Áheitaganga unglingadeildar Greips

Þann 21 feb kl 10 ætlum við hjá Unglingadeildinni Greip að ganga frá Laugarvatni til Reykholts. Ágóðinn sem safnast ætlum við að nýta í okkar vinnu í Unglingadeildinni Greip, svo sem æfingaferðir, kaup á búnaði og annað sem við þurfum að nýta í okkar starfi.
Er það von okkar að fólk taki vel á móti krökkunum sem ganga í hús fljótlega en fyrirtæki á svæðinu fá símhringingu frá okkur.
Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn.


Unglingadeildin Greipur.