91. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 30. júní 2009 kl. 15:00.

 

Mættir: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Drífa Kristjánsdóttir, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       114. fundur félagsmálanefndar.

Staðfest samhljóða.

1.2.       14. fundur skipulags- og byggingarnefndar, ásamt 26. og 27. afgr.fundum bygg.fulltr.

Staðfest samhljóða.

1.3.       Fundargerð vegna opnunar tilboða í lóðarmótun við gerð gámaplana.

Byggðaráð Bláskógabyggðar felur sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       424. fundur stjórnar SASS.

2.2.       119. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.       764. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.4.       172. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.5.       173. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.6.       Aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands, 3. júní 2009.

 

  1. Skipulagsmál

3.1.       Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis við Hótel Geysi og Geysisstofu, Haukadal.
Lögð fram til kynningar eftir auglýsingu tillaga að deiliskipulagi 8 ha svæðis umhverfis Hótel Geysi og Geysisstofu, milli Biskupstungnabrautar og Beinár. Á svæðinu eru í dag þrjú eldri skipulög sem falla úr gildi með gildistöku nýs deiliskipulags. Í tillögunni er gert ráð fyrir byggingarreit vegna stækkunar Geysisstofu um allt að 1.600 fm, byggingarreit fyrir hótel sunnan við núverandi dvalarhús sem gæti verið allt að 2.400 fm að grunnfleti og byggingarreit fyrir stækkun Hótels Geysis um allt að 4.500 fm. Í landi Haukadals 4, austast á svæðinu, er síðan gert ráð fyrir byggingarreit fyrir bílskúr, reit fyrir stækkun íbúðarhúss, reit fyrir nýtt frístundahús og  reit vegna stækkunar núverandi frístundahúss. Deiliskipulagið gerir einnig ráð fyrir stækkun bílastæða vestan Geysisstofu. Tillagan var auglýst til kynningar 14. maí sl. með athugasemdafresti til 25. júní. Tvær athugasemdir bárust og eru þær hér lagðar fram til kynningar. Athugasemdir bárust annars vegar frá Hrönn Greipsdóttur og Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni og hins vegar frá Bjarna Sigurðssyni.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa.

 

3.2.       Lóðarblöð Syðri-Reykjum.
Afgreiðslu frestað.

 

  1. Staða framkvæmda hjá Bláskógabyggð.

Oddviti og sveitarstjóri gerðu grein fyrir stöðu eftirtalinna framkvæmda hjá Bláskógabyggð:

  • Bjarkarbraut, Reykholti
    Viðræður eru í gangi við verktaka um verklok.
  • Göngustígur í Laugarási
    Gert hefur verið samkomulag við verktaka um slitlag á göngustíg og skal verkinu lokið fyrir 15. júlí n.k.
  • Lóðamótun á gámastöðvum
    Verkið hefur verið boðið út og gengið verður frá verksamningi við lægstbjóðanda í lok vikunnar. Sjá lið 1.3. í fundargerð.
  • Aðstaða hestamanna á Laugarvatni
    Lokið hefur verið við þann áfanga framkvæmda við aðkomu og vallargerð sem sveitarfélagið samþykkti aðkomu að á þessu fjárhagsári.
  • Staða framkvæmda við Túnahverfi á Laugarvatni
    Ljóst er að verulegar breytingar hafa orðið á forsendum um grundvöll verksamnings við verktaka við gatnagerð í Túnahverfi. Í ljósi þess telur byggðaráð mikilvægt að teknar verði upp viðræður við verktaka um endurskoðun verksamnings og framkvæmdir í Túnahverfi. Oddvita og sveitarstjóra falið að hefja viðræður við verktaka.

 

 

  1. Kaupsamningur vegna íbúðar í Kistuholti 3b, Reykholti.

Lögð fram drög að kauptilboði í íbúðina Kistuholt 3b, Reykholti, ásamt bílageymslu.  Íbúðin er í eigu Jóns Sveinbergssonar sem erfði hana eftir Þorlák Jónsson.  Fyrir liggur matsgjörð löggilts fasteignasala um verðgildi húsnæðisins.

Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og felur sveitarstjóra að ganga frá kaupum á eigninni fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

  1. Ósk um umsagnir:

6.1.       Umhverfisnefnd Alþingis; tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009 – 2013.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við efni þingsályktunarinnar.

6.2.       Samband íslenskra sveitarfélaga; reglur um skólaakstur.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að reglum um skólaakstur.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

7.1.       Héraðsnefnd Árnesinga, 27. maí 2009; endurskoðaður samningur um Héraðsnefnd Árnesinga.

Lagður fram breyttur samningur um Héraðsnefnd Árnesinga sem samþykktur var á aukafundi Héraðsnefndar Árnesinga þann 12. maí s.l.  Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á samningi um Héraðsnefnd Árnesinga og felur oddvita að undirrita hann fyrir hönd Bláskógabyggðar.

7.2.       Fræðslunet Suðurlands, 27. maí 2009; afmælisblað Fræðslunetsins.

Lagt fram bréf frá Fræðsluneti Suðurlands, þar sem óskað er eftir styrk við útgáfu afmælisrits. Byggðaráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 12.000.

7.3.       Bréf frá félagi eldriborgara í Biskupstungum, mótt. 19. júní 2009; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Félagi eldriborgara í Biskupstungum, sem móttekið var þann 19. júní s.l. Óskað er eftir styrk kr. 60.000 vegna kostnaðar við leikfimi í íþróttahúsinu Reykholti veturinn 2008 – 2009.  Byggðaráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 60.000.

7.4.       Skeyti frá Landi og sögu, dags. 25. júní 2009; tilboð um umfjöllun í ferðablaði.

Lagt fram skeyti frá Landi og sögu þar sem boðið er umfjöllun í ferðablaði.  Byggðaráð sér sig ekki fært að taka fram lögðu tilboði.

7.5.       Bréf frá Tónkjallaranum ehf. – Tónsmiðju Suðurlands, dags. 11. júní 2009; beiðni um fjárhagslegan stuðning.

Lagt fram bréf frá Tónkjallaranum þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við Bláskógabyggð vegna reksturs Tónsmiðju Suðurlands.  Umfang samnings geri ráð fyrir niðurgreiðslu námskostnaðar fyrir allt að 10 nemendur.
Byggðaráð sér sig ekki fært að verða við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkum útgjöldum á fjárhagsáætlun ársins.

7.6.       Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu.

Sveitarfélögum landsins ber að gera viðbragðsáætlun um hugsanlegan heimsfaraldur inflúensu og mun Almannavarnarnefnd Árnessýslu halda utan um verkefnið í Árnessýslu.  Bláskógabyggð verður að útfæra sína viðbragsáætlun í samræmi við sniðmát sem unnið hefur verið af Almannavörnum ríkisins.  Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna að þessu verkefni í samvinnu við framkvæmdastjórn Almannavarna Árnessýslu.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.       Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. maí 2009; frumvarp til vegalaga.

8.2.       Bréf menntamálaráðuneytis, dags. 15. júní 2009; viðbragðsáætlun inflúensufaraldurs.

8.3.       Bréf Sigríðar Jónsdóttur vegna skólamála.

8.4.       Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 28. maí 2009; deiliskipulag við Hótel Geysi.

8.5.       Bréf samgönguráðuneytisins dags. 28. maí 2009; rafrænar kosningar.

8.6.       Bréf Kvenfélags Laugdæla; þakkarbréf.

8.7.       Bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. júní 2009; Hakið á Þingvöllum.

8.8.       Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 29. maí 2009; aðgerðaráætlun vegna verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns.

8.9.       Ársreikningur Gufu ehf. 2008;  lagður fram á fundinum til kynningar.

8.10.     Ársreikningur Háskólafélags Suðurlands ehf. 2008; lagður fram á fundinum til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.