95. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 3. nóvember 2009 kl. 15:00.

 

Mættir: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Drífa Kristjánsdóttir, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður bar fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr 10. liður og aðrir liðir færist aftur sem því nemur.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       116. fundur félagsmálanefndar.
Samþykkt samhljóða.

1.2.       33. fundur Veitustjórnar.

Samþykkt samhljóða.

1.3.       17. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 33. og 34. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       427. fundur stjórnar SASS.

2.2.       428. fundur stjórnar SASS.

2.3.       Fundargerð 40. aðalfundar SASS.

2.4.       116. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.5.       117. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.6.       121. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.7.       151. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.

 

 1. Fjármál og rekstur sveitarsjóðs:

3.1.       Rekstur sveitarsjóðs 2009.
Sveitarstjóri lagði fram rekstraryfirlit sveitarsjóðs fyrir árið 2009.  Rekstraryfirlitið byggir á upplýsingum og gögnum sem send hafa verið til Sambands íslenskra sveitarfélaga mánaðarlega.

3.2.       Forsendur endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.
Sveitarstjóri lagði fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2009.  Í áætluninni er gert ráð fyrir hækkun verðbreytingar, þ.e. fari úr 5% í 9% og mun því fjármagnsgjöld hækka verulega frá fyrri áætlun.  Jafnframt hefur verið gerð aðlögun á fjárhagsramma einstakra málefnaflokka, en kostnaður við félagsþjónustu og fræðslumál verður hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Helstu lykiltölur samstæðureiknings áætlunarinnar eru:
Tekjur:                                                  721.886.000

Gjöld:                                                        659.046.000

Fjármagnskostnaður:                             80.504.000

Rekstrarniðurstaða:                               -17.663.000

Þrátt fyrir að áætlunin geri ráð fyrir rekstrarhalla þá er sveitarsjóður að skila nægjanlegu veltufé til að standa undir fjármagnsþörf  og skuldbindingum.  Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri muni aukast á árinu.  Í raun er hækkun fjármagnskostnaðar að gera rekstrarniðurstöðu neikvæða.

Byggðaráð vísar afgreiðslu fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar til sveitarstjórnar.

3.3.       Forsendur fjárhagsáætlunar 2010.

Sveitarstjóri lagði fram hugmyndir að forsendum fjárhagsáætlunar 2010.

 

 1. Málefni Sorpstöðvar Suðurlands.

4.1.       Bréf frá Lögmannsstofunni LEX, dags. 21. október 2009.

Bréf Lögmannsstofunnar LEX lagt fram, en þar krefst lögmannsstofan f.h. Íslenska gámafélagsins ehf að fallið verði frá samkomulagi Sorpstöðvar Suðurlands og Sorpu, dags. 22. maí 2009.  Meðfylgjandi bréfinu er afrit af  kvörtun til Samkeppnisstofnunar og afrit af stjórnsýslukæru til samgönguráðuneytis vegna sama máls.

Lagt fram til kynningar og vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

4.2.       Bréf Sorpstöðvar Suðurlands og Sorpu, dags. 28. október 2009.

Bréf Sorpstöðvar Suðurlands og Sorpu lagt fram, en þar er svarað nokkrum atriðum sem fram kemur í bréfi Lögmannsstofunnar LEX og bréfritarar túlka sem rangfærslur.

Lagt fram til kynningar og vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

 1. Útleiga bílskúrs í Kistuholti 3.

Lagðar fram þrjár umsóknir frá íbúum í Kistuholti 3 og 5, um leigu bílskúrs sem staðsettur er í Kistuholti 3.  Byggðaráð notar sömu vinnureglu og við úthlutun byggingarlóða, þegar fleiri en einn aðili hefur sótt um.  Formaður byggðaráðs dró um röð umsækjanda í votta viðurvist annarra byggðaráðsfulltrúa.  Röð umsækjenda varð sem hér segir:

1)  Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir

2)  Stígur Sæland

3)  Gunnar Haraldsson

Byggðaráð felur sveitarstjóra að leigja út umræddan bílskúr og fara eftir þeirri forgangsröð sem hér liggur fyrir.

 

 1. Umsókn um byggingarlóð.

Fyrir liggur umsókn um byggingarlóðina Skólabraut 4, Reykholti.  Umsækjandi er Bjarkarhóll ehf.  kt. 700908-1270.  Engin önnur umsókn hefur borist um umrædda lóð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að úthluta umsækjanda umrædda lóð.

 

 1. Öryggismyndavélar við innkomu í byggðakjarna.

Lagt fram afrit af fyrirspurn oddvita Bláskógabyggðar til Persónuverndar sem lýtur að heimild til uppsetningar á eftirlitsmyndavélum við innkomu í byggðakjarna Bláskógabyggðar.  Einnig lagt fram afrit af svari Persónuverndar, en þar kemur fram að Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við uppsetningu myndavéla í þessum tilgangi.  Rætt hefur verið við lögregluna um þátttöku hennar í nýtingu og vöktun slíks búnaðar og er lögreglan tilbúin til samstarfs.

Byggðaráð felur forstöðumanni þjónustu- og framkvæmdasviðs að leita tilboða í slíkan búnað og uppsetningu.

 

 1. Tillaga að greiðslu húsaleigubóta 2010.

Fyrir liggur tillaga að auglýsingu um greiðslu húsaleigubóta 2010, sem gerir ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að greiddar verði húsaleigubætur 2010 með sama hætti og verið hefur 2009 og samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.

 

 

 1. Drög að skipulagi hesthúsabyggðar á Laugarvatni.

Lögð fram drög að deiliskipulagi hesthúsabyggðar á Laugarvatni, sem unnin hafa verið af Landformi ehf fyrir Hestamannafélagið Trausta. Byggðaráð felur skipulagsfulltrúa að fullvinna deiliskipulagstillöguna í samstarfi við Landform svo hægt sé að leggja hana fyrir skipulagsnefnd Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

 

 1. Samningar um afnot af félagsaðstöðu.

10.1.     Samningar um afnot félagsaðstöðunnar að Bjarkarbraut 2, Reykholti.
Lagðir fram tveir samningar um afnot félagsaðstöðunnar að Bjarkarbraut 2, Reykholti.  Annars vegar er leigutaki Hestamannafélagið Logi og hins vegar Litli-Bergþór, blað Ungmennafélags Biskupstungna.  Gildistími beggja samninganna er frá 1. nóvember 2009 til 31. október 2010. Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samninga samhljóða.

10.2.     Samningur um afnot félagsaðstöðunnar að Dalbraut 12, Laugarvatni.
Lagður fram einn samningur um afnot félagsaðstöðunnar að Dalbraut 12, Laugarvatni.  Leigutaki er Ungmennafélag Laugdæla og er gildistími samningsins frá 1. október 2009 til 30. september 2010.  Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

11.1.     Beiðni um greiðslu skólagjalda vegna grunnskólavistar tveggja barna í Reykjavík.
Sveitarfélaginu hefur borist beiðni um greiðslu skólagjalda fyrir tvö börn sem eiga lögheimili í Bláskógabyggð og sækja grunnskóla í Reykjavík.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að greiða skólagjald skv. viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.

11.2.     Bréf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Bláskógabyggðar; rafræn birting launaseðla.
Í bréfi sviðsstjóra kemur fram að minni kostnaður verði fyrir sveitarfélagið að birta launaseðla rafrænt fremur en senda þá í pósti.  Þó geta þeir launþegar sem þess óska fengið þá áfram senda í pósti.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita heimild til þess að birta launaseðla rafrænt frá og með næstu áramótum, en kynna skal breytinguna vel til allra hlutaðeigandi aðila.

11.3.     Lífrænn klasi í Uppsveitum Árnessýslu.

Lögð fram umsókn Lífræns klasa í Uppsveitum Árnessýslu til Vaxtasamnings Suðurlands.  Í umsókninni kemur fram að Bláskógabyggð styður umrætt verkefni.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að vera stuðningsaðili verkefnisins.

11.4.     Bréf Lögmanna Suðurlandi dags. 13. október 2009; Skipting Austurhlíðar.
Lagt fram bréf Lögmanna Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna skiptingu á jörðunum Austurhlíð og Austurhlíð II.  Byggðaráð gerir engar athugasemdir við skiptingu jarðanna.

11.5.     Bréf Lögmanna Suðurlandi dags. 26. október 2009; Stofnun lögbýlis í Austurhlíð.
Lagt fram bréf Lögmanna Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um stofnun nýs lögbýlis  Austurhlíð 2 (landnúmer 218862) og jafnframt verði lögbýlið á Austurhlíð II (landnúmer 214794) lagt niður.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við niðurlagningu lögbýlisins Austurhlíð II (landnúmer 214794) og stofnun nýs lögbýlis Austurhlíð 2 (landnúmer 218862).

11.6.     Bréf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, dags. 5. október 2009; umsögn.

Lagt fram bréf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir umsögn vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar jarða- og ábúðarlaga.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að gera tillögu að svörum við framkomnum spurningum í erindinu, sem lögð verða fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

11.7.     Bréf Sólstaða ehf, dags. 6. október 2009; beiðni um vinnslu deiliskipulags.

Í bréfi Sólstaða kemur fram ósk um gerð deiliskipulags tjaldsvæðisins á Laugarvatni, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar svæðisins.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að vinna deiliskipulag á þjónustusvæðinu, þ.e. tjaldsvæðinu og lóð Tjaldmiðstöðvarinnar.

11.8.     Bréf Bjarna Sveinssonar, dags. 30. október 2009; skólaakstur.

Lagt fram bréf Bjarna Sveinssonar þar sem hann óskar eftir að fá að draga til baka uppsögn sína á verksamningi um skólaakstur, sbr. bréf dags. 14. maí 2009.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar um efni erindisins. Umsögn skólastjóra verði lögð fram á næsta fundi sveitarstjórnar þar sem erindi Bjarna Sveinssonar verður afgreitt.

11.9.     Bréf Kennarafélags Suðurlands, dags. 8. október 2009; Ályktun og fyrirspurn.

Í bréfi Kennarafélags Suðurlands er kynnt ályktun aðalfundar félagsins sem lýtur að útgjöldum vegna haustþings Kennarafélags Suðurlands.

Byggðaráð bendir á að fjárútlát til einstakra þátta reksturs Grunnskóla Bláskógabyggðar fellur undir fjárhagsáætlun skólans og er á höndum skólastjórnenda.

 

 1. Styrkbeiðnir:

12.1.     Umsókn Kvf Biskupstungna dags. 21. október 2009; vegna afnota af húsnæði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk fyrir umræddri húsaleigu að upphæð kr. 127.145.

12.2.     Umsókn Kvf Biskupstungna dags. 4. október 2009; vegna afnota af húsnæði.
Byggðaráð samþykkti undir lið 12.1 þetta erindi.

12.3.     Umsókn Kvf Biskupstungna dags. 4. október 2009; vegna rútuferðar eldriborgara.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðin styrk samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir kostnaði umræddrar rútuferðar.

12.4.     Umsókn Kvf Bisk, Umf Bisk og Hmf Loga dags. 11. október 2009; vegna leigu á Aratungu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk fyrir umræddri húsaleigu að upphæð kr. 241.086.

12.5.     Umsókn Foreldrafélags grunnskóla Bláskógabyggðar, dags. 14. október 2009.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk vegna stofnunar nýs félags að upphæð kr. 30.000.

12.6.     Umsókn Menntaskólans að Laugarvatni, dags. 7. október 2009; vegna leigu á Aratungu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk fyrir umræddri húsaleigu að upphæð kr. 131.005.

12.7.     Umsókn Markaðsstofu Suðurlands, dags. 6. október 2009; rekstrarframlag.
Byggðaráð vísar erindinu til sveitarstjórnar.

12.8.     Umsókn Karíturnar Kór, dags. 30. september 2009; beiðni um fjárstyrk.
Byggðaráð sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk.

12.9.     Umsókn Soroptimistaklúbbs Suðurlands, dags. 5. október 2009; beiðni um fjárstyrk.
Byggðaráð sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk.

12.10.   Umsókn Skógræktarritsins; tilboð um auglýsingu eða beiðni um styrktarlínu.
Byggðaráð sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk.

12.11.   Umsókn Hjarta Heill; tilboð um auglýsingu eða beiðni um styrktarlínu.
Byggðaráð sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk.

12.12.   Umsókn Snorraverkefnisins, dags. 16. október 2009; beiðni um stuðning.
Byggðaráð sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk, þar sem ekki er gert ráð fyrir þeim útgjöldum í fjárhagsáætlun ársins.

 

 1. Efni til kynningar:

13.1.     Bréf frá Barnaheill, dags. 30. september 2009; ályktun.

13.2.     Bréf FSu, dags. 14. október 2009; útibú í Rangárþingi.

13.3.     Bréf Rannsókna og greiningar;  niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2009.

13.4.     Bréf Skipulagsstofnunar dags. 15. október 2009; breyting aðalskipulags.

13.5.     Bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. október 2009; skráning á lista byggingarfulltrúa.

13.6.     Bréf SASS dags. 27. október 2009; Þjóðgarðurinn á Þingvöllum – ályktun.

13.7.     Bréf Umhverfisstofnunar dags. 25. september 2009; Ársfundur 2009.

13.8.     Bréf FOSS dags. 5. október 2009; bókun stjórnar og upplýsingar um trúnaðarmenn.

13.9.     Bréf Menntamálaráðuneytisins, dags 2. október 2009; notendahugbúnaður í skólum.

13.10.   Bréf Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, dags. 1. október 2009; ráðgjafi.

13.11.   Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga og KÍ dags. 23. október 2009; hvatning.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.