98. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. janúar 2010 kl. 15:00.

 

Mættir: Þórarinn Þorfinnsson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar, Margeir Ingólfsson sem stýrir fundi, Drífa Kristjánsdóttir, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Margeir gerði tillögu um dagskrárbreytingu, að inn komi tveir nýir liðir 1.3 og 6 og færast aðrir liðir til sem því nemur.  Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       119. fundur félagsmálanefndar.

Samþykkt samhljóða.

1.2.       120. fundur félagsmálanefndar.

Samþykkt samhljóða.

1.3.       20. fundur skipulagsnefndar ásamt 37. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       Fundur um félagsmál Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 14. janúar 2010, ásamt bréfi til SASS.

2.2.       290. fundur stjórnar AÞS ásamt minnisblaði.

2.3.       28. aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands, ásamt fundargerð framhaldsaðalfundar.

 

  1. Forkönnun um meðhöndlun seyru.

Lögð fram og kynnt forkönnun um meðhöndlun seyru, sem unnin er af K2 tækniþjónustu ehf  fyrir sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepp.  Í ljósi niðurstaðna framlagðrar skýrslu, leggur byggðaráð til að sveitarfélögin kanni möguleika á samstarfi allra sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi hvað varðar meðhöndlun og afsetningu seyru.  Brýnt er að halda þessari vinnu áfram með það að markmiði að lausn liggi fyrir áður en tæming rotþróa hefst næsta sumar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í anda þessarar bókunar.

 

  1. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps.

Lagðar fram reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps.  Reglur þessar hafa verið endurskoðaðar með þátttöku Flóahrepps í félagsmálanefndinni.  Byggðaráð samþykkir fram lagðar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps.

 

  1. Drög að 3ja ára áætlun Bláskógabyggðar 2011-2013.
    Halldór Karl Hermannsson kom inn á fundinn undir þessum lið. Lögð fram drög að 3ja ára áætlun Bláskógabyggðar 2011 – 2013. Sveitarstjóri kynnti fram lögð drög að áætlun og gerði grein fyrir forsendum áætlunarinnar.  Jafnframt lögð fram drög að viðhalds og framkvæmdaáætlun sem Halldór Karl kynnti.  Umræður urðu um áætlunina og henni vísað til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.
  2. Samningur við Efnamóttökuna.

Lagður fram samningur við Efnamóttökuna, f.h. RR-skila, um skilakerfi fyrir raf- og rafeindatækjaúrgang í Bláskógabyggð.  Byggðaráð samþykkir samhljóða fram lagðan samning.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.       Skeyti SASS, dags 19. janúar 2010; fundarboð 28. janúar 2010.

7.2.       Bréf „Dags leikskólans“, dags. 18. janúar 2010.

7.3.       Bréf Stéttarfélagsins Bárunnar, dags. 13. janúar 2010; tilkynning um trúnaðarmann.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.