92. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 28. október 2008, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Jón H. Njarðarson sem varamaður Þórarins Þorfinnssonar, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Milliuppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar, 31. ágúst 2008.

Lagt fram uppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2008.  Fram kemur í yfirlitinu að A-hluti skilar jákvæðri niðurstöðu að upphæð kr. 25.391.119 og niðurstaða samstæðu jákvæð að upphæð kr. 13.801.104.  Mesta frávik í milliuppgjöri er hækkun fjármagnskostnaðar sem er orðinn 23 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir allt rekstrarárið.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2008 (síðari umræða).

Tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2008 tekin til umræðu.  Áætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verið kr. 701.944.000.  Rekstrargjöld samstæðu ásamt afskriftum kr. 613.595.000.  Fjármagnsgjöld áætluð kr. 87.947.000  Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður jákvæð að upphæð kr. 403.000.

Ljóst er að rekstarstaða sveitarsjóðs er mjög þröng vegna aukins fjármagnskostnaðar og ytri forsendur mega ekki breytast mikið ef að framlögð áætlun á að standast.

Valtýr kynnti framlagða áætlun og svaraði fyrirspurnum.

Kjartan lagði fram eftirfarandi  tillögu fyrir hönd T-listans:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að lækka laun allra æðstu stjórnenda sveitarfélagsins um 20% og einnig laun sveitarstjórnarmanna um sömu prósentu.

Greinargerð: Þar sem fjárhagsáætlun hefur farið mikið úr böndunum er nauðsynlegt að skera niður, þá er rétt við þessar erfiðu aðstæður að byrja hjá stjórnendum sveitarfélagsins.

Greidd voru atkvæði um tillöguna og var tillagan felld með fjórum atkvæðum (MI, JHN, JPJ, SS) og þrír greiddu atkvæði með (JS, DK og KL).

Þ- listin lagði fram eftirfarandi bókun:

Þ-listinn hafnar því að lækka samningsbundin laun starfsmanna sveitarfélagsins einhliða, en ef samstaða næst um það meðal starfsmanna Bláskógabyggðar að lækka laun sín þá munu stjórnendur örugglega taka þátt í því. Þ-listinn vill benda einstökum sveitarstjórnarmönnum á að ef þeir vilja lækka við sig laun fyrir störf sín í sveitarstjórn þá er þeim það heimilt.

T- listinn lagði fram eftirfarandi tillögu:

T- listinn gerir að tillögu sinni að laun allra kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn verði lækkuð um 20%.

Greidd voru atkvæði um tillöguna og var tillagan felld með fjórum atkvæðum (MI, JHN, JPJ, SS) og þrír greiddu atkvæði með (JS, DK og KL).

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2008.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.