96. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 1. desember 2009 kl. 15:00.

 

Mættir: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Drífa Kristjánsdóttir, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 

Lögð var fram tillaga að dagskrárbreytingu að inn komi nýr liður 10.12. Samþykkt samhljóða.

 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       117. fundur félagsmálanefndar.
Staðfest samhljóða.

1.2.       18. fundur skipulags- og byggingarnefndar ásamt 35. afgreiðslufundi bygg.ftr.
Staðfest samhljóða.

1.3.       3. verkfundur vegna sorphirðumála, dags. 11. nóvember 2009.
Staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       50. fundur Héraðsnefndar Árnesinga.

2.2.       228. fundur stjórnar AÞS ásamt minnisblaði.

2.3.       768. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.4.       178. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.5.       179. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.6.       180. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.7.       122. fundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

2.8.       4. aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

2.9.       4. aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.10.     429. stjórnarfundur SASS.

 

 1. Umræða um forsendur fjárhagsáætlunar 2010.

Umræða varð um forsendur fjárhagsáætlunar 2010, s.s. þjóðhagsspá um verðbreytingu, forsendur álagningar þjónustugjalda og áætlaðar skatttekjur sveitarsjóðs.  Á næsta fundi sveitarstjórnar verða lagðar fram tillögur um álagningarhlutföll fasteignaskatts, ásamt tillögum um álagningu þjónustugjalda, í takt við þær forsendur sem ræddar voru á fundinum.

 

 1. Afskrift ógreiddra krafna.

Sigurrós Jóhannsdóttir, sviðstjóri stjórnsýslusviðs, lagði fram beiðnir um afskriftir útistandandi krafna sem ekki hefur tekist að innheimta.  Um er að ræða ógreiddar kröfur:

Leikskólagjöld                                          kr.         169.213

Húsaleiga                                                  kr.         183.029

Mötuneyti                                                  kr.         163.034

Stöðuleyfi hjólhýsa                                 kr.         290.859

Rafmagn til hjólhýsa                              kr.         264.576

Samtals ógreiddar kröfur:                    kr.      1.070.711

Byggðaráð samþykkir að umræddar kröfur verði afskrifaðar og tekið verði tillit til þess á afskriftarreikningi aðalsjóðs.

 

 

 

 

 1. Drög að innkaupareglum fyrir Bláskógabyggð.

Lögð fram drög að innkaupareglum fyrir Bláskógabyggð.  Samþykkt að vísa þeim til formlegrar umræðu og afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

 

 1. Drög að starfsmannastefnu Bláskógabyggðar.

Lögð fram drög að starfsmannastefnu  Bláskógabyggðar.  Samþykkt að vísa þeim til formlegrar umræðu og afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

 

 1. Drög að jafnréttisáætlun Bláskógabyggðar.

Lögð fram drög að jafnréttisáætlun Bláskógabyggðar.  Samþykkt að vísa þeim til formlegrar umræðu og afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

 

 1. Umsagnir um þingmál:

8.1.      Tillaga til þingsályktunar um Náttúruverndaráætlun 2009-2013.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við umrædda tillögu til þingsályktunar um Náttúruverndaráætlun 2009-2013.

8.2.      Frumvarp til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Byggðaráð vill benda á að sveitarfélög gerðu athugasemdir við setningu laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús 75/2008, og vill vísa til áður framkominna athugasemda sveitarfélaga þar að lútandi.  Byggðaráð telur að það hefði átt að vanda betur til verka við setningu þeirra laga og taka meira tillit til sjónarmiða sem fram komu í innsendum athugasemdum sveitarfélaga.

 

 1. Samningur Bláskógabyggðar og Ferðafélags Íslands vegna Hlöðuvallaskála.

         Lagður fram undirritaður samningur milli Bláskógabyggðar og Ferðafélags Íslands vegna Hlöðuvallaskála. Byggðaráð staðfestir framlagðan samning.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

10.1.     Bréf  Íslenska Gámafélagsins ehf, dags. 4. nóvember 2009.
Lagt fram bréf frá Íslenska Gámafélaginu þar sem óskað er eftir svörum við fjórum spurningum sem tengjast fyrirkomulagi sorphirðu í Bláskógabyggð.  Byggðaráð bendir á að verið sé að vinna að nýrri samþykkt um sorphirðu og sorpeyðingu í Bláskógabyggð ásamt gjaldskrá.  Fram lögðum spurningum Íslenska Gámafélagsins verður því ekki svarað fyrr en búið er að afgreiða nýjar samþykktir, þar sem í þeim felast forsendur fyrir svörum spurninganna.  Afgreiðslu erindisins frestað.

10.2.     Bréf Ásthildar Jóhannsdóttur, dags. 26. nóvember 2009; umsókn um leiguíbúð.
Lagt fram bréf Ásthildar Jóhannsdóttur þar sem hún óskar eftir að fá íbúðina Torfholt 6b til leigu sem eldri íbúi.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að leigja umsækjanda íbúðina Torfholt 6b, á Laugarvatni með þeim fyrirvara að umsækjandi hafi lögheimili jafnframt í sveitarfélaginu.  Ekki lágu fyrir aðrar umsóknir um umrædda íbúð.

10.3.     Bréf Stígamóta, mótt. 18. nóvember 2009; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Stígamóta þar sem óskað er eftir fjárstuðningi.  Byggðaráð sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk.

10.4.     Bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 16. nóvember 2009; Bændur græða landið.
Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi vegna verkefnisins „Bændur græða landið“.  Byggðaráð leggur til að samstarfinu verði haldið áfram og tekið tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2010.

10.5.     Bréf HSK, dags. 23. nóvember 2009; styrkbeiðni og upplýsingar um starfsemi.
Lagt fram bréf frá  Héraðssambandinu Skarphéðni þar sem óskað er eftir frekari fjárstuðningi en Bláskógabyggð leggur til í gegn um Héraðsnefnd.

Byggðaráð Bláskógabyggðar bendir á að allur fjárstyrkur sveitarfélagsins til HSK fari í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga og ekki verði greiddur aukalegur styrkur beint frá sveitarsjóði Bláskógabyggðar.

10.6.     Bréf frá lífrænum klasa í Laugarási, dags. 19. nóvember 2009; skipulagsmál.
Lagt fram bréf frá lífrænum klasa í Laugarási þar sem óskað er eftir því að lóðirnar Ferjuvegur 3 og Langholtsvegur 6 og 8 í Laugarási verði teknar úr formlegri auglýsingu og úthlutun. Jafnframt er óskað eftir að aðstoða klasann við skipulagsvinnu vegna sveitarmarkaða í Laugarási.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að endurskoða deiliskipulag garðyrkjulóðanna við Ferjuveg og Langholtsveg í Laugarási, út frá hugmyndum lífræna klasans í Laugarási, og frestar jafnframt úthlutun umræddra lóða við þessa vegi þar til niðurstaða endurskoðaðs skipulags liggur fyrir.

10.7.     Bréf Vottunarstofunnar Túns ehf, dags 19. nóvember 2009; sala hlutafjár.
Lagt fram bréf Vottunarstofunnar Túns ehf þar sem óskað er eftir tilboðum frá hluthöfum í hlutafé sem félagið hefur leyst til sín.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur ekki hug á að nýta sér forkaupsrétt að umræddu hlutafé.

10.8.     Bréf stjórnar Vörðuhlíðar, dags. 10. nóvember 2009; sorpmál.
Lagt fram bréf frá stjórn Vörðuhlíðar þar sem krafist er að sorplosunarstöðin í Laugarási verði opnuð aftur.  Byggðaráð bendir á að sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi samþykkt breytingu á rekstri og staðsetningu móttökustöðva sorps í sveitarfélaginu.   Byggðaráð vill jafnframt benda á að næsta móttökustöð sorps fyrir sumarhús í Vörðuhlíð er í Reykholti.  Ef bréfritarar óska eftir aukinni þjónustu geta þeir hafa samband við Gámaþjónustuna hf og kannað hvaða möguleikar þar eru í boði.

10.9.     Bréf Veraldavina, dags. 24. nóvember 2009; beiðni um samstarf.
Lagt fram bréf Veraldarvina þar sem óskað er eftir samtarfi.  Byggðaráð þakkar boðið en eins og málin standa í dag er ekki nein sérstök verkefni í farveginum sem gætu hentað fyrir slíkt samstarf.

10.10.   Skeyti frá SEEDS, dags. 9. nóvember 2009; beiðni um samstarf.
Lagt fram bréf SEEDS þar sem óskað er eftir samtarfi.  Byggðaráð þakkar boðið en eins og málin standa í dag er ekki nein sérstök verkefni í farveginum sem gætu hentað fyrir slíkt samstarf.

10.11.   Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 5. nóvember 2009; refaveiði.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem tilkynnt er að engar endurgreiðslur verði frá ríkinu vegna refaveiða á næsta ári.
Byggðaráð Bláskógabyggðar mótmælir harðlega þessari ákvörðun ríkisins, þar sem verkefnið er afar mikilvægt fyrir landbúnaðinn og lífríki landsins.  Þessi ákvörðun ríkisins er illskiljanleg þar sem ríkið hefur ekki borið beinan kostnað af veiðunum, þ.e. að virðisaukaskattur til ríkisins vegna veiðanna hefur staðið undir endurgreiðslum til sveitarfélaga.  Byggðaráð Bláskógabyggðar skorar því á Umhverfisráðherra og ríkisstjórn að endurskoða þessa ákvörðun.

 

10.12.  Lagður fram samningur milli Sorpstöðvar Suðurlands og  Bláskógabyggðar um viðskiptakjör á afsetningu á sorpi dags. 30.11 2009.

Sveitarstjóra falið að undrrita samninginn. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Efni til kynningar:

11.1.     Ársreikningur Msj. Biskupstungna 2008. (Liggur frammi á fundinum)

11.2.     Bréf SART, dags. 18. nóvember 2009; rafmangsöryggi / þjónusta rafverktaka.

11.3.     Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 10. nóvember 2009; samþykktir sambandsþings.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.