89. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

miðvikudaginn 18. júní 2008, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Jón Harry Njarðarson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Endurskoðun Fjárhagsáætlunar 2008 (síðari umræða).

Lögð fram til síðari umræðu endurskoðuð fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2008. Sveitarstjóri gerði grein fyrir áætluninni og breytingu sem gerð hefur verið á henni frá fyrri umræðu. Breytingarnar felast í breyttum skilmálum fyrirhugaðrar lántöku vegna veituframkvæmda.

 

Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðureiknings Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verði kr. 673.656.000.  Rekstrargjöld samstæðu ásamt afskriftum kr. 601.581.000.  Fjármagnsgjöld áætluð kr. 40.965.000.  Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings áætluð jákvæð að upphæð kr. 31.111.000.

 

Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði 177.485.000 en innheimt gatnagerðargjöld á móti kr. 10.000.000.  Nettófjárfesting verði því kr. 167.485.000.

 

Oddviti bar upp fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2008 til samþykktar.  Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Í tengslum við fjárfestingar ársins þarf sveitarsjóður að taka lán til fjármögnunar að upphæð kr. 120.000.000 hjá Lánasjóði sveitarfélaga.  Fyrir liggur lánstilboð dags. 11. júní 2008.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 120.000.000 kr. til 25 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum, þ.e. 5,6% fastir verðtryggðir vextir. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til framkvæmda við kaldavatns- og hitaveitu sveitarfélagsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Valtý Valtýssyni, kt. 221060-2379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Bláskógabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

  1. Endurskoðun gjaldskrár um gatnagerðargjöld í þéttbýli Bláskógabyggðar (síðari umræða).

Tekin er til síðari umræðu tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá um gatnagerðargjöld í þéttbýli Bláskógabyggðar.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá um gatnagerðargjöld í þéttbýli Bláskógabyggðar og felur sveitarstjóra að koma henni til auglýsingar hjá B-deild Stjórnartíðinda.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30.