93. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 25. ágúst 2009 kl. 15:00.
Mættir: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Drífa Kristjánsdóttir, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
Formaður lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 8 og færast aðrir liðir aftur sem því nemur. Tillagan samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til staðfestingar:
1.1. 15. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Varðandi 26. dagskrárlið fundargerðar, en þar er tekið fyrir bréf frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur, þar sem sótt er eftir því að fá afnot af tveimur vegum sem eru í umsjón sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar. Um er að ræða veg 365, Gjábakkavegur, frá vegi 36 til 37, og hins vegar sem áður var vegur 52 en er nú vegur 550. Sá vegur er frá norðanverðu Sandkluftavatni að gatnamótum við Kaldadal / Uxahryggi.
Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að vegur 550 verði nýttur til akstursíþrótta fjóra daga á ári eins og óskað er eftir, enda verði vel um hann gengið og allt umhverfi hans.
Hvað varðar veg 365, Gjábakkaveg, bendir byggðaráð á að samkvæmt aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 er gert ráð fyrir að sá vegur verði göngu- og reiðleið þegar nýr Lyngdalsheiðarvegur verður tekinn í gagnið. Byggðaráð telur því að akstursíþróttir samræmist ekki nýtingu vegarins þegar hann verður aflagður sem akvegur en nýttur sem göngu- og reiðleið.
Fundargerðin staðfest samhljóða að öðru leyti.
- Fundargerðir til kynningar:
2.1. 425. fundur stjórnar SASS.
2.2. 120. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
- Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.
- Verksamningur um Túnahverfi.
Snæbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Lögð fram drög að samkomulagi milli Bláskógabyggðar og Byggingarfélags Laugarvatns, þar sem samstarfssamningi aðila um uppbyggingu gatna á Menntaskólatúni, Laugarvatni, er rift. Jafnframt felur fram lagt samkomulag í sér fjárhagslegt uppgjör milli aðila.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita fram lagt samkomulag fyrir hönd Bláskógabyggðar.
- Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009 – 2020.
Vísað er til bókunar í 9. dagskrárlið fundargerðar 102. fundar sveitarstjórnar, dags. 2. júní 2009.
Byggðaráð Bláskógabyggðar staðfestir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020 eins og hún er lögð fram, en ítrekar jafnframt þann skilning að með samþykkt þessari felst engin skuldbinding um framkvæmdir né framkvæmdatíma.
- Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna.
Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
- Innsend bréf og erindi:
7.1. Bréf Júlíönu Magnúsdóttur, dags. 10. ágúst 2009; umsókn um eldriborgaraíbúð.
Lagt fram bréf frá Júlíönu Magnúsdóttur þar sem hún óskar eftir íbúð fyrir eldri borgara í Kistuholti, Reykholti. Óskar hún sérstaklega eftir einni af stærri íbúðunum, en eins og stendur er engin slík íbúð laus hjá sveitarfélaginu í Kistuholti. Tekið verður tillit til þessarar umsóknar við næstu úthlutun slíkrar íbúðar.
7.2. Bréf Kammerkórs Suðurlands, dags. 10. ágúst 2009; styrkbeiðni.
Byggðaráð sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk, enda ekki gert ráð fyrir slíkum útgjöldum í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
- Samningur um leigu á landi til landmótunar í landi Stíflisdal 2, landnúmer 170166
Byggðaráð samþykkir meðfylgjandi samning við landeigendur að Stíflisdal 2.
- Efni til kynningar:
9.1. Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 14. ágúst 2009; Valhallarbruni.
9.2. Bréf R3-ráðgjafar ehf, dags. 4. ágúst 2009; kynning á þjónustu.
9.3. Tölvuskeyti Gullkistunnar Laugarvatni, dags. 10. ágúst 2009; kynning á starfsemi.
9.4. Bréf Björgólfs Eyjólfssonar dags. 29. júlí 2009; tilkynning um lóðarsölu.
9.5. Bréf UNICEF Ísland, dags. 28. júlí 2009; hagsmunir barna í efnahagsþrengingum.
9.6. Bréf JP lögmanna dags. júlí 2009; kynning á sameiningu lögmannsstofa.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.