Aðstoðarskólastjóri

Bláskógaskóli, Reykholti
Staða aðstoðarskólastjóra Bláskógaskóla Reykholti er laus til umsóknar. Skólinn er fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Í skólanum eru 83 nemendur og þar starfa 20 starfsmenn. Kjörorð skólans eru Virðing-Vellíðan-Samvinna.
Bláskógaskóli í Reykholti er annar tveggja grunnskóla Bláskógabyggðar. Gott samstarf er við leikskólann Álfaborg í Reykholti, Bláskógaskóla á Laugarvatni og Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir þekkingu og skýrri sýn á skólastarf.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Veita faglega forystu og móta framtíðarsýn í samstarfi við skólastjóra og í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla.
• Vera staðgengill skólastjóra.
• Veita markvissa kennslufræðilega leiðsögn og endurgjöf til starfsmanna og vera leiðandi í teymiskennslu skólans.

Menntunar- og hæfnikröfur:
• Leyfisbréf grunnskólakennara og farsæl kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lipurð í samstarfi er skilyrði.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
• Vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi og áhugi á skólaþróun.
• Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands. Starfshlutfall er 100%. Umsókn fylgi kynningarbréf, yfirlit yfir nám og fyrri störf og leyfisbréf fyrir starfsheitið kennari. Starfið hentar einstaklingum óháð kyni.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2020. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2020 eða síðar eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Lára Bergljót Jónsdóttir, viðtakandi skólastjóri, í síma 847 5353. Umsókn ásamt fylgigögnum skal send á netfangið lbj@blaskogaskoli.is.
Bláskógaskóli Reykholti