Aðalfundur Ungmennafélags Biskupstungna, (aðaldeild, leikdeild og íþróttadeild.)
Fundirnir verða haldnir í Aratungu
miðvikudagskvöldið 9. maí.
Byrjað verður á fundi íþróttadeildar kl. 20:00, fundir leikdeildar og aðaldeildar verða svo í kjölfarið.
Á fundunum fara fram venjuleg aðalfundarstörf.
Á aðalfundi Íþróttadeildar verður íþróttamaður og íþróttakona félagsins útnefnd.
Félagar UMF. Bisk. eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um starf deilda félagsins. Þá eru nýjir félagar velkomnir í félagið.
Með von um góða þátttöku.
Stjórnir aðaldeildar, íþróttadeildar og leikdeildar UMF. Bisk.