Aðalfundir Ungmennafélags Biskupstungna og Íþóttadeildar UMF. Bisk.

Fundirnir verða haldnir í Aratungu fimmtudaginn, 15. mars 2012.

Aðalfundur Íþróttadeildar hefst kl. 20:00 og Aðaldeildar svo strax þar á eftir.

Á fundunum fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Fyrir liggur að Ingibjörg Einarsdóttir, ritari íþróttadeildar, gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Vakin er sérstök athygli á því að fyrir fundi aðaldeildar liggur fyrir tillaga um að farið verði í að rita sögu félagsins.

Þá má geta þess að á aðalfundi Íþróttadeildar verður íþróttamaður og íþróttakona félagsins útnefnd.

Félagar UMF. Bisk. eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um starf félagsins.

Þá eru nýjir félagar velkomnir í félagið.

Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

Með von um góða þátttöku.

Stjórnir Aðaldeildar og Íþróttadeildar UMF. Bisk.