99. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 23. febrúar 2010 kl. 15:00.

 

Mætt: Þórarinn Þorfinnsson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar, Margeir Ingólfsson sem stýrir fundi, Drífa Kristjánsdóttir, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Margeir Ingólfsson leggur til dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 7.7.  Samþykkt samljóða.

 

  1. Málefni Aratungu.

Formaður Kvenfélags Biskupstungna, Margrét Baldursdóttir, og Ingbjörg Sigurjónsdóttir stjórnarmaður Ungmennafélags Biskupstungna og Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn undir þessum lið. Farið var yfir málefni sem snerta Aratungu, s.s. fjárhagsáætlun og viðhaldsáætlun.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.       121. fundur félagsmálanefndar.
Staðfest samhljóða.

2.2.       21. fundur skipulags- og byggingarnefndar ásamt 38. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

3.1.       Verkfundur vegna sláttar og hirðingar í Bláskógabyggð.

3.2.       3. fundur Lífræns klasa í Uppsveitum Árnessýslu.

3.3.       124. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

3.4.       185. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.

3.5.       186. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.

3.6.       119. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

3.7.       431. stjórnarfundur SASS.

3.8.       771. stjórnarfundur  Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Yfirfærsla á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

4.1.      Tölvuskeyti SASS, dags. 8. febrúar 2010; valkostur varðandi framtíðarskipulag velferðarmála vegna yfirfærslu.
Lögð fram hugmynd að nýju skipulagi velferðarmála á Suðurlandi í kjölfar yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, sem unnin hefur verið af  Kristínu Hreinsdóttur, framkvæmdastjóra Skólaskrifstofu Suðurlands og Þorvarði Hjaltasyni, framkvæmdastjóra SASS.
Byggðaráð Bláskógabyggðar er sammála framlögðum hugmyndum og telur farsælast fyrir sveitarfélög á Suðurlandi að vinna sameiginlega að yfirfærslu þessa málaflokks og jafnframt að samhæfa aðra þjónustu sveitarfélaganna s.s. félagsþjónustu og skólaskrifstofu undir eitt sterkt velferðarsvið.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til að standa saman að þessu verkefni þar sem faglegri þekkingu og fjármunum verði best varið með sameignlegu verkefni.

4.2.      Bréf SASS, dags. 15. febrúar 2010; tilnefning í starfshóp.
Byggðaráð leggur til að Margeir Ingólfsson, oddviti Bláskógabyggðar, verði tilnefndur í starfshópinn og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, til vara.

 

  1. Beiðnir byggðaráðs um umsagnir:

5.1.      Umsagnir formanna fjallskilanefnda vegna erindis Matvælastofnunar um sauðfjárveikivarnarhólf, sjá dagskrárlið 4.5. í fundargerð 97. fundar byggðaráðs.
Vísað er til liðar 4.5. í fundargerð 97. fundar byggðaráðs, en þá var til umfjöllunar erindi MAST um ný nöfn á sauðfjárveikivarnarhólfum og tillaga að nýjum litamerkingum sauðfjár í Árnessýslu.  Byggðaráð óskaði eftir því að formenn fjallskilanefnda könnuðu afstöðu sauðfjárbænda til erindisins og að þeir skiluðu umsögn til byggðaráðs.

Byggðaráði hefur borist umsagnir frá formönnum fjallskilanefnda Biskupstungna og Laugardals. Í framlögðum umsögnum kemur meðal annars fram að seinka þurfi framkvæmd á breytingu litamerkingu sauðfjár, þar sem margir bændur hafa þegar keypt litamerki fyrir næsta sauðburð. Jafnframt koma aðrar athugasemdir og fyrirspurnir til MAST.  Byggðaráð tekur undir athugasemdir formanna fjallskilanefnda og samþykkir samhljóða að senda þessar athugasemdir með svari Bláskógabyggðar til MAST.

5.2.      Umsögn sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs vegna beiðni Karlakórs Hreppamanna, sjá dagskrárlið 4.6. í fundargerð 98. fundar byggðaráðs.
Umsögn lögð fram og kynnt.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að fresta lokaafgreiðslu erindis Karlakórsins þar til umsögn skólastjóra liggur fyrir.

 

  1. Drög að 3ja ára áætlun Bláskógabyggðar 2011-2013.

Drög að 3ja ára áætlun lög fram til umræðu, ásamt drögum að framkvæmdaáætlun.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

7.1.       Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 24. janúar 2010; beiðni um heimild til birtingar upplýsinga um stöðu lána hjá sveitarsjóði og stofnunum Bláskógabyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Bláskógabyggðar eftirfarandi samþykki til birtingar fjármálaupplýsinga:

Hér með veitir sveitarstjórn Bláskógabyggðar, með vísan til 60. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, Lánasjóði sveitarfélaga heimild að miðla upplýsingum um lán sveitarfélagsins hjá lánasjóðnum opinberlega og til fjárfesta, þ.m.t. upplýsingar um nafn skuldara, tilgang láns, stöðu láns, lánstíma og önnur kjör.  Upplýsingunum er miðlað í þeim tilgangi að fjárfestar hafi sem besta mynd af útlánasafni og starfsemi lánveitanda og mun miðlunin einkum eiga sér stað í gögnum frá lánveitanda s.s. í ársreikningum, árshlutareikningum, fjárfestakynningum og afmælisritum.

7.2.       Tölvuskeyti Páls Gíslasonar hjá Fannborg ehf; samstarfssamningur .
Lagt fram tölvuskeyti Páls Gíslasonar hjá Fannborg ehf þar sem óskað er eftir samstarfi við Bláskógabyggð í kynningarmálum Kjalvegar.  Jafnframt er lagður fram samningur um verkefnið. Byggðaráð samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins, þar til að meðal annars kostnaðarmat og hugsanlegar fjárskuldbindingar vegna samningsins liggja fyrir.

7.3.       Bréf Landsambands hestamanna dags. 21. janúar 2010; hálendisvegir og slóðar.
Byggðaráð fagnar því átaki sem LH hefur sinnt við skráningu reiðleiða á landinu.  Byggðaráð leggur áherslu á að þessi vinna samræmist gildandi skipulögum sveitarfélaga.  Jafnframt er Bláskógabyggð reiðubúin til að taka tillit til og skoða hugmyndir LH við endurskoðun skipulagsáætlana sveitarfélagsins.

7.4.       Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 28. janúar 2010; unglingalandsmót 2012.
Lagt fram bréf UMFÍ þar sem kynnt er auglýsing um unglingalandsmót 2012.

7.5.       Bréf Jóhanns Unnars Guðmundssonar, dags. 2. febrúar 2010; leigubílaþjónusta.
Lagt fram bréf Jóhanns Unnars, þar sem kynnt er leigubílaþjónusta hans í Bláskógabyggð. Byggðaráð fagnar framtaki Jóhanns Unnars þar sem leigubílaþjónusta hefur ekki verið til staðar undan farin ár í Bláskógabyggð og óskar honum velfarnaðar með þessa þjónustustarfsemi.

7.6.       Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 22. janúar 2010; niðurstaða úttekta.
Lögð fram niðurstaða á úttekt á sjálfsmatsaðferðum Grunnskóla Bláskógabyggðar.  Fram kemur að ráðuneytið telur að sjálfsmatsaðferðir grunnskólans séu fullnægjandi en bæta þurfi framkvæmd matsins að hluta.

Sveitarstjóri mun í samráði við skólastjórnendur svara fyrirspurn ráðuneytisins, um viðbrögð við niðurstöðum úttektar.

7.7.      Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars 2010.
Byggðaráð yfirfór kjörskrá og felur sveitarstjóra að undirrita hana fyrir framlagningu.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.       Bréf Fornleifaverndar ríkisins, móttekið 16. febrúar 2010; Laugardalshólalóð.

8.2.       Bréf Þjóðskrár dags. 5. febrúar 2010; þjóðaratkvæðagreiðsla.

8.3.       Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 8. febrúar 2010; íþróttavakning.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20.