91. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 7. október 2008, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Rósa Jónsdóttir, sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Kjartan leggur til dagskrárbreytingu að tölvubréf Guðmundar Sæmundssonar dags. 27. september 2008 verði tekið fyrir á fundinum.

Greidd voru atkvæði um dagskrárbreytinguna og var dagskrárbreytingin felld með fjórum atkvæðum (MI, ÞÞ, JPJ og RJ) og tveir greiddu atkvæði með(KL og DK)

Jóhannes kom til fundar í upphafi umræðu fundargerðar byggðaráðs.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    83. fundur byggðaráðs, dags. 30. september 2008.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Skipulagsmál:

2.1.    Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012; Reykholt.

 

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, innan þéttbýlisins Reykholts, var auglýst til kynningar frá 26. maí til 23. júní 2008, með fresti til athugasemda til 7. júlí 2008. Í tillögunni fólst eftirfarandi:

 

 1. Iðnaðarsvæði norðan Biskupstungnabrautar stækkar um 1 ha til suðurs.
 2. Landbúnaðarsvæði norðan Biskupstungnabrautar breytist í íbúðabyggð (6,8 ha), athafnasvæði (2,3 ha) og opið svæði til sérstakra nota (3 ha)
 3. Athafnalóð við Vegholt breytist í opið svæði til sérstakra nota.
 4. Um 20 ha landbúnaðarsvæði sunnan Biskupstungnabrautar breytist í íbúðarsvæðis.
 5. Svæði með blandaða landnotkun athafnasvæðis og landbúnaðarsvæðis breytist í íbúðarsvæði.
 6. Gert er ráð fyrir tveimur hringtorgum á Biskupstungnabraut auk þess sem öðrum tengingum fækkar úr 10 í 2.

 

Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum:

 

 1. Ásborg Arnþórsdóttir og Jón K. Bragason dags. 1. júlí 2008.

Óskað eftir að lóð þeirra, Lambaflöt/Dalbraut 7 verði áfram skilgreind sem garðyrkjulóð.

 

 1. Ásta Rut Sigurðardóttir og Sveinn Kristinsson dags. 6. júlí 2008.

Krafist að þinglýstur lóðarsamningur haldi sér auk þess sem bent er á nauðsyn þess að í skipulaginu komi fram framtíðarskipulag fyrir gámasvæði (sorphirðu) innan þéttbýlisins.

 

 1. Helgi Kjartansson og Sylvía Sigurðardóttir dags. 5. júlí 2008.

Því mótmælt að breyta eigi landnotkun lóðarinnar Dalbraut 2, að henni verði breytt úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði. Þá er tvær athugasemdir sem varða deiliskipulag svæðisins.

 

 1. Guðni Lýðsson og Þuríður Sigurðardóttir dags. 29. júní 2008.

Gerð er athugasemd við breytingu á landnotkun lóðarinnar Dalvegur 12 (Lambadalur) úr athafnasvæði í íbúðarsvæði.

 

 

 1. Þorsteinn Þórarinsson og Guðrún Sveinsdóttir dags. 4. júlí 2008.

Óskað eftir að halda þeim réttindum sem fram koma í þinglýstum lóðarleigusamningi um að heimilt sé að byggja gróðurhús á lóðinni Bjarkarbraut 3. Þá er gerð athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir að loka eigi gatnamótum við Friðheima.

 

Afgreiðslu frestað til næsta fundar og oddvita falið að ræða við hlutaðeigandi aðila áður en afgreiðsla ferð fram.

 

2.2.    Bréf frá Landslögum lögfræðistofu, dags. 7. júlí 2008; Fljótsholt í Reykholti.

Lagt fram bréf sem Landslög lögfræðistofa sendi skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps þann 7. júlí 2008.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til efnislegrar afgreiðslu hjá skipulagsnefnd áður en endanleg afgreiðsla sveitarstjórnar fari fram.

2.3.   Tillaga að breytingu á skipulagi hesthúsahverfis á Laugarvatni.

Lögð fram tillaga að breytingu á skipulagi hesthúsahverfisins á Laugarvatni, sem unnin hefur verið af Oddi Hermannssyni í samstarfi við Hestamannafélagið Trausta.

Fram hafa komið athugasemdir frá Vegagerðinni vegna vegtengingar inn á svæðið.  Afgreiðslu frestað.

 

 1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2008 (fyrri umræða).

Valtýr Valtýsson yfirfór framlagða tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2008. Umræður urðu um framlagða tillögu og Valtýr svaraði framkomnum spurningum.  Tillögunni vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.

 

 1. Tillaga um samstarfssamning milli Bláskógabyggðar og Hestamannafélagsins Loga, um samstarf um íþrótta- og æskulýðsstarf.

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Bláskógabyggðar og Hestamannafélagsins Loga um samstarf í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða framlagðan samstarfssamning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

 1. Fyrirspurnir frá Kjartani Lárussyni:

5.1.    Hvað eru margir hundar skráðir í Bláskógabyggð?

Svar:  12 hundar.

5.2.    Hvenær á að smala því fé sem er innan Laugarvatnsgirðingar?

Svar:  Ekki er komin dagsetning á smalamennsku en búið er að ræða við bændur í Eyvindartungu um að koma að henni.

 

 

 1. Innsend bréf og erindi:

6.1.    Tölvuskeyti Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 9. júlí 2008, sbr. bókun byggðaráðs 12. ágúst 2008 (81. fundur) dagskrárlið 5.4.

Byggingarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps hefur engar frekari upplýsingar eða gögn til framlagningar.  Lítur sveitarstjórn Bláskógabyggðar því þannig á að öll gögn málsins séu fram komin.

6.2.       Bréf frá Lögmönnum Suðurlandi, dags. 1. október 2008; Landskiptagjörð jarðarinnar Einiholt 1.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagða landskiptagjörð og felur sveitarstjóra að staðfesta samþykki hennar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.