Aðalfundur Umf. Laugdæla 2009

Aðalfundarboð
Aðalfundur Umf. Laugdæla 2009 verður haldinn í kennslustofu Grunnskólans að Laugarvatni miðvikudaginn
11. mars kl:18.00-20.00

Venjuleg aðalfundarstörf
Starfsskýrsla stjórnar UMFL
Félagsmenn 12 ára og eldri hafa kosningarétt

Lagabreytingar

11. Grein (sem var 12. grein er óbreitt)
Formaður er framkvæmdastjóri félagsins. Hann stjórnar fundum eða skipar aðra félagsmenn til þess. Ritari heldur gjörðabók félagsins og ritar annað það er félagið þarfnast og formaður krefst. Gjaldkeri heimtir inn tekjur félagsins og greiðir gjöld þess. Hann heldur reikning félagsins og skal hann lagður fram á aðalfundi, endurskoðaður ásamt fylgiskjölum.
12. grein (sem var 11. grein)
Á milli aðalfunda starfar skemmtinefnd og ritnefnd, hvor með 3 fulltrúa sem kosnir eru til eins árs í senn og skipta þeir með sér verkum. Auk  þess eru starfandi nefndir þar sem kosinn er formaður hverrar nefndar til eins árs í senn. Formönnum þessara nefnda er heimilt að skipa með sér samstarfsmenn. Starfsnefndum er heimilt að standa fyrir fjáröflunum til einstakra verkefna á vegum nefndanna, svo fremi að þær rekist ekki á við aðrar fjáraflanir innan félagsins. Nefndum er ekki heimilt að efna til fjárskuldbindinga án samþykkis stjórnar. Þessar nefndir (eru) geta verið: (Boltanefnd) Blaknefnd, Fimleikanefnd, Frjálsíþróttanefnd, Glímu(nefnd)- og júdónefnd, Körfuknattleiksnefnd, Skáknefnd, Skógræktarnefnd, Sundnefnd.

Allir félagar hvattir til að mæta!
f.h. stjórnar Umf Laugdæla
Kári Jónsson, formaður