94. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 29. september 2009 kl. 15:00.
Mættir: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Drífa Kristjánsdóttir, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
- Fundargerðir til staðfestingar:
1.1. 115. fundur félagsmálanefndar.
Staðfest samhljóða.
1.2. 78. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.
Staðfest samhljóða. Varðandi 4. dagskrárlið fundargerðar, “BÁ sem atvinnulið” þá samþykkir byggðaráð fyrir sitt leyti að formanni stjórnar BÁ að kanna möguleika á auknu samstarfi við slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
1.3. 2. verkfundur vegna sorphirðumála.
Staðfest samhljóða.
1.4. 16. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt 31. og 32. afgreiðslufundum byggingarfulltrúa.
Staðfest samhljóða.
- Fundargerðir til kynningar:
2.1. 426. fundur stjórnar SASS.
2.2. 286. fundur stjórnar AÞS ásamt minnisblaði.
2.3. 287. fundur stjórnar AÞS.
2.4. 115. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.
2.5. 174. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
2.6. 175. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
2.7. 176. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
2.8. Fundargerð starfshóps um tillögur um framtíðarskipan útgangsmála, dags. 4. september 2009.
2.9. 766. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- Verksamningur vegna gatnagerðar í Reykholti; Bjarkarbraut.
Lagður fram og kynntur verksamningur vegna gatnagerðar í Bjarkarbraut, Reykholti. Undirritaður hefur verið verksamningur við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um að ljúka lagningu slitlags á hluta Bjarkarbrautar í Reykholti, sem var hluti verksamnings við Klæðningu ehf. Þar sem Klæðning stóð ekki við skuldbindingar sínar samkvæmt samningi sem undirritaður var 2008, þá var þeim samningi rift og samið við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og þá verkþætti sem ólokið var.
- Samningur um nemendur úr Grímsnes- og Grafningshreppi í Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Lagður fram samningur um nemendur úr Grímsnes- og Grafningshreppi í Grunnskóla Bláskógabyggðar. Byggðaráð samþykkir samhljóða fram lagðan samning.
- Leiguíbúðir Bláskógabyggðar:
5.1. Kistuholt 3b, Reykholti.
Íbúðin Kistuholt 3b, Reykholti er laus til úthlutunar. Vísað er til fyrri umsókna um íbúð fyrir eldri borgara. Fyrir liggja þrjár umsóknir um íbúð fyrir aldraða. Fyrstur á biðlista er Stígur Sæland og er sveitarstjóra falið að úthluta íbúðinni til hans og undirrita leigusamning fyrir hönd sveitarfélagsins.
5.2. Torfholt 6, Laugarvatni.
Lagt fram bréf Guðrúnar Karlsdóttur dags. 8. september 2009, þar sem leigusamningi vegna íbúðarinnar, Torfholt 6, Laugarvatni, er sagt upp. Óskað er jafnframt eftir því að leigutíma verði lokið 1. nóvember 2009. Byggðaráð samþykkir samhljóða að miða lok leigutíma við 1. nóvember n.k.
5.3. Hrísholt 3b, Laugarvatni; íbúð hefur verið sagt upp af leigjanda – ráðstöfun.
Fyrir liggur að leigu íbúðarinnar Hrísholts 3b, Laugarvatni hefur verið sagt upp og laus til ráðstöfunar um næstu mánaðarmót. Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita sveitarstjóra heimild til sölu íbúðarinnar. Ef sala gengur ekki eftir þá sé heimild fyrir hendi um útleigu.
5.4. Bílskúrar í Kistuholti 3.
Byggðaráð lítur svo á að þeir bílskúrar sem staðsettir eru í Kistuholti 3 eigi að þjóna öllum íbúðum í Kistuholti 3 og 5. Ekki séu umræddir bílskúrar eyrnamerktir ákveðnum íbúðum. Því þurfi að auglýsa sérstaklega ef bílskúr er laus til útleigu og gangi íbúar í íbúðum Kistuholts 3 og 5 fyrir við útleigu.
- Gjaldskrár:
6.1. Íþróttaaðstaðan í Reykholti.
Halldór Karl Hermannsson mætti á fund byggðaráðs undir 6. dagskrárlið. Gerði hann grein fyrir tillögum og forsendum endurskoðunar á gjaldskrá íþróttaaðstöðunnar í Reykholti og félagsaðstöðu í Reykholti og Laugarvatni.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrárbreytingu vegna íþróttamiðstöðvarinnar og sundlaugarinnar í Reykholti. Forsendur tillögunnar lagðar fram ásamt samanburði við gjaldskrár annarra íþróttamiðstöðva í Uppsveitum Árnessýslu. Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrir liggjandi tillögu að gjaldskrárbreytingu.
6.2. Félagsaðstaða í áhaldahúsinu Reykholti og Dalbraut 12, Laugarvatni.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrárbreytingu vegna útleigu á félagsaðstöðu í áhaldahúsinu í Reykholti og í neðri hæð Dalbrautar 12 á Laugarvatni. Byggðaráð samþykkir samhljóða fram lagða tillögu að gjaldskrárbreytingu. Jafnframt eru samþykktar húsreglur fyrir Bjarkarbraut 2 sambærilegar við húsreglur hjá Dalbraut 12 neðri hæð.
Halldór Karl Hermannsson vék af fundi.
- Innsend bréf og erindi:
7.1. Bréf Ingimars Einarssonar, dags. 24. ágúst 2009; beiðni um leigu bílskúrs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins og vísar til fyrri bókunar fundarins, lið 5.4.
7.2. Bréf Íþróttasambands lögreglumanna, dags 15. september 2009; styrkbeiðni.
Byggðaráð sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk þar sem ekki er rými fyrir þeim útgjöldum í fjárhagsáætlun ársins.
7.3. Bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna dags. 11. september 2009; styrkbeiðni.
Byggðaráð sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk þar sem ekki er rými fyrir þeim útgjöldum í fjárhagsáætlun ársins.
7.4. Bréf Bandalags íslenskra leikfélaga, dags. 10. september 2009; beiðni um samstarf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til sviðstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar.
- Efni til kynningar:
8.1. Bréf Umhverfisráðuneytisins, 22. september 2009; Umhverfisþing 2009.
8.2 Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 21. september 2009; fjármálaráðstefna.
8.3. Bréf Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, dags. 1. september 2009.
8.4. Bréf Matvælastofnunar dags. 4. september 2009; línubrjótafé.
8.5. Áskorun á sveitarfélagið Ölfus vegna Kirkjuferjuhjáleigu.
- 9. Byggðaráð samþykkir að sveitarstjóri sendi í dag út fundarboð og fundargögn fyrir
næsta sveitarstjórnarfund sem verður haldinn 6. október 2009.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:50.