90. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. maí 2009 kl. 15:00.

 

Mættir: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       113. fundur félagsmálanefndar.
Staðfest samhljóða.

1.2.       12. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar, 19. maí 2009.
Staðfest samhljóða.

1.3.       5. verkfundur vegna gatnagerðar í Reykholti; Bjarkarbraut.
Staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       432. fundur stjórnar SASS.

2.2.       114. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.3.       284. fundur stjórnar AÞS ásamt minnisblaði.

2.4.       170. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.5.       171. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.6.       763. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

 1. Endurnýjun tryggingasamnings við VÍS.

Lögð fram gögn og tilboð frá VÍS vegna endurnýjunar á tryggingapakka sveitarfélagsins.  Tilboðið felur í sér umtalsverða lækkun á tryggingariðgjöldum.  Byggðaráð samþykkir að ganga að tilboði VÍS og felur sveitarstjóra að undirrita samninga fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

 1. Erindi Reynis Bergsveinssonar; tilrauna- og rannsóknarverkefni með minkasíur.

Lagt fram erindi Reynis Bergsveinssonar, dags. 3. maí 2009, þar sem hann óskar eftir áframhaldandi stuðning við tilrauna- og rannsóknarverkefni með minkasíur.  Bláskógabyggð hefur undanfarin ár greitt Reyni verðlaun skv. verðskrá Veiðistjóraembættisins fyrir hvert unnið dýr.  Byggðaráð samþykkir að greiða Reyni Bergsveinssyni áfram verðlaun, þetta árið, skv. verðskrá Veiðistjóraembættisins með sama hætti og síðustu ár.

 

 1. Niðurstaða útboðs á sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.

Lögð fram fundargerð vegna opnunar tilboða í sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 13. maí 2009.  Eftirfarandi tilboð bárust í útboðið verk:

 1. Gísli Þ. Einarsson 490.454.000
 2. Gámaþjónustan hf. 227.822.826
 3. Íslenska gámafélagið ehf. 285.310.200
 4. GT Gámar ehf.     299.359.050

 

Kostnaðaráætlun verkkaupa                      380.176.431

 

Einnig komu 3 tilboðsgjafar með frávikstilboð, en það voru Gámaþjónustan með eitt, Íslenska gámafélagið með tvö og GT Gámar með eitt.

Verið er að yfirfara innkomin tilboð og bera saman við útboðsgögn.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

6.1.       Bréf Bjarna Sveinssonar, dags. 14. maí 2009; uppsögn samnings.
Í framlögðu bréfi Bjarna Sveinssonar segir hann upp samningi sínum um skólaakstur hjá Grunnskóla Bláskógabyggðar frá og með næstu áramótum.  Byggðaráð vill þakka Bjarna Sveinssyni fyrir gott og farsælt starf við akstur skólabarna hjá sveitarfélaginu.

6.2.       Bréf Skólahreysti, móttekið 12. maí 2009; styrkumsókn.
Lagt fram bréf frá Skólahreysti þar sem óskað er eftir fjárstyrk frá Bláskógabyggð, sem styrkja á framkvæmd verkefnisins.  Grunnskóli Bláskógabyggðar tók þátt í Skólahreysti á þessu ári. Byggðaráð samþykkir því að greiða styrk til verkefnisins að upphæð kr. 20.000.

6.3.       Bréf SÁÁ, móttekið 12. maí 2009; styrkumsókn.
Lagt fram bréf frá SÁÁ þar sem óskað er eftir fjárstyrk.  Byggðaráð sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk.

6.4.       Bréf Klæðningar ehf, dags. 14. maí 2009; aðkoma Bletts ehf að framkvæmdum við Bjarkarbraut.
Lagt fram bréf  Klæðingar ehf  þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar að Blettur efh sjái um lagningu slitlags á Bjarkarbraut, Reykholti,og að reikningar vegna þess verkþáttar verði stílaðir beint frá Bletti ehf og greitt beint til þeirra.
Byggðaráð samþykkir það fyrirkomulag svo framarlega að öll verð séu í samræmi við áður samþykkt tilboð Klæðningar ehf.

 

 1. Efni til kynningar:

7.1.       Bréf SASS, dags. 14. maí 2009; ársþing 2009.

7.2.       Bréf ÍSÍ, dags. 29. apríl 2009; samþykktir 69. íþróttaþings ÍSÍ.

7.3.       Bréf FOSS, móttekið 12. maí 2009; ályktun aðalfundar FOSS.

7.4.       Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 8. maí 2009; úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2009.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.