Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015 – 2027 staðfest

Föstudaginn 25. maí síðast liðinn var Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 staðfest og áritað á skrifstofu Bláskógabyggðar.  Fulltrúar Skipulagsstofnunar, þær Hafdís Hafliðadóttir og Guðrún Halla Gunnarsdóttir, komu fyrir hönd stofnunarinnar og árituðu uppdrætti og greinargerð.  Þetta var stór áfangi og þar með lauk vinnu við heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.  Nú er búið að senda auglýsingu til Stjórnartíðinda þar sem birt verður gildistaka á nýju aðalskipulagi fyrir Bláskógabyggð.