Bréf menntamálaráðuneytisins, dags 12. mars 2009; Menningarlandið 2009.

8.7.       Endurnýjaður samningur við Intrum á Íslandi ehf. vegna innheimtuþjónustu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20.