92. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. júlí 2009 kl. 15:00.

 

Mættir: Margeir Ingólfsson, Þórarinn Þorfinnsson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar, Drífa Kristjánsdóttir og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

1.1.       77. fundur fulltrúaráðs BÁ.

 

 1. Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis við Hótel Geysi og Geysisstofu, Haukadal.
  Vísað er til bókunar í lið 3.1. í fundargerð 91. fundar byggðaráðs, en þá var afgreiðslu frestað og óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa.

 

Lögð fram að nýju eftir auglýsingu tillaga að deiliskipulagi 8 ha svæðis umhverfis Hótel Geysi og Geysisstofu, milli Biskupstungnabrautar og Beinár. Tillagan var auglýst til kynningar 14. maí sl. með athugasemdafresti til 25. júní 2009. Tvær athugasemdir bárust, annars vegar frá Hrönn Greipsdóttur og Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni og hins vegar frá Bjarna Sigurðssyni. Þá liggja fyrir umsagnir Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þá liggur fyrir minnsblað skipulagsráðgjafa dags. 22. júlí 2009, f.h. landeigenda, um innkomnar athugasemdir og umsagnir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir.

Tillagan er nú lögð fram með eftirfarandi breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir og fyrirliggjandi umsagnir.

 1. Deiliskipulag um leigulóð Landsímans (Mílu) látið halda sér óbreytt frá því sem er.
 2. Vegtenginum við Biskupstungnabraut fækkað um tvær (2) og bætt við einni (1) nýrri tengingu vestan þjónustumiðstöðvar.
 3. Gata vestan við bílastæði við þjónustumiðstöð lögð niður og syðsta bílastæði minnkað og gert að starfsmannastæði auk nýrrar snúningsaðstöðu fyrir rútubifreiðar.
 4. Byggingarreitur nýrrar hótelbyggingar minnkaður um 342m² og mænishæð lækkuð um 1m og byggingarreit og bílastæðum víxlað.
 5. Umfjöllun um hljóðvistarmál bætt við í greinargerð og auknar kvaðir um gróðursvæðinu milli svæða.
 6. Hreinsimannvirki staðsett syðst í skipulagsreit og ýtarlegri umfjöllun í greinargerð.

 

Deiliskipulagið samþykkt skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með ofangreindum breytingum, með fyrirvara um undanþágu umhverfisráðherra frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar frá ám og vötnum.  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

 1. Verksamningur um Túnahverfi.

Sveitarstjóra og oddvita var falið á síðasta fundi byggðaráðs að hefja viðræður við verktaka um endurskoðun á gildandi verksamningi við Byggingarfélag Laugarvatns ehf.  Lögð voru fram gögn og yfirlit yfir stöðu framkvæmda á Túnahverfinu á Laugarvatni.  Kynnt var hugmynd og drög að samkomulagi um lúkningu gildandi samnings og uppgjöri vegna þess.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og oddvita að ganga til samninga við Byggingarfélag Laugarvatns um verklok í samræmi við þær hugmyndir sem kynntar voru.

 

 

 1. Kauptilboð vegna íbúðarinnar Rein á Laugarvatni.

Sveitarstjóri lagði fram kauptilboð vegna íbúðarinnar Rein á Laugarvatni.  Búið er að senda menntamálaráðuneytinu erindi varðandi fyrirhugaða sölu, en ríkið hefur samkvæmt samningi um skiptingu eigna á Laugarvatni, dags. janúar 1996, forkaupsrétt á íbúðinni.  Beðið er eftir afgreiðslu ráðuneytisins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að selja tilboðsgjafa íbúðina skv. fyrirliggjandi kauptilboði að fengnu samþykki ríkisins.  Byggðaráð felur sveitarstjóra að ganga frá sölu íbúðarinnar og gefur honum fullt umboð til þess að undirrita öll skjöl er varðar söluna fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

 1. Efni til kynningar:

5.1.       Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 30. júní 2009; Krossholtsmýri.

5.2.       Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2008.

5.3.       Bréf Vinnueftirlitsins, dags 6. júlí 2009; áhættumat starfa.

5.4.       Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 17. júlí 2009; málþing.

5.5.       Bréf félags fagfólks í frítímaþjónustu, dags. 15. júlí 2009; félagsmiðstöðvar.

5.6.       Bréf MFS, dags. 22. júní 2009; staða byggingariðnaðarins.

5.7.       Tölvuskeyti Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 16. júlí 2009; kostnaður vegna Alþingiskosninga.

5.8.       Bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 21. júlí 2009; framlög til námsgagnasjóðs.

5.9.       Bréf AFS, dags. 20. júlí 2009; skiptinemasamtökin.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.