Áhrif samkomutakmarkana á þjónustu Bláskógabyggðar

 

Líkamsrækt og sundlaugar:

Vegna hertra reglna um samkomutakmarkanir verður líkamsræktaraðstaða í í íþróttamannvirkjum Bláskógabyggðar í Reykholti og á Laugarvatni lokuð frá og með föstudeginum 31. júlí n.k.

Einnig verður gestafjöldi í sundlaugum takmarkaður við 25 manns frá sama tíma.  Fjöldatakmarkanir þessar miða við að unnt verði að tryggja gestum að 2ja metra reglan verði virt. Við hvetjum gesti sundstaða til að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum og fara að gildandi reglum.

Gámasvæði:
Þjónusta á gámasvæðum í Reykholti, á Laugarvatni og við Heiðarbæ verður óbreytt, en sorp sem kemur frá heimilum þar sem einstaklingar eru í sóttkví eða einangrun skal fara í óflokkað sorp (almennan úrgang).