90. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 2. september 2008, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Jens Pétur Jóhannsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       80. fundur byggðaráðs, dags. 9. júlí 2008.

Samþykkt samhljóða.

1.2.       81. fundur byggðaráðs, dags. 12. ágúst 2008.

Samþykkt samhljóða.

1.3.       82. fundur byggðaráðs, dags. 26. ágúst 2008.

Samþykkt samhljóða.

Kjartan lagði fram eftirfarandi bókun:

Kjartan samþykkir ekki lið 1.1 í fundargerð byggðaráðs vegna 28. liðar fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 22. ágúst 2008, þar sem samþykkt er að auglýsa eina frístundalóð við Grafará þar sem það stangast á við bréf Skipulagsstofnunar dags 3. júlí 2008, þar sem “Skipulagsstofnun vekur athygli sveitarstjórna á að samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er óheimilt að vinna deiliskipulag fyrir einstaka lóðir,,

1.4.       5. verkfundur framkvæmda á Laugarvatni.

Greidd voru atkvæði um fundargerðina og var fundargerðin samþykkt með sex atkvæðum (MI, ÞÞ, DK, JPJ,KL og SÁA) og einn sat hjá (SS).

1.5.       6. verkfundur framkvæmda á Laugarvatni.

Greidd voru atkvæði um fundargerðina og var fundargerðin samþykkt með fimm atkvæðum (MI, ÞÞ, DK, JPJ og SÁA), einn greiddi atkvæði á móti(KL) og einn sat hjá (SS).

Kjartan lagði fram eftirfarandi bókun:

Kjartan samþykkir ekki að verklokum á gatnagerð á Laugarvatni verði frestað til 1. okt. 2009.

1.6.       7. verkfundur framkvæmda á Laugarvatni.

Greidd voru atkvæði um fundargerðina og  var fundargerðin samþykkt með fimm atkvæðum (MI, ÞÞ, DK, JPJ og SÁA), einn greiddi atkvæði á móti(KL) og einn sat hjá (SS).

Kjartan  lagði fram eftirfarandi bókun:

Kjartan samþykkir ekki að verklokum á gatnagerð á Laugarvatni verði frestað til 15. nóv. 2009.

 

1.7.       Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna.

                        Samþykkt samhljóða.

 

 

 

 1. Skipulagsmál:

2.1.       Tillaga um breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012;
þéttbýlið í Reykholti.

Lagðar fram athugsemdir sem komu fram á auglýsingartíma, en alls bárust 5 athugasemdir við aðalskipulagstillöguna.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skipulagsfulltrúa Uppsveitanna ásamt umsögn Pétur H. Jónssonar skipulagsfræðings áður en endanleg afstaða verður tekin til tillögunnar.  Afgreiðslu frestað þar til umsagnir liggja fyrir.

2.2.       Tillaga um breytingu deiliskipulags í Úthlíð: Vörðuás.

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóða við Vörðuás í landi Úthlíðar. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. júlí s.l. var breyting á deiliskipulagi fyrir umrætt svæði samþykkt eftir auglýsingu með ákveðnum breytingum. Byggðaráð staðfesti samþykktina á fundi 12. ágúst.

Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 22. ágúst 2008 er gerð athugasemd við að auglýsing um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar verði birt í B-deild stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagið sé háð lögum um umhverfismat áætlana vegna ruðnings á náttúrulegum skógi. Miðar Skipulagsstofnun við ruðning upp á 0,5 ha, en í deiliskipulagsbreytingunni kemur fram að miðað við hámarks byggingarmagn gæti ruðningur skógar verið rúmur 1 ha. Í ljósi þessa er endurskoðuð tillaga lögð fram þar sem lóðum fækkar um 3 auk þess sem hámarksstærð frístundahúsa á öllum lóðum nema einni minnkar úr 550 fm niður í 300 fm. Með þessum aðgerðum fer ruðningur skógar niður fyrir viðmið Skipulagsstofnunar. Fyrir liggur umsögn Skógræktar ríkisins frá 20. júlí 2008 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna auk þess sem landeigendur og skógræktin hafa gert samning um mótvægisaðgerðir vegna framkvæmdanna.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

 1. Tillaga um fyrirkomulag húsaleigu hjá Bláskógabyggð.

Lögð fram tillaga um fyrirkomulag húsaleigu hjá Bláskógabyggð ásamt útreikningum á verðbreytingu húsaleigu undanfarinna ára og viðmið hins almenna leigumarkaðar.  Markmið samþykktar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá árinu 2005, var að færa  leiguverð íbúðarhúsnæðis, í eigu sveitarfélagsins, í takt við almenna leigumarkaðinn.  Viðmiðun í því tilliti var raunhæf, en ekki var þar gert ráð fyrir verðbreytingu leiguverðs.  Leiguverð íbúðarhúsnæðis sveitarfélagsins er því í dag lægra sem nemur verðbreytingu byggingarvísitölu frá árinu 2005.

 

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:

Leigufjárhæð verði breytt á næsta ári í tveimur skrefum með það að markmiði að leigufjárhæð hækki um 30% (+ verðbreyting) fram að næsta hausti þannig:

 • 1. janúar 2009 hækki leigufjárhæð um kr. 90 á hvern fermetra leigðs húsnæðis. Jafnframt hækkar leigufjárhæð, fyrir hækkun, í samræmi við breytingu byggingarvísitölu á tímabilinu ágúst 2007 – júlí 2008.
 • 1. ágúst 2009 hækki leigufjárhæð um kr. 90 á hvern fermetra leigðs húsnæðis að viðbættri verðbreytingu byggingarvísitölu síðustu 12 mánuði (ágúst 2008 – júlí 2009).  Verðbreyting reiknist einnig á leigufjárhæð.
 • Eftir 1. ágúst 2009 taki leigufjárhæð breytingum, á 6 mánaða fresti, sem nemur breytingu á byggingarvísitölu frá þess tíma sem verðbreyting var síðast reiknuð. Í fyrsta skipti reiknist verðbreyting, eftir þrepahækkanir leigunnar,  þann 1. janúar 2010.

Greidd voru atkvæði um tillöguna og  var tillagan samþykkt með sex atkvæðum (MI, SS, ÞÞ, DK, JPJ og KL) og einn greiddi atkvæði á móti (SÁA).

 

Til að mæta þörf stjórnenda stofnana til að manna lausar stöður, var lögð fram tillaga um heimild stjórnenda stofnana Bláskógabyggðar um tímabundna niðurgreiðslu á húsaleigu til starfsmanna stofnana sveitarfélagsins:

 • Heimild um niðurgreiðslu er til staðar ef forstöðumenn stofnana eru að ráða til sín starfsfólk, eða hafa í störfum starfsfólk, sem ekki hefur húsnæði í sveitarfélaginu og sveitarfélagið hefur leiguhúsnæði aflögu eða aðgang að leiguhúsnæði á almennum markaði.
 • Forstöðumönnum stofnana er heimilt að niðurgreiða húsaleigu tímabundið, í allt að 3 ár, sem nemur 15% af húsaleigu. Ákvörðun verður þó alltaf að endurskoða árlega.

Niðurgreiðslan gjaldfærist á rekstur viðkomandi stofnunar.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

 1. Tillaga um gjaldskrárbreytingu mötuneytis Grunnskóla Bláskógabyggðar.

Lögð var fram tillaga um gjaldskrárbreytingu mötuneytis Grunnskóla Bláskógabyggðar.

Gjald fyrir hádegisverð hækki um sem nemur breytingu neysluverðsvísitölu síðasta árs, þ.e. 13%. Daggjald hækki því úr kr. 235 /dag í kr. 266 / dag.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 1. Fyrirspurnir frá Kjartani Lárussyni:

5.1.       Brúin yfir Brúará á Kóngsvegi.
Fengist hefur styrkur frá Vegagerðinni upp í kostnað við endurbætur á brúnni og verið er að vinna að því hvernig staðið skuli að viðgerð á henni.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að setja upp skilti við brúna þar sem henni er lokað þar til endurbætur hafa verið gerðar.  Umferð verði beint að annarri brú yfir Brúará nokkuð neðar, þar til viðgerð hefur farið fram.

5.2.       Gatnaframkvæmdir í Bláskógabyggð.
Oddviti svaraði framkomnum fyrirspurnum.

5.3.       Aðalskipulag Bláskógabyggðar.
Oddviti svaraði framkomnum fyrirspurnum.

5.4.       Kaldavatnsframkvæmdir.
Oddviti svaraði framkomnum fyrirspurnum.

5.5.       Lausaganga búfjár á Laugarvatni.
Oddviti svaraði framkomnum fyrirspurnum.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

6.1.       Erindi Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 25.08.2008; hesthús við Kerlingu.

Lagt fram bréf frá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshepps þar sem óskað er eftir samstarfi við Bláskógabyggð við að koma upp nýju hesthúsi við Kerlingu.

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að fara í viðræður við fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps um aðkomu að verkefninu.

6.2.       Erindi sameiningarnefndar almannavarnanefndar, dags. 21.08.08; drög að samþykkt.

Lögð fram tillaga að nýrri samþykkt fyrir almannavarnanefnd Árnessýslu, sem Ragnheiður Hergeirsdóttir sendi fyrir hönd sameiningarnefndar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að samþykkt og veitir oddvita sveitarstjórnar umboð til að undirrita samþykktina fyrir hönd Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn veitir sameiningarnefndinni umboð til að senda Héraðsnefnd Árnesinga erindi um að héraðsnefnd verði vettvangur ákvarðana og umræðu sem ráð er fyrir gert í framlagðri tillögu.  Jafnframt veitir sveitarstjórn fulltrúa Bláskógabyggðar í Héraðsnefnd Árnessýslu umboð til að ganga frá kjöri síns fulltrúa í nýja sameinaða almannavarnanefnd Árnessýslu á ársfundi í október 2008.

 

 1. Efni til kynningar:

7.1.       Bréf  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, 22.08.2008.

7.2.       Dagskrá Menntaþings sem haldið verður 12.09.2008.

7.3.       Bréf SASS, dags. 21.08.2008; ársþing SASS.

7.4.       Starfsskýrsla Leikskólans Álfaborgar – 2007-2008.

Sveitarstjórn þakkar velunna og greinargóða skýrslu.

7.5.       Ársskýrsla Björgunarsveitar Biskupstungna fyrir árið 2007.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:20.