97. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 3. febrúar 2009, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerð 86. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerð 9. fundar skipulags- og byggingarnefndar.
    Staðfest samhljóða.

 

  1. Þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar, 2010-2012. (Fyrri umræða)

Lögð fram drög að þriggja ára fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar, fyrir rekstrarárin 2010 – 2012. Sveitarstjóri kynnti framlagða tillögu og henni síðan vísað til annarrar umræðu.

  1. Erindi frá Vegagerðinni:

4.1.    Nýbygging Skeiða- og Hrunamannavegar, ofan Einholtsvegar.

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar þar sem kynntar eru hugmyndir Vegagerðarinnar um nýbyggingu Skeiða- og Hrunamannavegar (nr. 30-08) ofan Einholtsvegar.  Kynntar eru tvær útfærslur á veglínu frá Gýgjarhóli að Biskupstungnabraut. Valkostur 1 er svo til í gamla vegstæðinu en Valkostur 2 liggur um land Myrkholts og kemur á Biskupstungnabraut ofan við Myrkholt.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir ánægju með áætlanir Vegagerðarinnar á endurbótum vegasamgangna ofan Einholtsvegar.  Jafnframt bendir sveitarstjórn á að þar sem valkostur 2 skiptir upp landi Myrkholts, þá leggur sveitarstjórn áherslu á að gott samráð verði haft við landeigendur áður en ákvörðun er tekin um vegstæði.

 

4.2.    Nýbygging Reykjavegar.

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar þar sem kynntar eru hugmyndir Vegagerðarinnar um nýbyggingu Reykjavegar (nr. 355).  Hugmynd Vegagerðarinnar fjallar um tilfærslu vegarins að hluta yfir Torfastaðaheiði og í beygjunni við Syðri-Reyki.  Sveitarstjórn fagnar framkomnum hugmyndum um úrbætur á Reykjavegi og gerir ekki athugasemdir við þau hönnunargögn sem send voru til sveitarstjórnar.  Sveitarstjórn leggur áherslu á að gott samráð verði við þá landeigendur sem málið varðar.

 

  1. Leigusamningur Bláskógabyggðar og Gljásteins ehf. um fjallaskála.

Lagður fram leigusamningur um fjallaskála sem gerður var 4. apríl 2007 milli Bláskógabyggðar og Gljásteins ehf. sem samþykktur var á 72. fundi sveitarstjórnar þann 3. apríl 2007.  Almennar umræður urðu um fram lagðan samning.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.    Bréf Skáksambands Íslands, dags. 21. janúar 2009.

Lagt fram bréf frá Skáksambandi Íslands, dags. 21. janúar 2009, þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna ferðakostnaðar á Norðurlandamót í skólaskák.  Mótið fer fram í Færeyjum og er einn þátttakandi íbúi í Bláskógabyggð, Emil Sigurðsson.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita Skáksambandinu styrk að upphæð kr. 30.000.-

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.    Bréf Bændasamtaka Íslands, dags. 21. janúar 2009; kynningarfundur.

7.2.    Ársskýrsla 2008; skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10.