89. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 5. maí 2009 kl. 15:00.

 

Mættir: Margeir Ingólfsson formaður  í fjarveru Snæbjörns Sigurðssonar, Þórarinn Þorfinnsson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar, Kjartan Lárusson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       12. fundur skipulags- og byggingarnefndar ásamt 21. og 22. afgreiðslufundum byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

1.2.       112. fundur félagsmálanefndar.

Samþykkt samhljóða.

1.3.       Fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar, dags. 1. apríl 2009.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands ehf. dags 31. mars 2009.

2.2.       118. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.       150. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.

2.4.       283. fundur stjórnar AÞS ásamt minnisblaði.

2.5.       169. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.6.       762. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.7.       Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. dags. 20. mars 2009.

 

  1. Skipulagsmál.

3.1.       Skipulag þjónustulóða við Skólaveg, Reykholti.

Lagðar fram tillögur (umræðutillögur 1 og 2) að deiliskipulagi þjónustulóða við Skólaveg, Reykholti, sem unnin hefur verið af Pétri H. Jónssyni.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða  að “umræðutillaga 1” verði útfærð nánar og undirbúin til auglýsingar.  Málinu vísað til skipulagsembættisins til áframhaldandi úrvinnslu.

3.2.       Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

 

  1. Samningar vegna leigu á landi fyrir tjaldsvæði í Reykholti og á Laugarvatni.

Lagðir fram samningar vegna leigu á landi fyrir tjaldsvæði, annars vegar í Reykholti og hins vegar á Laugarvatni.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fram lagða samninga og felur sviðstjóra framkvæmda- og þjónustusviðs að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins, og þeir verði lagðir fram á næsta fundi sveitarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.

Ræddar voru forsendur endurskoðunar fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2009. Jafnframt lögð fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2009 ásamt framkvæmdaáætlun. Áætluninni vísað til sveitarstjórnar.

 

  1. Málefni embættis félagsmálastjóra Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Lagt fram tölvuskeyti frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni sem varða málefni embættis félagsmálastjóra Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.  Um er að ræða m.a. ráðningu í afleysingar hjá embættinu, aukningu stöðugilda hjá embættinu og framkvæmdir við lagfæringu á aðstöðu embættisins í húsi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Laugarási.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti umræddar mannaráðningar og kostnað við lagfæringu á aðstöðu embættisins, með fyrirvara um að önnur aðildarsveitarfélög samþykki það einnig.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

7.1.       Framkvæmdir við Bræðratunguveg, – aðkoma og bílastæði við Bræðratungukirkju.

Lagt fram tölvuskeyti frá Ólafi Björnssyni, lögmanni, sem hefur séð um samskipti landeigenda við Vegagerðina er varðar lagfæringu og klæðningu heimreiða að Bræðratungu í tengslum við framkvæmdir við nýjan Bræðratunguveg.

Byggðaráð Bláskógabyggðar lítur svo á, að afar brýnt sé að gengið verði frá heimreiðum við Bræðratungu í tengslum við vegaframkvæmdir við nýjan Bræðratunguveg.  Bræðratunga er kirkjustaður með kirkjugarð.  Aðkoma sveitarfélagsins að framkvæmdum þessum lýtur að lagfæringu á bílastæðum og aðkomu að kirkjugarði.  Nauðsynlegt er að heildaráætlun um framkvæmdir við kirkjuna og kirkjugarðinn liggi fyrir áður en endanleg afstaða er tekin til erindisins.

7.2.       Bréf Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 15. apríl 2009; lækkun húsaleigu.

Byggðaráð Bláskógabyggðar lýsir undrun sinni yfir tillögum um sparnað hjá Tónlistarskóla Árnesinga, ef sparnaðurinn á að felast að hluta til í því að minnka leigutekjur vegna aðstöðu hjá sveitarfélögunum.  Í raun liggur þá ekki fyrir tillögur um þann sparnað sem sveitarfélögin voru að kalla eftir, heldur að hluta til tilflutningur á kostnaði.  Byggðaráð getur því ekki litið svo á að markmiðum um sparnað sé náð með fyrirliggjandi tillögum og fellst ekki á lækkun leiguverðs, nema að öll aðildarsveitarfélög sem leigja aðstöðu til Tónlistarskólans geri slíkt hið sama.

7.3.       Bréf Verkfræðistofu Suðurlands, dags. 16. apríl 2009; átaksverkefni.

Lagt fram bréf Verkfræðistofu Suðurlands þar sem kynnt er umsókn um átaksverkefni við skráningu rotþróa, þar sem leitað verði eftir styrk frá Atvinnuleysistryggingasjóði.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka þessu boði Verkfræðistofu Suðurlands.

7.4.       Bréf Borghildar Guðmundsdóttur, dags. 14. apríl 2009; niðurgreiðsla leikskólagjalda.

Lagt fram bréf Borghildar Guðmundsdóttur þar sem óskað er eftir niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu vegna dagvistargjalda barns við vistun í leikskóla í Mosfellsbæ.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að niðurgreiða dagvistargjaldið, enda verði greiðslum hátta skv. samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga.

7.5.       Bréf Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 6. apríl 2009; samstarfssamningur.

Lagt fram bréf frá Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem óskað er eftir að gerður verði samningur milli sveitarfélaganna um samvinnu Grunnskóla Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps til loka skólaársins 2012/2013.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að gera samning við Grímsnes- og Grafningshrepp í anda þeirrar áætlunar sem lagt er til í framlögðu bréfi.  Sveitarstjóra falið að vinna drög að samningi við Grímsnes- og Grafningshrepp sem lagður verði síðan fyrir fræðslunefnd til umsagnar og sveitarstjórn til endanlegrar samþykktar.

7.6.       Tölvuskeyti Svæðisskrifstofu Suðurlands dags. 2. apríl 2009; starfsendurhæfing.

Vísað er til dagskrárliðar 6.6. í fundargerð byggðaráðs dags. 24. febrúar 2009.  Lagt fram tölvuskeyti frá Starfsendurhæfingu Suðurlands þar sem hugmynd um aðkomu sveitarfélaga er skýrð frekar.  Óskað er eftir fjárstyrk til félagsins til að standa undir stofnkostnaði.  Um er að ræða styrkbeiðni á bilinu kr. 50.000 – 500.000. Afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

7.7.      Tölvuskeyti Kvenfélags Laugdæla, dags. 12. apríl 2009; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Kvenfélags Laugdæla þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna ársfundar Sambands Sunnlenskra kvenna, sem haldinn verður á Laugarvatni 9. maí n.k.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 100.000.

7.8.       Tölvuskeyti Hinriks Ólafssonar, dags 7. apríl 2009; leyfi til kvikmyndatöku.

Lagt fram tölvuskeyti Hinriks Ólafssonar um leyfi til kvikmyndatöku við Geysi.  Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við umrædda kvikmyndatöku.  Byggðaráð leggur áherslu á að gott samstarf og samráð verði við landeigendur og góð umgengni verði á tökustað.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.       Bréf Vegagerðarinnar, dags. 14. apríl 2009; brú á Brúará (Kóngsvegi).

8.2.       Ársskýrsla Björgunarsveitar Biskupstungna 2008.

8.3.       Bréf Bændasamtaka Íslands, dags. 15. apríl 2009; skýrsla um fjallskil.

8.4.       Bréf Velferðarvaktarinnar, dags. 8. apríl 2009; vinnumarkaðsaðgerðir.

8.5.       Minnisblað vegna fundar um vegaskrá 3. apríl 2009.

8.6.       Tölvuskeyti Jónasar Hvannbergs dags. 21. apríl; stofnun sumarhúsafélags.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:50.