Afmæli Björgunarsveitar Biskupstungna sunnudaginn 19. apríl milli 14 og 16 og aðalfundur verður síðan þann 20. apríl kl 20.00
Kæru Sveitungar,
Þann 9.mars 1985 voru stofnuð tvö félög í Aratungu, Slysavarnardeild Biskupstungna og Slysavarnarsveit Biskupstungna. Árið 1999 voru þessi tvö félög svo sameinuð í Björgunarsveit Biskupstungna. Stofnun þessara félaga var mikið þarfaverk og hefur á síðustu 30 árum verið unnið mörg góð verkefni af ýmsum toga.
Björgunarsveitin hefur með stuðningi og vinnu sveitunga vaxið og dafnað. Í dag höfum við húsnæði, búnað og bifreiðar, þökk sé miklu og óeigingjörnu starfi margra sem starfað hafa í/og með Björgunarsveitinni gegnum árin.
Af tilefni afmælis Björgunarsveitarinnar langar okkur að bjóða sveitungum og velunnurum til afmæliskaffi
Sunnudaginn 19.apríl milli 14 og 16 í húsnæði sveitarinnar.
Allar gjafir eru vel þegnar til að létta undir áframhaldandi starfi.
Stjórn Björgunarsveitar Biskupstungna.
Aðalfundarboð,
Aðalfundur Björgunarsveitar Biskupstungna verður haldin í húsi sveitarinnar mánudagskvöldið 20.apríl kl 20:00
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin