9. fundur framkvæmda og veitunefndar

 

 

 

 

 

  1. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn í Aratungu, Reykholti, 11. nóvember 2020, kl. 15:00.

 

 

Fundinn sátu:

Valgerður Sævarsdóttir, Helgi Kjartansson, Axel Sæland, Ásta Stefánsdóttir, Bjarni D. Daníelsson og Benedikt Skúlason, sem sat fundinn undir liðum nr. 1, 2 og 3.

Fundinn sátu í Aratungu Helgi, Ásta, Bjarni og Benedikt. Aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað.

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Heimtaugar 2020 – 2002024
Umsóknir um heimtaugar:
Umsókn um tengingu vatnsveitu að Sporðholti 4. Umsækjandi Enginn ehf, kt. 610316-1310.
Umsókn um tengingu vatnsveitu að Kjarnholtum 5. Umsækjandi Nebbi ehf/Hermann Kristjánsson, kt. 250362-2189.
Umsókn um tengingu vatnsveitu að Brúarhvammi 176071. Umsækjandi Kvótasalan ehf, kt. 590995-2079.
Lagðar voru fram eftirfarandi umsóknir:
Umsókn um tengingu vatnsveitu að Sporðholti 4 fnr. 202231. Umsækjandi Enginn ehf, kt. 610316-1310.
Umsóknin er samþykkt.

Umsókn um tengingu vatnsveitu að Kjarnholtum 5 L228 409. Umsækjandi Nebbi ehf/Hermann Kristjánsson, kt. 250362-2189.
Umsóknin er samþykkt.

Umsókn um tengingu vatnsveitu að Brúarhvammi L 176071. Umsækjandi Kvótasalan ehf, kt. 590995-2079.
Umsóknin er samþykkt með fyrirvara um að hún taki einungis til núverandi íbúðarhúss í Brúarhvammi.

2. Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 – 2009031
Fjárfestingaáætlun 2021 og þriggja ára áætlun
Farið var yfir tillögu að fjárfestingaáætlun fyrir árið 2021 og 3ja ára áætlun. Samþykkt að vísa tillögunni til sveitarstjórnar.
3. Gjaldskrá Bláskógaveitu 2021 – 2010002
Gjaldskrá Bláskógaveitu 2021
Farið var yfir tillögu að gjaldskrá Blaskógaveitu fyrir árið 2021. Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til sveitarstjórnar.
4. Verkfundargerðir vegna gatnagerðar Brekkuholti – 2011013
1. fundur haldinn 05.11.2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5. Kaup á körfubíl – 2011014
Tillaga um kaup á körfubíl
Lögð var fram tillaga um kaup á körfubíl, kaupverð kr. 2.500.000 auk vsk, hluti kaupverðs, kr. 1.000.000 greiðist við afhendingu og 1.500.000 auk vsk í janúar. Bíllinn nýtist m.a. við þjónustu við gatnalýsingu, sem sveitarfélagið yfirtók af RARIK 2019. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að kaupin verði samþykkt og gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun fyrir þeim hluta kaupverðs sem greiðist á þessu ári.
6. Samningur um ljósleiðaralagnir á Bergstöðum – 2011025
Samningur um kaup Bláskógaljóss á ljósleiðaralögnum í landi Bergstaða.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Kostnaður vegna hans rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 

Fundargerð var yfirfarin og samþykkt með tölvupósti.

 

Fundi slitið kl. 16:45.

 

 

 

 

 

 

Valgerður Sævarsdóttir   Helgi Kjartansson
Axel Sæland   Ásta Stefánsdóttir
Bjarni D. Daníelsson   Benedikt Skúlason