Ágætu íbúar og aðrir notendur gámasvæðanna

Í dag 1 október, tekur Íslenska Gámafélagið sorpþjónustu við Bláskógabyggð. En eins og kunnugt er hefur sú þjónusta verið um árabil í höndum Terra sem áður hét Gámaþjónustan.

Núna í dag á opnunartíma gámsvæðisins í Vegholti við Reykholt sem er auglýstu milli kl 10:00 og 13:00 gæti komið til einhverra óþæginda vegna umskipta á gámum og öðru frá þjónustuaðilunum.

Einnig má búast við að einhver óþægindi geti hlotist á opnunartíma í Lindarskógum í dag

 

Við biðjumst velvirðingar ef til óþæginda kemur.

Íbúar eiga ekki að vera varir við neinar breytingar hvað varðar sorphirðu að heimilum

Kveðja Framkvæmda – og veitusvið

Kristófer