9. fundur

Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar 8.fundur nefndar.
Fundur haldinn heima hjá formanni  kl. 20.00  þriðjudaginn 29.10.2013.

Mætt:  Herdís Friðriksdóttir, Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir, Pálmi Hilmarsson,
Einar Á. Sæmundsen

1.  Herdís bauð alla velkomna og setti fund. Sigríður Jóna sagðist hafa á endanum náð í
Kristófer Tómasson sveitarstjóra í Skeiða og Gnúp.  og rætt við hann um
moltugerðarholur við heimahús í sveitinni. Kostnaður við hverja holu var hjá þeim um
13.000 kr. sem sveitarsjóður greiddi í upphafi. Þá  fær fólk 6.000 kr. afslátt af
sorphirðugjaldi og þeir sveitabæir sem setja sitt í haughús eða gera aðrar ráðstafanir, fá
10.000 kr. afslátt af sorphirðugjaldi. Talsverð umræða varð um þetta og ákveðið að
skoða málið mun betur hjá nágrönnum okkar og hvetja síðan til þess að ráðist verði í
þetta hjá okkur næsta sumar.

2.  Kefillinn var næstur á dagskrá og sagðist Herdís hafa verið í tölvupóstsamskiptum við
Svan Bjarnason hjá Vegagerðinni vegna kerfilsins sem er við Iðu. Svör frá þeim hafa
verið jákvæð en þó varkár og má reikna með því að þeir muni taka þátt í því sem við
leggjum til. Ýmsar tillögur voru ræddar eins og t.d. að fá gröfu til að skafa efsta lag
ofan af jarðvegi á hluta svæðisins, fá Veraldarvini til að stinga upp kerfilinn og jarða
en þá þurfum við vissulega að skaffa þeim húsnæði.  Þá var líka minnst á að hafa
samband við Eyfirðinga og mun Herdís gera það en þeir hafa eitrað um allan Eyjafjörð
til að halda niður  kerfli. Herdís sagðist hafa haft samband við Sigurð A. Magnússon
plöntuvistfræðing og áhugamann um eyðingu kerfils en hann starfar hjá
náttúrufræðistofnun. Gott væri að fá hann til að ræða við sveitunga um hve mikilvægt
sé að stemma stigu við útbreiðslu kerfils og ákveðið að reyna að fá hann með vorinu,
jafnvel koma á umhverfisþing. Valtýr sveitarstjóri  er hlynntur því að einhverjir
sumarstarfsmenn taki þátt í þeirri vinnu sem leggja þarf af mörkum en þá  þarf að hafa
gott aðhald á þeim eða öllu heldur fylgjast vel með að þau geri hlutina rétt. Þá var rætt
um að hafa samband við Lionsklúbbana og athuga með hvort þeir hefðu áhuga á að
taka þátt í þessu verkefni sem fjáröflun – hvort sem það yrði sveitarsjóður eða
vegagerðin sem greiddi fyrir það. Pálma falið að hafa samband við formenn
klúbbanna. Lítið er um kerfil í Hrunamannahreppi en þar hefur starfsmaður hreppsins
séð um að halda honum niðri. Einari falið að ræða við Grím Þór um hvort raunhæft sé
að gera þetta með gröfu eða vélavinnu, fá tilboð frá honum í 1 – 2 daga vinnu við
þetta. Einar stakk upp á að athuga hvort ekki væri ráð að setja heitt vatn á kerfilinn og
leist öllum vel á það. Gott að gera tilraun með vorinu neðan við veiðihúsið á Iðuhamri
til að mynda. Í lok þessarar umræðu var samin ályktun sem beint er til sveitarstjórnar
og er hún á þessa leið: Mælst til þess að sveitafélagið geri allt sem í þeirra valdi
stendur að uppræta kerfil á löndum sínum og upplýsi íbúa um mikilvægi þess að
útrýma plöntunni í görðum og landi sínu. Að nýta sína sumarstarfsmenn til þess að

uppræta kerfil innan sveitarfélagsins. Að kenna starfsmönnum sínum að þekkja
plöntuna og bestu aðferðir til að uppræta hana.

3.  Umhverfisþing.  Valgerður Sævarsdóttir hefur samþykkt að vera okkur innan handar
við að skipuleggja það en hún tók mikinn þátt í skólaþinginu sem haldið var í
Aratungu. Okkar hugur stendur til að halda þing af þessu tagi í mars eða svo þannig að
huga þarf að því sem fyrst að hefja undirbúning. Mikilvægt að vanda þá vinnu vel svo
árangur verði sem bestur. Umræðuefni þurfa að vera  t.d. fráveitumál, ferðaþjónustan
eins og t.d. Þingvallasvæðið, Geysir og Gullfoss. Við munum á næstu vikum meta
hvort áhugi sé fyrir þessu hjá sveitungum því ef lítið er um hann þá er vissulega til
lítils að halda áfram með þessa vinnu. Það er þó talsvert fengið með því að ná því að
halda það og munum við fara fram á 500.000 kr fjárframlag hjá sveitarstjórn til þessa
verkefnis. Þar að auki fer umhverfisnefnd fram á 500.000 kr. til eyðingar á Kerfli.

Fundi slitið kl. 22.00
Pálmi Hilmarsson ritaði fundargerð.