93. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 11. nóvember 2008, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerð byggðaráðs Bláskógabyggðar, 84. fundur, til staðfestingar.

Staðfest samhljóða.

 

  1. Skipulagsmál.

 

2.1.   Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000 – 2012; Reykholt.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, innan þéttbýlisins Reykholt, var auglýst til kynningar frá 26. maí til 23. júní 2008, með fresti til athugasemda til 7. júlí. Í tillögunni fólst eftirfarandi:

 

  1. Iðnaðarsvæði norðan Biskupstungnabrautar stækkar um 1 ha til suðurs.
  2. Landbúnaðarsvæði norðan Biskupstungnabrautar breytist í íbúðabyggð (6,8 ha), athafnasvæði (2,3 ha) og opið svæði til sérstakra nota (3 ha)
  3. Athafnalóð við Vegholt breytist í opið svæði til sérstakra nota.
  4. Um 20 ha landbúnaðarsvæði sunnan Biskupstungnabrautar breytist í íbúðarsvæði.
  5. Svæði með blandaða landnotkun athafnasvæðis og landbúnaðarsvæðis breytist í íbúðarsvæði.
  6. Gert er ráð fyrir tveimur hringtorgum á Biskupstungnabraut auk þess sem öðrum tengingum fækkar úr 10 í 2.

 

Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum:

 

  1. Ásborg Arnþórsdóttir og Jón K. Bragason dags. 1. júlí 2008.

Óskað eftir að lóð þeirra, Lambaflöt/Dalbraut 7 verði áfram skilgreind sem garðyrkjulóð.

 

  1. Ásta Rut Sigurðardóttir og Sveinn Kristinsson dags. 6. júlí 2008.

Krafist að þinglýstur lóðarsamningur haldi sér auk þess sem bent er á nauðsyn þess að í skipulaginu komi fram framtíðarskipulag fyrir gámasvæði (sorphirðu) innan þéttbýlisins.

 

  1. Helgi Kjartansson og Sylvía Sigurðardóttir dags. 5. júlí 2008.

Því mótmælt að  landnotkun lóðarinnar Dalbraut 2 verði breytt úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði. Þá er tvær athugasemdir sem varða deiliskipulag svæðisins.

 

  1. Guðni Lýðsson og Þuríður Sigurðardóttir dags. 29. júní 2008.

Gerð er athugasemd við breytingu á landnotkun lóðarinnar Dalvegur 12 (Lambadalur) úr athafnasvæði í íbúðarsvæði.

 

  1. Þorsteinn Þórarinsson og Guðrún Sveinsdóttir dags. 4. júlí 2008.

Óskað eftir að halda þeim réttindum sem fram koma í þinglýstum lóðarleigusamningi um að heimilt sé að byggja gróðurhús á lóðinni Bjarkarbraut 3. Þá er gerð athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir að loka eigi gatnamótum við Friðheima.

 

Umsögn: Í tillögu að aðalskipulaginu er ekki verið að gera breytingar á landnotkun lóðar nr. 3 við Bjarkarbraut. Varðandi vegtengingu við Friðheima, þá hefur verið reynt að finna nýjar leiðir til að tengja Friðheima við aðra vegi innan Reykholts með það að markmiði að loka núverandi tengingu. Það hefur því miður ekki gengið og þess vegna er tengingin látin halda sér.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu á  breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000 – 2012 , Reykholt, skv. 21. grein skipulags- og byggingarlaga að undanskildum lóðunum Dalbraut 2, 3 og 7 og Dalvegi 12. Landnotkun þessara lóða verði vísað til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulaga í Bláskógabyggð.  Jafnframt felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps að vinna málið áfram og senda þeim aðilum sem gert hafa athugasemdir við auglýsta breytingartillögu umsagnir sveitarstjórnar ásamt niðurstöðu málsmeðferðar.

 

2.2     Tillaga að breytingu á skipulagi hesthúsahverfis á Laugarvatni.

Afgreiðslu var frestað á 91. fundi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu að breytingu aðalskipulags á hesthúsahverfinu á Laugarvatni til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulaga í Bláskógabyggð.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegtengingu inn á svæðið skv. gildandi deiliskipulagi og undirbúning keppnisvallar. Forstöðumanni þjónustu- og framkvæmdasviðs falið að vinna að framgangi verksins í samvinnu við embætti skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

 

  1. Tillaga og greinargerð um framkvæmd sorphirðu í Bláskógabyggð ásamt drögum að útboðsgögnum.

Halldór Karl Hermannsson, forstöðumaður þjónustu- og framkvæmdasviðs, kom inn á fund sveitarstjórnar undir þessum dagskrárlið og kynnti tillögu um framkvæmd sorphirðu í Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða það upplegg sem fyrirliggjandi tillaga um framkvæmd sorphirðu í Bláskógabyggð felur í sér.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi drög að útboðsgögnum og felur sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs ásamt sveitarstjóra að aðlaga útboðsgögn að sameiginlegu útboði með Grímsnes- og Grafningshreppi.  Sveitarstjóra falið umboð til þess að gera viðhlítandi breytingar á útboðsgögnum í samræmi við áherslur og aðkomu Grímsnes- og Grafningshrepps að fyrirliggjandi útboði og koma í útboðsferil.

Halldór Karl vék af fundi.

 

 

  1. Erindi Byggingarfélags Laugarvatns ehf. dags. 6. nóvember 2008.

Snæbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessar liðar.
Lagt fram bréf Byggingarfélags Laugarvatns ehf. dags. 6. nóvember 2008, þar sem óskað er eftir breytingu á samningsbundnu fyrirkomulagi framkvæmda á Menntaskólatúni, Laugarvatni, og endurskoðun samnings þar að lútandi, sem undirritaður var 18. október 2007.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Byggingarfélag Laugarvatns ehf. um breytingu á gildandi samningi vegna verklegra framkvæmda á Menntaskólatúni með það að markmiði að áfangaskipta framkvæmdasvæði og lengja framkvæmdatíma í takt við beiðni félagsins.  Oddvita og sveitarstjóra falið að gera tillögu að viðauka við gildandi samning í takt við þá beiðni sem liggur frammi frá Byggingarfélagi Laugarvatns ehf. sem lagður verði fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50.