94. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 9. desember 2008, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Rósa B. Jónsdóttir sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti bar fram tillögu um dagskrárbreytingu, að inn komi nýr 2. liður og aðrir liðir færist til sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 85. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 8. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
  Samþykkt samhljóða.
 2. Fundargerð Oddvitanefndar, dags. 25. nóvember 2008.

3.1    Samþykktir um stofnun byggðasamlags um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga að samþykktum fyrir nýtt byggðasamlag um embætti skipulags- og

byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.

 

T- listinn lagði fram eftirfarandi breytingartillögu við:

 1. grein samþykktana “að skipa 11 manna stjórn

Greidd voru atkvæði um tillöguna og féll tillagan á jöfnu með þremur atkvæðum á móti(MI, JPJ, ÞÞ) og þrír greiddu atkvæði með (JS, DK og KL) einn sat hjá(RBJ).

 1. grein “Allir sveitarstjórnarmenn hafi atkvæðisrétt

Greidd voru atkvæði um tillöguna og féll tillagan á jöfnu með þremur atkvæðum á móti(MI, JPJ, ÞÞ) og þrír greiddu atkvæði með (JS, DK og KL) einn sat hjá(RBJ).

 1.     grein, fimmti liður “Skoðunarmenn séu kjörnir af fulltrúum minnihluta sveitarstjórnarmanna.”

Greidd voru atkvæði um tillöguna og féll tillagan á jöfnu með þremur atkvæðum á móti(MI, JPJ, ÞÞ) og þrír greiddu atkvæði með (JS, DK og KL) einn sat hjá(RBJ).

 

Fulltrúar T-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

                                 Breytingartillögunar eru lagðar fram til að tryggja aðkomu fulltrúa minnihlutanna að

                                 byggðarsamlaginu.

                                Tillaga að samþykktum var borin  undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum (MI, JPJ, ÞÞ)

                                og fjórir sátu hjá(JS, DK, RBJ og KL)

                               

3.2   Kosning fulltrúa í stjórn byggðasamlagsins.

Fram komu tillögur um eftirtalda aðila sem aðalmann:

Margeir Ingólfsson, Brú.

Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum.

Margeir Ingólfsson var kjörinn aðalmaður með fjórum atkvæðum (MI, RBJ, JPJ, ÞÞ) og

þrír greiddu atkvæði með Drífu Kristjánsdóttur (JS, DK og KL).

 

Fram komu tillögur um eftirtalda aðila sem varamann:

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal.

Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum.

Hvor aðili fékk þrjú atkvæði og þurfti því að varpa hlutkesti. Niðurstaðan varð að  Snæbjörn Sigurðsson var kjörinn varamaður.

 

3.3       Fundargerð Oddvitanefndar, dags. 25. nóvember 2008.
Staðfest samhljóða.

 

 

 1. Skipulagsmál.

Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000 – 2012; Hjálmsstaðir.

Lögð fram drög að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Hjálmsstaða, Fótarholt. Tillagan rædd og samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins fram að janúarfundi sveitarstjórnar.

 

 1. Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars 2009.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að álagningarhlutfall útsvars í Bláskógabyggð fyrir árið 2009 verði óbreytt, eða 13,03% af útsvarsstofni.

 

 1. Viðauki við samning Bláskógabyggðar og Byggingarfélags Laugarvatns vegna

         framkvæmda við Túnahverfi á Laugarvatni.

Lögð fram drög að viðauka við samning Bláskógabyggðar og Byggingarfélags Laugarvatns ehf, dags. 8. desember 2008. Viðaukinn fjallar um breytingu á ákvæðum í gildandi samstarfssamningi milli aðila um verklegar framkvæmdir á “menntaskólatúni” á Laugarvatni, sem undirritaður var þann 18. október 2007.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að viðauka við samstarfssamninginn og felur oddvita að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

 1. Húsaleiga hjá Bláskógabyggð.

Endurskoðun samþykktar um leigufjárhæð, sbr. 3. dagskrárlið fundargerðar 90. fundar sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tók til umfjöllunar samþykkt um ákvörðun húsaleigu hjá Bláskógabyggð, sem samþykkt var 2. september 2008.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fella niður vísitöluuppreikning húsaleigu sem gera á þann 1. janúar 2009.

 

 1. Ákvörðun um greiðslu húsaleigubóta 2009.

Lögð fram tillaga um auglýsingu vegna ákvörðunar um greiðslu húsaleigubóta hjá Bláskógabyggð árið 2009.  Í auglýsingunni er gerð tillaga um að fjárhæðir húsaleigubóta verði þær sömu og grunnfjárhæðir sem ákveðnar eru í reglugerð frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

Samþykkt samhljóða.

 1. Erindi frá Byggingarfélaginu Geysi ehf. varðandi forkaupsréttarákvæði.

Lagt fram afsal vegna húseignarinnar Dalbraut 6 á Laugarvatni.  Fyrir liggur að sveitarfélagið hefur forkaupsrétt að húsnæðinu.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti sínum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.