Aðalfundarboð GF

Aðalfundur GF (Golfklúbburinn Flúðir) verður haldinn laugardaginn 29. janúar n.k. í golfskálanum að Efra-Seli.  Fundurinn hefst kl. 14.00 og á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Þess má geta að Karl Gunnlaugsson sem verið hefur formaður GF frá stofnun klúbbsins árið 1985, hyggst ekki gefa kost á sér.

Það er ljóst að ný brú yfir Hvítá kemur til með að breyta miklu fyrir golfklúbbinn. Af því tilefni eru nýjir félagar vestan Hvítár, sem og aðrir væntanlegir félagar velkomnir á fundinn. Eyðublöð vegna inngöngu í klúbbinn verða á staðnum. Einnig er hægt að senda beiðni um inngöngu á netfangið gf@kaffisel.is

Kaffiveitingar í boði Kaffi-Sels.

Verið velkomin.

Stjórn GF