97. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 6. janúar 2010 kl. 15:00.

 

Mættir: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Drífa Kristjánsdóttir, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður gerði tillögu um dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 1.4.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       118. fundur félagsmálanefndar.
Staðfest samhljóða.

1.2.       19. fundur skipulags- og byggingarnefndar ásamt 36. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Varðandi dagskrárliði 1 og 2 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar þá er þeim vísað til sveitarstjórnar og verða teknir fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar þann 12. janúar 2010.
Fundargerð staðfest samhljóða.

1.3.       4. verkfundur vegna sorphirðumála, dags. 16. desember 2009, ásamt minnisblaði um fund með fulltrúum Íslenska gámafélagsins.
Staðfest samhljóða.

1.4.       Stjórnarfundur Bláskógaveitu, sem haldinn var 9. desember 2009.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       4. fundur stjórnar skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins, dags. 22. desember 2009 ásamt fjárhagsáætlun 2010.

2.2.       430. stjórnarfundur SASS.

2.3.       289. fundur stjórnar AÞS ásamt minnisblaði.

2.4.       181. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.5.       182. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.6.       183. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.7.       184. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.8.       123. fundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands..

2.9.       769. stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.10.     770. stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Samningar:

3.1.      Samningur við Spóastaði ehf um aðstöðu til afsetningar á jarðefnum og óvirkum úrgangi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagðan samning.

3.2.      Verksamningur við K2 tækniþjónustu vegna greiningarvinnu á seyrulosunarmálum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagðan samning.

3.3.      Viðauki við samkomulag vegna móttöku á úrgangi frá Sorpstöð Suðurlands.
Viðaukinn lagður fram til kynningar, en um er að ræða samning milli Sorpstöðvar Suðurlands bs og Sorpu bs.

 

 

  1. Innsend bréf og erindi:

4.1.       Bréf Almanavarnanefndar Árnessýslu dags. 13. desember 2009; skipan í vettvangsstjórnir.

Byggðaráð leggur til að tvær vettvangsstjórnir verði tilnefndar.  Annars vegar fyrir Laugardal og Þingvallasveit (Laugarvatn) og hins vegar fyrir Biskupstungur (Laugarás og Reykholt). Samþykkt að óska eftir tillögum frá björgunarsveitunum, þ.e. Ingunni og Björgunarsveit Biskupstungna um tilnefningu tveggja fulltrúa í hvora vettvangsstjórn og BÁ um tilnefningu eins fulltrúa í hvora stjórn.  Sveitarstjórn skipar endanlega í þessar vettvangsstjórnir eftir að tillögur hafa borist um tilnefningu fulltrúa.

4.2.       Bréf sóknarnefndar Bræðratungusóknar, mótt. 28. desember 2009; styrkumsókn.
Byggðaráð leggur til að Bræðratungusókn verði styrkt um kr. 300.000 vegna lagfæringar á aðkomu kirkjunnar.  Gert verði ráð fyrir þessum fjárstyrk á fjárhagsáætlun 2010.

4.3.      Tölvuskeyti Steinunnar  L. Heiðarsdóttur dags. 22. desember 2009; styrkbeiðni.
Byggðaráð vísar til bókunar í fundargerð 83. fundar byggðaráðs dags.

  1. september 2008, lið 5.3, þar sem afstaða Bláskógabyggðar var skýrð gagnvart nemakortum Strætó bs. Í ljósi afstöðu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, líkt og margra annarra sveitarfélaga á landsbyggðinni, þá sér byggðaráð sig ekki fært að veita umbeðinn styrk.

4.4.       Bréf Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands, dags 11. desember 2009; seyrumál.
Bláskógabyggð í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp er að kanna möguleika á meðhöndlun og afsetningu seyru innan marka sveitarfélaganna sbr. lið 3.2. fundargerðar þessarar.  Fulltrúi Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands hefur setið fundi með ráðgjafa og fulltrúum sveitarfélagsins varðandi það mál og er því fullkunnugt um stöðu mála.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til þeirrar vinnu sem þegar hefur verið hafin og verði litið til fyrirliggjandi erindis við tillögugerð um lausn sveitarfélaganna við meðhöndlun og afsetningu seyru sem safnað verður hjá sveitarfélögunum.  Jafnframt verði hugsanlegar lausnir kynntar öðrum nágrannasveitarfélögum.

4.5.       Bréf Matvælastofnunar, dags. 11. desember 2009; ný nöfn sauðfjárveikivarnarhólfa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögnum formanna fjallskilanefnda innan Bláskógabyggðar.  Óskar byggðaráð eftir því að formenn kanni afstöðu sauðfjárbænda við gerð umsagnar.  Byggðaráð beinir þeim tilmælum til formanna fallskilanefnda að umsögn berist fyrir 15. febrúar 2010.

4.6.      Bréf Karlakórs Hreppamanna, dags. 27. nóvember 2009; afnot af húsnæði.
Byggðaráð samþykkir að leita eftir umsögn og afstöðu skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar og forstöðumanns framkvæmda- og þjónustusviðs Bláskógabyggðar um fyrirliggjandi beiðni.  Afgreiðslu frestað þar til að umsögn þessara aðila liggur fyrir.

4.7.      Bréf Klúbbsins Geysis dags. 15. desember 2009; styrkbeiðni.
Byggðaráð sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk.

 

  1. Efni til kynningar:

5.1.       Bréf Rangárþings ytra, dags 26. nóvember 2009; sóknaráætlun 20/20.

5.2.       Bréf Landssambands sumarhúsaeigenda til Umhverfisráðuneytis, dags. 27. október 2009; kæra vegna framkvæmd sorphirðumála.

5.3.       Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytis, dags. 15. desember, viðmið fjárhagsaðstoðar.

5.4.       Bréf Náttúrustofu Vesturlands, dags. 10. desember 2009; umhverfisvottun Íslands.

5.5.       Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóvember 2009; tilfærsla þjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

5.6.       Fundarboð – félagsmálafundur á Borg í Grímsnesi þann 7. janúar 2010. Þessum fundi hefur verið frestað og nýr fundur hefur verið boðaður á Borg 14. janúar 2010 kl. 13.00.

5.7.       Bréf SASS dags. 3. desember 2009; tilfærsla málefna fatlaðra á Suðurlandi.

5.8.       Málþing um tilfærslu málefna fatlaðra 8. janúar 2010.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.