Álagning fasteignagjalda 2013
Álagningu fasteignagjalda í Bláskógabyggð er nú lokið fyrir árið 2013.
Sú nýbreytni var tekin upp við álagningu gjalda 2012 að senda ekki út álagningar- og greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum. Sveitarfélagið Bláskógabyggð mun því ekki senda út álagninga- og greiðsluseðla vegna álagningar árið 2013, nema þess sé sérstaklega óskað.
Álagningaseðlar birtast rafrænt á vefsíðunni island.is undir „Mínar síður“ og eins má nálgast upplýsingar um álagninguna á heimasíðu sveitarfélagsins, blaskogabyggd.is, undir „Bæjardyr“. Innskráning er með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Kröfur vegna fasteignagjalda birtast í netbanka greiðenda.
Aðilar sem þess óska, geta fengið heimsenda álagningar- og greiðsluseðla og er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu Bláskógabyggðar í síma 486-8808 ( mánudaga-fimmtudaga frá 9.00 -12.00 og 13.00 – 15.00, en föstudaga frá 9.00 – 12.00 ), eða á netfangið gudny@blaskogabyggd.is.
Allar nánari upplýsingar um álagningu gjaldanna eru veittar á skrifstofu Bláskógabyggðar.